þriðjudagur, október 26, 2004

Thoroughly unimpressed

Bókaði flugið mitt til Sjíle hjá expedíu.komm. Fór þangað í dag af einhverri rælni og skoðaði leiðarlýsinguna mína. Viti menn, flugið mitt til Santiago ætlaði ekkert lengra en til San José í Costa Rica og verðið enn það sama. Ekki það að ég væri ekki einhvern tímann til í að kósa mig í Costa Rica í tvær vikur, mig langar bara svolítið miklu meira á eldfjallaráðstefnuna mína.

Á leið upp á hæsta sjé hringdi ég í expedíu og talaði þar við afskaplega indæla konu sem sagði mér að ég hefði jú hringt í flugfélagið og kansellerað fluginu. Eftir mjög kröftug mótmæli frá fröken Schopka neyddist hún til að tékka á þessu og lét mig bíða á línunni í laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaannnnnnnnnnnnnggggggggggggggan tíma (sem við Adam skrifstofufélagi minn nýttum í að leita að nýju flugi handa mér í tölvunni hans og æsa okkur alveg upp úr þakinu yfir incompetans þessa helv. óskilgreinda pakks). Hún virtist á endanum hafa nýtt tímann vel því þegar hún kom aftur á línuna var hún hress og kát og sagði mér að þetta hefðu nú bara verið einhver mistök og þeir hjá Lacsa væru búnir að setja mig inn aftur. Ég þyrfti bara að hringja í þá við tækifæri til að staðfesta.

Fröken Schopka lét ekki segja sér það tvisvar og hringdi umsvifalaust í Lacsa. Aðstoðarmaður minn um þann frumskóg var afar indæll líka og sagði mér stoltur í bragði að flugið mitt til San José væri á tíma og allt í gúddí og að hann óskaði mér góðrar dvalar í Kosta Ríka. Mér rétt svo tókst að stoppa hann áður en hann lagði á mig og smeygja inn spurningu; hvenær er svo tengiflugið til Santiago?

Ekkert flug á moi til Santiago, og önnur löng bið í símanum eftir kryptískt komment frá kappanum um að honum sýndist nú sem það yrði hreinlega ekkert flogið til Sjíle þennan dag. Aftur komst ég nokkuð nálægt þrístrikaða sjéinu meðan ég beið, sá fyrir mér að þurfa að punga út þúsundkalli í viðbót og gvöð veit hvað.

Sem betur fer vann drengurinn fyrir laununum sínum og kippti þessu í lag. Hann endurnýjaði bókunina og staðfesti fyrir mig öll flugin þrjú, bæði fram og tilbaka, og m.a.s. gaf mér staðfestingarkóða á flugið frá San José til Santiago. Svo virðist sem expedia hafi bókað flugið mitt í tvennu lagi, staðfest annað og rukkað fyrir bæði.

Ég er, sem sagt, thoroughly unimpressed með expedíu. Hún selur sig hins vegar svo ódýrt að kannski má ekki við öðru búast.

Engin ummæli: