Fór í eymd minni (stærðfræðiprófið á fimmtudaginn...) á búðarölt á College Avenue í dag, þ.e.a.s. á þessum 50 m spotta þar sem eru einhverjar búðir. Ein þeirra (ehemm... hin, ef frá eru taldar matvörubúðir og búðir sem selja bara Cornell-lógó prentað á ótrúlegustu hluti) er svona plötubúð með hálftóma rekka. Ég þangað. Fann lítið, nema þá helst snilldarverkið Surfer Rosa með Pixies, en var of nísk til að tíma að kaupa eitthvað sem þóttist vera á útsölu án þess að vera það. Rölti yfir í klassíska rekkann og sá að hagur minn sem strympu færi þar mjög vænkandi, þar sem ég rak augun í tvær versjónir af blásturshljóðfæra-konsertum gamla popparans Mozarts. Ég sá neflilega amadeus sem barn og hef síðan þá verið svakalega heilluð af e-u klarinettu-verki eftir hann... og viti menn, klarinettu-undrið var tíundað aftan á disknum svo ég keypti hann (þann ódýrari, needless to say) og sprangaði heim á skrifstofu að fara yfir heimaverkefni og njóta vindanna í Vín á meðan.
Það kom nú hins vegar fljótlega í ljós að eitthvað hafði skolast til í minningunni, og eftir að vera búin að þaulhlusta á allan klarinett-konsertinn í bak og fyrir án þess að heyra einn kunnuglegan tón rann upp fyrir mér ljós: Ég var að leita að kvöldljóðinu hans Mósa "for winds" en ekki konsert. Huff. Erfitt líf. Hitt má þó konsertinn eiga að hann fer mjög vel í eyrum og léttir biðina eftir kvöldljóðinu verulega, svo ég vorkenni sjálfri mér afar takmarkað, ef nokkuð, út af þessu misminni mínu.
þriðjudagur, september 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli