föstudagur, október 08, 2004

Helgin

Aftur kappræður í kvöld, ætli maður fylgist ekki með þeim fyrst að í þetta skiptið á að tala um eitthvað annað en Saddam og Írak og hið illa. Er orðin mikið þreytt á þeirri umræðu hér í Paradísarríkjum N-Ameríku sem allar þjóðir vilja, eins og flestir Paradísarríkjamenn vita, ólmar líkjast.

Leigusalarnir okkar tóku allt úr garðinum um daginn nema nokkra götótta sólstóla. Grillið, kayakinn, smíðajárns"borðstofu"settið... alles ist weg og það þótt enn sé 20 stiga hiti dag eftir dag og kuldaboli varla mættur, hvað þá snjór og viðlíka. Ég hringdi í aðra þeirra í gær og kvartaði í heilt kortér yfir þessu. Hún bar fyrir sig ferðalagi sem þær stöllur eru að fara í í nóvember, það er jú aldrei að vita nema fyrsti snjórinn nái að falla einhvern tímann áður en þær koma aftur í lok nóvember. Ich habe nicht gewusst wohin ich gehen wollte (útleggst: Ég vissi ekki hvert ég ætlaði), það er heill mánuður þangað til þær fara og þ.a.l. nákvæmlega ENGIN ástæða til að rífa allt dótið í burtu strax! Á endanum samþykktu kellurnar að leyfa okkur að sækja dótið aftur (allt nema smíðajárnsborðið), til að hafa okkur góð. Mikið gasalega varð ég glöð :), jafnglöð og ég hafði orðið pirruð áður, og nú stendur aftur til að halda grillveislu fyrir skandínavana í Íþöku um næstu helgi.

Engin ummæli: