föstudagur, október 01, 2004

Jarðfræðiferð og skrýtileikinn í kýrhausnum

Þá á nú að fara að jarðfræðast um helgina í Hudson-dalnum. Tek jarðfræðihamarinn góða með, aldrei að vita að hvaða notum hann getur komið *evil grin*

Fór í fyrra skyndipróf misserisins í stærðfræði í gær. Mér fannst það ganga merkilega vel. Veit ekki hvort það þýðir að ég kunni nógu lítið til að vita ekki hvað ég kann lítið eða hvort ég kunni nóg til að virkilega ganga vel. Kemur í ljós.

Fór í húsvermiteiti til kunningjakonu minnar eftir prófið. Við eigum það sameiginlegt að hafa báðar, á mismunandi tímum þó, deitað sama manninn. Ég skilaði honum á sínum tíma tilbaka til hennar því hún hékk yfir okkur öllum stundum. Núna er hann búinn að skila henni, aftur, og fór að reyna við mig, aftur. Í húsinu hennar! Það er ekki í lagi með fólk, ég sver það.

Engin ummæli: