Hvorki Thai Choice Satay-sosa, ne nokkur Satay sosa, fast i P&C stormarkadinum sem ser mer fyrir lifsnaudsynjum thessa dagana. Eg var thvi byrjud ad sja fram a frekar ospennandi tilveru svona kulinariskt sed, enda Satay-sosa eitt af thvi sem gefur lifinu gildi. I fyrradag leiddist mer eitthvad thofid yfir bokunum og bra mer thvi a budarolt a College Av., sem er i nakvaemlega einnar minutu gongufjarlaegd fra Snee Hall, heimili jardvisindanna her i Cornell. Sem eg er ad maela ut hillurnar i einni mini-matvorubudinni birtist bara heill rekki af Sherwood gummuladi og jardhnetu-satay-sosuflaskan bokstaflega hoppadi a mig! Eg nattla fjarfesti i gripnum, orvita af gledi, og thaut heim ad elda mer kjuklinga-satay. Thvilik hamingja, madur lifandi. Maeli med thessu fyrir alla, konur og kalla.
I gaer var otrulega gott vedur, sol og steikjandi hiti. Mer fannst otaekt ad morkna/visna/frjosa i hel inni a skrifstofunni minni (sem er buin svo hathroudum loftkaelingarbunadi ad eg verd alltaf ad vera i ullarpeysu thar inni, tho hitinn se 30 stig C utandyra) svo eg skrapp upp a thak med staerdfraedigreininguna og solgleraugun. Thar let eg fara vel um mig i kompanii vid thetta andans afrek sem matamatikin ku vera, og skodadi kampusinn fra sjonarhorni fuglsins fljugandi. Thetta var voda notalegt! Nu, svo for eg heim um eftirmiddaginn til ad borda is med nagronnunum i "Get To Know Your Neighbours Ice Cream Social", haldid a stettinni fyrir utan hja mer, og tha kom i ljos ad eg hafdi nad ad brenna a handleggjunum a thessum taepa klukkutima uppi a thaki svo ad handleggirnir a mer voru ordnir svona "glow in the dark"-daemi. Otrulegt.
For med Letitiu samleigjanda minum (fra Argentinu) og Nicolas kunningja hennar (lika fra Argentinu) i bio i gaer. Myndin var algjor snilld, er med Scott Campbell og Hope Davis, eftir sama leikstjora og gerdi Happiness og heitir The Secret Life of Dentists. Maeli med henni!
mánudagur, september 01, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli