miðvikudagur, október 06, 2004

Gamall vinur mættur

Loksins er orðið kalt í Íþöku og mér líður eins og gamall vinur sé mættur. Hjólaði heim í kvöld í tveimur ullarpeysum, það er ekkert þægilegra en að vera eins og rúllupylsa í mörgum lögum af hnausþykkum peysum. Sérstaklega þegar kóngabláa álfahúfan er á kollinum. Hún vakti mikla athygli í kvöld og sitt sýndist hverjum, hvort ég liti út eins og geimvera eða strumpur með hana á hausnum.

Sá eldgamla film noir-klassík í kvöld með Leticiu vinkonu. Mjög fyndið.

Engin ummæli: