sunnudagur, febrúar 29, 2004
Góða helgi, gott fólk!
Mikið er þetta búin að vera ánægjuleg helgi. Alveg frá föstudegi fram á daginn í dag!
Á föstudaginn gerði ég vini mínum honum Greg smá greiða. Þannig er að á föstudögum er alltaf semínar hér þar sem einhver virtur jarðvísindamaður (eða -kona, þó svo ég muni ekki eftir að neinni konu hafi verið boðið hingað í minni tíð, ussfuss) frá öðrum háskóla eða stofnun heldur fyrirlestur fyrir deildina og talar við prófessora og nemendur sem hafa sérstakan áhuga á þeirra rannsóknum. Í þetta sinn kom hingað kornungur prófessor sem er sérfræðingur í landmótunarfræðum og tektóník (jarðskorpuhreyfingum). Ef svo óheppilega vill til að dagurinn hjá gestafyrirlesaranum er ekki fullskipaður viðtölum og umræðum er töluverð hætta á að viðkomandi verði voðalega foj og móðgaður, svo gestgjafanum er mikið í mun að fylla prógrammið hjá gestinum. Einmitt þess vegna féllst ég á að taka eitt viðtalsbil hjá þessum prófessor; Greg var ábyrgur fyrir heimsókninni og grátbað mig að gera sér þennan greiða. Ég hef ekki mikið vit á því sem þessi náungi er að gera svo ég prentaði út grein eftir hann af Netinu og reyndi að undirbúa mig fyrir ósköpin á þann hátt.
Nú, svo rann viðtalið upp og ég var alveg úti að hjóla, gat mest lítið spurt hann út í hans eigin rannsóknir en klóraði í bakkann með því að spyrja heil lifandis ósköp út í Himalayafjöllin, þar sem hann hefur unnið mikið og þar sem ég verð að öllum líkindum að vinna. Þegar viðtalið var sirka hálfnað kom svo prófessorinn sem kennir kúrsinn um flæði vökva í skorpunni aðvífandi, ég greip tækifærið og innvolveraði hann í samræður um líkan af hitaflæði í Himalaya sem ég er að spá í að gera í kúrsinum og voilá, allt í einu var skollinn á brjálaður þrí-heilastormur og ég lærði alveg helling. Fór sem sagt miklu betur en á horfðist!
Um kvöldið var svo Banff Mountain Film Festival hér á kampus. Þar sem útivistarklúbburinn var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar hér í Íþöku hjálpaði ég til við að vísa fólki til sætis, taka miða og deila út prógrömmum. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei séð þetta áður þótt hátíðin hafi komið heim á Frón nokkrum sinnum og mikið hlýt ég að hafa misst af miklu! Það var brjáluð stemning í salnum, fólk blístraði og klappaði og allir skemmtu sér hið besta yfir misbrjálæðislegum uppátækjum sem sýnd voru. Persónulega fannst mér mest koma til síðustu myndarinnar (sem tilheyrði ekki alvöru Banff-hátíðinni), hún var gerð af 8 eða 10 íþökskum unglingsstrákum sem fengu innblástur frá hátíðinni í fyrra og bjuggu til sína eigin skíða- og snjóbrettamynd. Ekkert smá gaman að svona framtakssömu fólki!
Í gær skrönglaðist ég svo á fætur á þeim ókristilega tíma hálfsex. Það mátti ekki seinna vera því tveggja tíma akstur eftir skutl hingað og þangað um Íþöku til að ná í fólk og græjur skilaði okkur að Laxárgljúfrum rétt um hálfníu-leytið, og þá þegar var sólin farin að bræða efstu hluta ísfossanna sem við ætluðum að klifra. Við vorum fimm á ferð og náðum að klifra tvær leiðir áður en næsti skammtur af klifrurum kom í gljúfrið. Þetta er nokkuð stórt klifursvæði, einar 20 leiðir hafa verið settar upp (klifraðar) og meðan hin þrjú reyndu við lengstu og hæstu leiðina í gljúfrinu fórum við Simeon og opnuðum tvær nýjar leiðir (i.e. klifruðum leiðir sem ekki er vitað til að hafi verið klifraðar áður). Þessi merkilega frammistaða ætti að koma okkur alla leið á spjöld sögunnar, þ.e. í leiðarvísi yfir leiðir þarna. Þeir/þær sem fyrst klifra leið fá að nefna hana; fyrri leiðina nefndi ég Lax og þá seinni nefndum við Sashimi (minnir það, það var a.m.k. eitthvað með sushi). Sú var nú eiginlega eins og sturta efst, svo við vorum alveg holdvot þegar upp var komið. Minnti mig á klifur með honum Steina heima fyrir mörgum árum, þegar við fórum í Búhamra (held þeir heiti það) í Esjunni og klifruðum upp langan og aflíðandi foss sem bráðnaði hratt undan okkur á leiðinni upp. Soldið sjeikí það. Leiðin í gær var nú miklu öruggari, en ég var orðin ansi þreytt undir lokin og líður núna eins og einhver hafi lamið mig með lurkum í allan gærdag!
Matarboðið sem hann Jason hafði lofað okkur Ara í Adirondacks-ferðinni okkar varð svo loks að veruleika í gærkveldi, við þrjú vorum náttúrulega viðstödd og Simeon að auki, svo eftir matinn bættust einhverjir fleiri við. Það er ekkert smá sem hann Jason er góður kokkur! Lambalæri, ofnbakaðar kartöflur í rjómabaði (sem ég gerði að svalbarðskri fyrirmynd) og ferskur aspas með karrísmjöri var á matseðlinum, namminamm!
Svo er bara að vona að sunnudagurinn standist forverum sínum tveimur snúning.
Á föstudaginn gerði ég vini mínum honum Greg smá greiða. Þannig er að á föstudögum er alltaf semínar hér þar sem einhver virtur jarðvísindamaður (eða -kona, þó svo ég muni ekki eftir að neinni konu hafi verið boðið hingað í minni tíð, ussfuss) frá öðrum háskóla eða stofnun heldur fyrirlestur fyrir deildina og talar við prófessora og nemendur sem hafa sérstakan áhuga á þeirra rannsóknum. Í þetta sinn kom hingað kornungur prófessor sem er sérfræðingur í landmótunarfræðum og tektóník (jarðskorpuhreyfingum). Ef svo óheppilega vill til að dagurinn hjá gestafyrirlesaranum er ekki fullskipaður viðtölum og umræðum er töluverð hætta á að viðkomandi verði voðalega foj og móðgaður, svo gestgjafanum er mikið í mun að fylla prógrammið hjá gestinum. Einmitt þess vegna féllst ég á að taka eitt viðtalsbil hjá þessum prófessor; Greg var ábyrgur fyrir heimsókninni og grátbað mig að gera sér þennan greiða. Ég hef ekki mikið vit á því sem þessi náungi er að gera svo ég prentaði út grein eftir hann af Netinu og reyndi að undirbúa mig fyrir ósköpin á þann hátt.
Nú, svo rann viðtalið upp og ég var alveg úti að hjóla, gat mest lítið spurt hann út í hans eigin rannsóknir en klóraði í bakkann með því að spyrja heil lifandis ósköp út í Himalayafjöllin, þar sem hann hefur unnið mikið og þar sem ég verð að öllum líkindum að vinna. Þegar viðtalið var sirka hálfnað kom svo prófessorinn sem kennir kúrsinn um flæði vökva í skorpunni aðvífandi, ég greip tækifærið og innvolveraði hann í samræður um líkan af hitaflæði í Himalaya sem ég er að spá í að gera í kúrsinum og voilá, allt í einu var skollinn á brjálaður þrí-heilastormur og ég lærði alveg helling. Fór sem sagt miklu betur en á horfðist!
Um kvöldið var svo Banff Mountain Film Festival hér á kampus. Þar sem útivistarklúbburinn var einn af skipuleggjendum hátíðarinnar hér í Íþöku hjálpaði ég til við að vísa fólki til sætis, taka miða og deila út prógrömmum. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei séð þetta áður þótt hátíðin hafi komið heim á Frón nokkrum sinnum og mikið hlýt ég að hafa misst af miklu! Það var brjáluð stemning í salnum, fólk blístraði og klappaði og allir skemmtu sér hið besta yfir misbrjálæðislegum uppátækjum sem sýnd voru. Persónulega fannst mér mest koma til síðustu myndarinnar (sem tilheyrði ekki alvöru Banff-hátíðinni), hún var gerð af 8 eða 10 íþökskum unglingsstrákum sem fengu innblástur frá hátíðinni í fyrra og bjuggu til sína eigin skíða- og snjóbrettamynd. Ekkert smá gaman að svona framtakssömu fólki!
Í gær skrönglaðist ég svo á fætur á þeim ókristilega tíma hálfsex. Það mátti ekki seinna vera því tveggja tíma akstur eftir skutl hingað og þangað um Íþöku til að ná í fólk og græjur skilaði okkur að Laxárgljúfrum rétt um hálfníu-leytið, og þá þegar var sólin farin að bræða efstu hluta ísfossanna sem við ætluðum að klifra. Við vorum fimm á ferð og náðum að klifra tvær leiðir áður en næsti skammtur af klifrurum kom í gljúfrið. Þetta er nokkuð stórt klifursvæði, einar 20 leiðir hafa verið settar upp (klifraðar) og meðan hin þrjú reyndu við lengstu og hæstu leiðina í gljúfrinu fórum við Simeon og opnuðum tvær nýjar leiðir (i.e. klifruðum leiðir sem ekki er vitað til að hafi verið klifraðar áður). Þessi merkilega frammistaða ætti að koma okkur alla leið á spjöld sögunnar, þ.e. í leiðarvísi yfir leiðir þarna. Þeir/þær sem fyrst klifra leið fá að nefna hana; fyrri leiðina nefndi ég Lax og þá seinni nefndum við Sashimi (minnir það, það var a.m.k. eitthvað með sushi). Sú var nú eiginlega eins og sturta efst, svo við vorum alveg holdvot þegar upp var komið. Minnti mig á klifur með honum Steina heima fyrir mörgum árum, þegar við fórum í Búhamra (held þeir heiti það) í Esjunni og klifruðum upp langan og aflíðandi foss sem bráðnaði hratt undan okkur á leiðinni upp. Soldið sjeikí það. Leiðin í gær var nú miklu öruggari, en ég var orðin ansi þreytt undir lokin og líður núna eins og einhver hafi lamið mig með lurkum í allan gærdag!
Matarboðið sem hann Jason hafði lofað okkur Ara í Adirondacks-ferðinni okkar varð svo loks að veruleika í gærkveldi, við þrjú vorum náttúrulega viðstödd og Simeon að auki, svo eftir matinn bættust einhverjir fleiri við. Það er ekkert smá sem hann Jason er góður kokkur! Lambalæri, ofnbakaðar kartöflur í rjómabaði (sem ég gerði að svalbarðskri fyrirmynd) og ferskur aspas með karrísmjöri var á matseðlinum, namminamm!
Svo er bara að vona að sunnudagurinn standist forverum sínum tveimur snúning.
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Alltof löt
til að nenna að læra almennilega fyrir stærðfræðiprófið í kvöld. Mikið verður gott þegar því er aflokið. Þá á ég neflilega bara 8 skyndipróf í stærðfræði eftir, búin með 4. Á næstu tveimur og hálfu misseri.
Held ég fari á Chapter House og kíki á útifólkið eftir prófið. Fái mér kannski öl til að halda upp á áfangann. Já, geri það bara. Endilega mæta ef þið getið :)
Held ég fari á Chapter House og kíki á útifólkið eftir prófið. Fái mér kannski öl til að halda upp á áfangann. Já, geri það bara. Endilega mæta ef þið getið :)
mánudagur, febrúar 23, 2004
Djúsí kjaftasögur??
Ætli það verði eitthvað um svoleiðis á skorarfundunum sem ég mun sitja næsta vetur sem fulltrúi nemenda?? Eitthvað annað en skrifstofutilfæringar, budget-cuts og kleinuhringir? Við skulum bara rétt svo vona það!
Bestu meðmæli
fær Touching the Void (hvernig ætli þetta hafi eiginlega verið þýtt yfir á íslensku??). Ég var náttúrulega búin að lesa bókina og er mjög ánægð með það því myndin er svo yfirþyrmandi að það er held ég bara betra að vita hvað gerist og geta einbeitt sér að því að setja sig í spor þeirra.
sunnudagur, febrúar 22, 2004
laugardagur, febrúar 21, 2004
Partý partý
Eins og glöggir lesendur kommentakerfisins hér og blogganna þeirra Stínu og Hallveigar hafa eflaust tekið eftir átti undirrituð stórafmæli í gær, the big three-O eins og Kaninn segir. Ekki var annað hægt en að efna til veislu og maður lifandi, þetta var nú meira partýið!
Okkur telst til að 30 manns hafi mætt. Allir voru kátir og glaðir, skemmtu sér vel og drukku hraustlega, tóku svo til eftir sig og voru farnir kl. 3. Enginn sendi lögguna á okkur og enginn lamdi neinn en einhverjir fóru heim með símanúmer hjá fólki af hinu kyninu á límmiða á bringunni. Afmælisbarnið skemmti sér alveg konunglega, sérstaklega í dansinum sem brast á eftir miðnættið; þá var húsgögnunum mokað út í horn og tekin suður-amerísk sveifla. Nokkuð var um að fólk kæmi með eitthvað smálegt handa afmælisbarninu; t.d. laumaði hann Brjánn að mér pakka sem innihélt svona bók, Meghan gaf mér afmælistertu sem var alveg ótrúlega góð... og með kertum, Adam kom með Smirnoff eplavodka (eins og samkundan hafi mátt við meira áfengi) og Jack og hans kærasta færðu gestum kampavín. Toppurinn var nú samt gjöfin frá Greg og Gaby kærustunni hans; þau tóku sér góðan tíma fyrir framan bókarekkann í Wegman's til að velja viðeigandi gjöf fyrir þrítuga einhleypa konu. Ekki má svo gleyma framlagi þeirra Martin vinar míns, sem útbjó þýskan rauðvínsdrykk, og Jacob, sem hélt uppi stuðinu með því að lána okkur bassamagnarann sinn og hátalarana.
Birgðakönnun í morgun leiddi í ljós að í ísskápnum eru enn 40 ódrukknir bjórar og í frystinum er Smirnoff eplavodkinn frá Adam og kærustunni. Hér verður sem sagt líklega bara að blása til annarrar veislu bráðum.
Svo vil ég endilega nota tækifærið og þakka fyrir afmæliskveðjurnar, kort og pakka, bæði komna og enn-á-leiðinni, frá ykkur heima!
Okkur telst til að 30 manns hafi mætt. Allir voru kátir og glaðir, skemmtu sér vel og drukku hraustlega, tóku svo til eftir sig og voru farnir kl. 3. Enginn sendi lögguna á okkur og enginn lamdi neinn en einhverjir fóru heim með símanúmer hjá fólki af hinu kyninu á límmiða á bringunni. Afmælisbarnið skemmti sér alveg konunglega, sérstaklega í dansinum sem brast á eftir miðnættið; þá var húsgögnunum mokað út í horn og tekin suður-amerísk sveifla. Nokkuð var um að fólk kæmi með eitthvað smálegt handa afmælisbarninu; t.d. laumaði hann Brjánn að mér pakka sem innihélt svona bók, Meghan gaf mér afmælistertu sem var alveg ótrúlega góð... og með kertum, Adam kom með Smirnoff eplavodka (eins og samkundan hafi mátt við meira áfengi) og Jack og hans kærasta færðu gestum kampavín. Toppurinn var nú samt gjöfin frá Greg og Gaby kærustunni hans; þau tóku sér góðan tíma fyrir framan bókarekkann í Wegman's til að velja viðeigandi gjöf fyrir þrítuga einhleypa konu. Ekki má svo gleyma framlagi þeirra Martin vinar míns, sem útbjó þýskan rauðvínsdrykk, og Jacob, sem hélt uppi stuðinu með því að lána okkur bassamagnarann sinn og hátalarana.
Birgðakönnun í morgun leiddi í ljós að í ísskápnum eru enn 40 ódrukknir bjórar og í frystinum er Smirnoff eplavodkinn frá Adam og kærustunni. Hér verður sem sagt líklega bara að blása til annarrar veislu bráðum.
Svo vil ég endilega nota tækifærið og þakka fyrir afmæliskveðjurnar, kort og pakka, bæði komna og enn-á-leiðinni, frá ykkur heima!
Sálgreining við upphaf fertugsaldursins
You're A Prayer for Owen Meany!
by John Irving
Despite humble and perhaps literally small beginnings, you inspire
faith in almost everyone you know. You are an agent of higher powers, and you manifest
this fact in mysterious and loud ways. A sense of destiny pervades your every waking
moment, and you prepare with great detail for destiny fulfilled. When you speak, IT
SOUNDS LIKE THIS!
Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.
via Hallveig
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Rífumst!!!
Þið ykkar sem einhvern áhuga hafið á jarðfræði, kíkið endilega á Nature vol. 425, 23. okt. 2003, á Andes-greinina eftir Lamb og Davis. Við vorum að diskútera hana í tíma núna áðan.
Þannig er að kennarinn er ekki sammála höfundum, sem í stuttu máli halda því fram að loftslagsbreytingar hafi átt stóran þátt í því að Andesfjöllin urðu jafnhá og raun ber vitni (skerkraftar á plötumótum og lítið rof vegna þurrs loftslags spila hér inní). Kennarinn er eldfjallafræðingur og ekki hrifin af loftslagspælingum á neinu plani. Í hvert sinn sem einhver reyndi að segja eitthvað jákvætt var sá sami skotinn niður og þegar rök hennar (sem oft voru ekki beysin) voru uppurin sneri hún upp á sig og fór að tala um eitthvað annað. Því miður veit ég ekki nóg um jarðsögu og -fræði Andesfjallanna til að leggja mikið til málanna en þrátt fyrir það var ég var alveg að kafna fyrir hönd þeirra sem sáu ljósa punkta í greininni en voru alltaf jarðaðir með misgáfulegum athugasemdum. Þess vegna varð ég að taka undir með dauðuppgefnum vini mínum, honum Greg, í lok tímans þegar hann spurði hvernig í ósköpunum stæði á því að ef greinin væri svona mikill skeinipappír að Nature hefði samþykkt að birta hana. Svarið var ógleymanlegt og alveg fáránlega ópró: Ætli höfundurinn (sem hafði þegar verið lýst sem óþolandi bresku montpriki með egó á stærð við Everest) sé ekki bara persónulegur vinur ritstjórans, ha? For crying out loud, þessi kona er prófessor við virtan háskóla en á ekki betri mótrök en persónulegt skítkast (ætli hún kjósi D?? nei bara spyr...).
Ég hlýt að hafa verið eins og þrumuský í framan allan tímann sem greinin var "rædd", því eftir tímann kom þessi annars ágæta kona til mín og sagðist hafa tekið eftir því á svipnum á mér að ég væri nú greinilega mjög hrifin af greininni og loftslagi almennt og hvað mér fyndist. Úff, hugsaði ég (um leið og hún fékk prik hjá mér fyrir að a.m.k. reyna að sýna viðhorfum nemendanna athygli), erfitt að svara þessu án þess að fara sjálf út í persónulegt skítkast... svo ég sagði eins og er að ég hafi í raun ekki nógu mikla þekkingu á efninu til að hafa sterkar skoðanir í neina átt en hafi saknað jafnari umræðu, því þeir sem höfðu eitthvað jákvætt að segja hafi ekki verið gefið svigrúm til að þróa sín rök... eða eitthvað viðlíka dipló moð. Hún virtist ekki alveg ná punktinum hjá mér... enda greinin svoddan skeinipappír, þú veist.
Enívei, það væri haugalygi að segja að greinin að tarna sé óumdeild, fólk getur greinilega rifist eins og hundur og köttur um þetta og það er að mínu mati ekkert smá gaman. Kenningin þeirra er risastór og fullt af veikum punktum. Þannig var líka kenningin um flekarek upphaflega, og heill hellingur af öðrum kenningum. Ef ekkert mætti birta fyrr en menn væru með kenningu sem útskýrði allt alltaf alls staðar þá væri ekki búið að gefa út eina blaðsíðu af neinum vísindum enn. Held að sumir þurfi að fara að skilja það.
Þannig er að kennarinn er ekki sammála höfundum, sem í stuttu máli halda því fram að loftslagsbreytingar hafi átt stóran þátt í því að Andesfjöllin urðu jafnhá og raun ber vitni (skerkraftar á plötumótum og lítið rof vegna þurrs loftslags spila hér inní). Kennarinn er eldfjallafræðingur og ekki hrifin af loftslagspælingum á neinu plani. Í hvert sinn sem einhver reyndi að segja eitthvað jákvætt var sá sami skotinn niður og þegar rök hennar (sem oft voru ekki beysin) voru uppurin sneri hún upp á sig og fór að tala um eitthvað annað. Því miður veit ég ekki nóg um jarðsögu og -fræði Andesfjallanna til að leggja mikið til málanna en þrátt fyrir það var ég var alveg að kafna fyrir hönd þeirra sem sáu ljósa punkta í greininni en voru alltaf jarðaðir með misgáfulegum athugasemdum. Þess vegna varð ég að taka undir með dauðuppgefnum vini mínum, honum Greg, í lok tímans þegar hann spurði hvernig í ósköpunum stæði á því að ef greinin væri svona mikill skeinipappír að Nature hefði samþykkt að birta hana. Svarið var ógleymanlegt og alveg fáránlega ópró: Ætli höfundurinn (sem hafði þegar verið lýst sem óþolandi bresku montpriki með egó á stærð við Everest) sé ekki bara persónulegur vinur ritstjórans, ha? For crying out loud, þessi kona er prófessor við virtan háskóla en á ekki betri mótrök en persónulegt skítkast (ætli hún kjósi D?? nei bara spyr...).
Ég hlýt að hafa verið eins og þrumuský í framan allan tímann sem greinin var "rædd", því eftir tímann kom þessi annars ágæta kona til mín og sagðist hafa tekið eftir því á svipnum á mér að ég væri nú greinilega mjög hrifin af greininni og loftslagi almennt og hvað mér fyndist. Úff, hugsaði ég (um leið og hún fékk prik hjá mér fyrir að a.m.k. reyna að sýna viðhorfum nemendanna athygli), erfitt að svara þessu án þess að fara sjálf út í persónulegt skítkast... svo ég sagði eins og er að ég hafi í raun ekki nógu mikla þekkingu á efninu til að hafa sterkar skoðanir í neina átt en hafi saknað jafnari umræðu, því þeir sem höfðu eitthvað jákvætt að segja hafi ekki verið gefið svigrúm til að þróa sín rök... eða eitthvað viðlíka dipló moð. Hún virtist ekki alveg ná punktinum hjá mér... enda greinin svoddan skeinipappír, þú veist.
Enívei, það væri haugalygi að segja að greinin að tarna sé óumdeild, fólk getur greinilega rifist eins og hundur og köttur um þetta og það er að mínu mati ekkert smá gaman. Kenningin þeirra er risastór og fullt af veikum punktum. Þannig var líka kenningin um flekarek upphaflega, og heill hellingur af öðrum kenningum. Ef ekkert mætti birta fyrr en menn væru með kenningu sem útskýrði allt alltaf alls staðar þá væri ekki búið að gefa út eina blaðsíðu af neinum vísindum enn. Held að sumir þurfi að fara að skilja það.
mánudagur, febrúar 16, 2004
Skidalandaferd
Aldrei thessu vant er eg ekki med samviskubit yfir ad vera ad blogga: Prentarinn her i tolvuverinu er svo haegur og eitthvad verdur folk nu ad hafa fyrir stafni medan thad bidur!!
Vid Nicolas hinn argentinski skelltum okkur a skidi i gaer i goda vedrinu. Vid aetludum ad vera svaka arrisul og leggja af stad kl. halfniu og thratt fyrir eilitid naeturgoltr kveldid adur let eg mig hafa thad ad skreidast framur klukkan atta. Eg er ordin svo gomul ad eg verd thunn naestum bara af ad ganga framhja bar, thannig ad eftir ad drekka thrja bjora var heilsan ekki upp a marga fiska. Tilhugsunin um skidi og sol naegdi nu samt til ad fyrigefa rumid, en thad ver erfitt...
Nu, klukkan halfniu var bara ekkert farid ad bola a Nicolas, svo eg lagdi mig i allri munderingunni uppi i sofa, laumufegin ad fa ad lulla lengur. Drengurinn birtist svo modur og masandi klukkutima sidar og hafdi ekki einu sinni oumbedna thynnku ser til afsokunar... og mikid var eg fegin thessari aukaleggju.
Ad vanda var haldid til Greek Peak thar sem haegt er ad renna ser nidur i mot i einn dag fyrir 44 dollara (aldrei!!) eda skunda um a gonguskidum fyrir 10 dollara. Eg held folkid sem rekur gonguskidasvaedid se algjort hugsjonafolk sem byr sennilega i tjaldi eda e-d, allavega hafa thau areidanlega eitthvad litid upp ur krafsinu thvi tharna er ekki mikil traffik, ekki einu sinni a svona glimrandi dogum eins og i gaer.
Vid logdum i'ann og thegar vid vorum halfnud med lettustu leidina sa eg ad eg yrdi nu ad gera eitthvad i malinu, Nicolas hafdi bara einu sinni adur farid a gonguskidi en var samt ekkert buinn ad detta! Thetta er nattla algjor ohaefa, svo eg lagdi til ad vid skelltum okkur nu bara af slodanum og upp eina avanserada brekku og thadan inn a brekku i erfida flokknum. Thetta leist Nicolas afar vel a. Eftir ad hafa h.u.b. dottid ofan i laek og hrunid beint a andlitid ofan i djupan snjo nedst i stuttri en merkilega brattri brekku var eg ordin mattlaus af hlatri yfir sjalfri mer, og Nicolas hlo svo mikid ad mer ad a endanum datt hann lika. Tha hlo eg enn meira, og einhvern veginn komumst vid upp thessa brekku hrynjandi a andlitid i odru hverju spori og argandi af hlatri.
Og nu er eg farin ad hlaeja svo mikid ad folkid her i tolvuverinu, allt saman afar upptekid vid ad leysa allar alvarlegu lifsgaturnar sinar, er farid ad gona. Meira sidar.
Síðar: Komin í eigin tölvu, vá, þvílíkur munur maður!!
Enívei, þetta skíðaævintýri var mikið skemmtilegt. Við ætluðum sem sagt að stytta okkur leið en enduðum á að gera einmitt hið gagnstæða: Fara hring utan um skíðasvæðið! Það var nú bara ágætt, við gengum (ultum) þarna milli trjánna meðfram landi í einkaeign og að sjálfsögðu var búið að hefta á annað hvert tré tilkynningu þess efnis að ef við voguðum okkur inn fyrir línuna ósýnilegu í huga landeigandans værum við svo gott sem búin að afsala okkur réttinum til lífs og heilsu. Land sem búið er að ryðja til að koma þar fyrir háspennulínu var hins vegar ekki merkt sem lífshættulegt svæði svo við snerum til baka á skíðasvæðið í skugga mastranna og fannst við heppin að hafa lifað þennan hluta svaðilfararinnar af. Það er greinilega alltaf hægt að komast í hann krappan á Lucky Beech-leiðinni!
Leiðin niður gekk stóráfallalaust fyrir sig. Helsta skemmtiatriðið varð þegar Nicolas klessti á mig þar sem hann fór á bruni niður eftir og ég í sárasakleysi var að æfa e-s konar slómó-gamalmenna-útgáfu af telemarksveiflu. Á það má benda að á næstum nákvæmlega sama stað þann 11. janúar klessti undirrituð á Mörð Finnbogason. Ætli þetta sé álagablettur?!? Nú ef svo er þá skemmta álfarnir sér áreiðanlega vel þegar ég birtist :)
Eftir þennan stórskemmtilega og upplífgandi morgunn var mun auðveldara en ella að setjast niður fyrir framan skruddurnar um eftirmiðdaginn. Var dugleg og glímdi við stærðfræði langt fram eftir kveldi.
Vid Nicolas hinn argentinski skelltum okkur a skidi i gaer i goda vedrinu. Vid aetludum ad vera svaka arrisul og leggja af stad kl. halfniu og thratt fyrir eilitid naeturgoltr kveldid adur let eg mig hafa thad ad skreidast framur klukkan atta. Eg er ordin svo gomul ad eg verd thunn naestum bara af ad ganga framhja bar, thannig ad eftir ad drekka thrja bjora var heilsan ekki upp a marga fiska. Tilhugsunin um skidi og sol naegdi nu samt til ad fyrigefa rumid, en thad ver erfitt...
Nu, klukkan halfniu var bara ekkert farid ad bola a Nicolas, svo eg lagdi mig i allri munderingunni uppi i sofa, laumufegin ad fa ad lulla lengur. Drengurinn birtist svo modur og masandi klukkutima sidar og hafdi ekki einu sinni oumbedna thynnku ser til afsokunar... og mikid var eg fegin thessari aukaleggju.
Ad vanda var haldid til Greek Peak thar sem haegt er ad renna ser nidur i mot i einn dag fyrir 44 dollara (aldrei!!) eda skunda um a gonguskidum fyrir 10 dollara. Eg held folkid sem rekur gonguskidasvaedid se algjort hugsjonafolk sem byr sennilega i tjaldi eda e-d, allavega hafa thau areidanlega eitthvad litid upp ur krafsinu thvi tharna er ekki mikil traffik, ekki einu sinni a svona glimrandi dogum eins og i gaer.
Vid logdum i'ann og thegar vid vorum halfnud med lettustu leidina sa eg ad eg yrdi nu ad gera eitthvad i malinu, Nicolas hafdi bara einu sinni adur farid a gonguskidi en var samt ekkert buinn ad detta! Thetta er nattla algjor ohaefa, svo eg lagdi til ad vid skelltum okkur nu bara af slodanum og upp eina avanserada brekku og thadan inn a brekku i erfida flokknum. Thetta leist Nicolas afar vel a. Eftir ad hafa h.u.b. dottid ofan i laek og hrunid beint a andlitid ofan i djupan snjo nedst i stuttri en merkilega brattri brekku var eg ordin mattlaus af hlatri yfir sjalfri mer, og Nicolas hlo svo mikid ad mer ad a endanum datt hann lika. Tha hlo eg enn meira, og einhvern veginn komumst vid upp thessa brekku hrynjandi a andlitid i odru hverju spori og argandi af hlatri.
Og nu er eg farin ad hlaeja svo mikid ad folkid her i tolvuverinu, allt saman afar upptekid vid ad leysa allar alvarlegu lifsgaturnar sinar, er farid ad gona. Meira sidar.
Síðar: Komin í eigin tölvu, vá, þvílíkur munur maður!!
Enívei, þetta skíðaævintýri var mikið skemmtilegt. Við ætluðum sem sagt að stytta okkur leið en enduðum á að gera einmitt hið gagnstæða: Fara hring utan um skíðasvæðið! Það var nú bara ágætt, við gengum (ultum) þarna milli trjánna meðfram landi í einkaeign og að sjálfsögðu var búið að hefta á annað hvert tré tilkynningu þess efnis að ef við voguðum okkur inn fyrir línuna ósýnilegu í huga landeigandans værum við svo gott sem búin að afsala okkur réttinum til lífs og heilsu. Land sem búið er að ryðja til að koma þar fyrir háspennulínu var hins vegar ekki merkt sem lífshættulegt svæði svo við snerum til baka á skíðasvæðið í skugga mastranna og fannst við heppin að hafa lifað þennan hluta svaðilfararinnar af. Það er greinilega alltaf hægt að komast í hann krappan á Lucky Beech-leiðinni!
Leiðin niður gekk stóráfallalaust fyrir sig. Helsta skemmtiatriðið varð þegar Nicolas klessti á mig þar sem hann fór á bruni niður eftir og ég í sárasakleysi var að æfa e-s konar slómó-gamalmenna-útgáfu af telemarksveiflu. Á það má benda að á næstum nákvæmlega sama stað þann 11. janúar klessti undirrituð á Mörð Finnbogason. Ætli þetta sé álagablettur?!? Nú ef svo er þá skemmta álfarnir sér áreiðanlega vel þegar ég birtist :)
Eftir þennan stórskemmtilega og upplífgandi morgunn var mun auðveldara en ella að setjast niður fyrir framan skruddurnar um eftirmiðdaginn. Var dugleg og glímdi við stærðfræði langt fram eftir kveldi.
Ég hefði nú skipt þessu "simple" út...
Mathematics is a game played according to certain simple rules with meaningless marks on paper.
- David Hilbert (1862-1943)
Stolið frá Cornell
- David Hilbert (1862-1943)
Stolið frá Cornell
laugardagur, febrúar 14, 2004
Föstudagurinn þrettándi
var víst í gær. Mjög ánægjulegur dagur í flesta staði. Hið ómögulega gerðist tvisvar: Í fyrsta lagi voru bæði föstudagsseminörin bæði áheyrileg og athyglisverð, og í öðru lagi horfði ég á tvær hryllingsmyndir og gat sofið eftir á. Greinilega minn happadagur!
Alveg eyðilögð
því ég komst ekki með í prílið þessa helgi, var of sein að melda mig og ferðin orðin full. Hrikalegt, missti afsökunina mína fyrir að lesa ekki 10 greinar eða svo. Mu.
Er að hugsa um að reyna að setja upp heimasíðu á næstu dögum. Líst fólki ekki vel á það??
Er að hugsa um að reyna að setja upp heimasíðu á næstu dögum. Líst fólki ekki vel á það??
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Olíujarðfræðingur?!?!
Á dauða mínum átti ég von en að ég færi að stúdera olíujarðfræði. Nú er hins vegar svo ótrúlega undarlega komið að greinarnar sem liggja hér á borðinu fyrir framan mig, albúnar þess að láta lesa sig fyrir tímann á morgun, eru um olíulindir í Alberta-fylki í Kanada. Hið alundarlegasta er svo sennilega það að mér finnst þetta bæði spennandi og skemmtilegt.
Ussufuss? Olíujarðfræði er verkfæri djöfulsins, ekki satt? Staðreyndin er nú reyndar sú að kúrsinn fjallar bara um flæði vökva í efri hluta jarðskorpunnar og þrátt fyrir að vera uppspretta ýmissa vandamála þá er olía nú einu sinni vökvi. Það er sem sagt ekki á dagskránni að fara að sérhæfa sig í því að finna olíu til að hita jörðina aðeins betur upp. Bara læra hvernig hún, og aðrir vökvar, flytjast um í jarðskorpunni. Sú kunnátta gæti komið sér vel fyrir verkefnið mitt ef við förum út í að skoða betur hvaða áhrif jarðhitavatn hefur á efnasamsetningu árvatns í Himalaya. Þá þarf ég neflilega að búa til alls konar líkön af flæði vatnsins um sprungur og berg og umræddur kúrs ætlar einmitt að kenna slíkt.
Annars langar mig að segja ykkur aðeins frá prófessornum sem kennir kúrsinn. Hann hefur mestan hluta starfsævi sinnar unnið í olíubransanum og að olíujarðfræði í akademíu. Við vorum eitthvað að diskútera orkupólitík og umhverfismál í haust og ég gagnrýndi Bush-stjórnina fyrir að vilja ekki samþykkja Kyoto-sáttmálann. Þá fórnaði minn maður höndum og átti ekki orð yfir heimsku umhverfisverndarsinna; hið eina rétta í stöðunni að hans mati var að halda áfram að pumpa eins miklum koltvísýringi út í loftið og hægt er og helst meira, til að koma nú áreiðanlega í veg fyrir næstu ísöld og sjá til þess að það verði hlýtt og notalegt á jörðinni í framtíðinni. Aðspurður um kenningar þess efnis að þegar jöklarnir bráðni hætti djúpsjávarmyndun í N-Atlantshafi sem aftur loki fyrir aðstreymi hlýs sjávar að sunnan sem aftur geti fætt af sér næstu ísöld (i.e. paradoxið hlýnun leiðir til kólnunar) yppti hann öxlum og svaraði: "Þetta er bara kenning". Sem sagt: Auka gróðurhúsaáhrif af ásettu ráði og "engineer climate". Allt í lagi þó NY og nokkrar fleiri borgir fari í kaf, það verður neflilega kannski hlýtt!!
Ussufuss? Olíujarðfræði er verkfæri djöfulsins, ekki satt? Staðreyndin er nú reyndar sú að kúrsinn fjallar bara um flæði vökva í efri hluta jarðskorpunnar og þrátt fyrir að vera uppspretta ýmissa vandamála þá er olía nú einu sinni vökvi. Það er sem sagt ekki á dagskránni að fara að sérhæfa sig í því að finna olíu til að hita jörðina aðeins betur upp. Bara læra hvernig hún, og aðrir vökvar, flytjast um í jarðskorpunni. Sú kunnátta gæti komið sér vel fyrir verkefnið mitt ef við förum út í að skoða betur hvaða áhrif jarðhitavatn hefur á efnasamsetningu árvatns í Himalaya. Þá þarf ég neflilega að búa til alls konar líkön af flæði vatnsins um sprungur og berg og umræddur kúrs ætlar einmitt að kenna slíkt.
Annars langar mig að segja ykkur aðeins frá prófessornum sem kennir kúrsinn. Hann hefur mestan hluta starfsævi sinnar unnið í olíubransanum og að olíujarðfræði í akademíu. Við vorum eitthvað að diskútera orkupólitík og umhverfismál í haust og ég gagnrýndi Bush-stjórnina fyrir að vilja ekki samþykkja Kyoto-sáttmálann. Þá fórnaði minn maður höndum og átti ekki orð yfir heimsku umhverfisverndarsinna; hið eina rétta í stöðunni að hans mati var að halda áfram að pumpa eins miklum koltvísýringi út í loftið og hægt er og helst meira, til að koma nú áreiðanlega í veg fyrir næstu ísöld og sjá til þess að það verði hlýtt og notalegt á jörðinni í framtíðinni. Aðspurður um kenningar þess efnis að þegar jöklarnir bráðni hætti djúpsjávarmyndun í N-Atlantshafi sem aftur loki fyrir aðstreymi hlýs sjávar að sunnan sem aftur geti fætt af sér næstu ísöld (i.e. paradoxið hlýnun leiðir til kólnunar) yppti hann öxlum og svaraði: "Þetta er bara kenning". Sem sagt: Auka gróðurhúsaáhrif af ásettu ráði og "engineer climate". Allt í lagi þó NY og nokkrar fleiri borgir fari í kaf, það verður neflilega kannski hlýtt!!
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
Malt
Þessi orð hennar Stínu eru sem mælt úr mínum munni. Ég fjárfesti í þremur dósum af Egils malti í Fríhafnar-kaffiteríunni á leiðinni út eftir jólafríið, þrátt fyrir hinn óheyrilega prís 200 kall stykkið. Hvað gerir maður ekki til að geta notið viðlíka gvuðaveiga? Tvær dósir eru búnar nú þegar en sú þriðja felur sig nú innst inni í ísskápnum mínum og freistar mín dag og nótt. Ég held ég reyni að halda út að geyma hana kannski tæpar tvær vikur í viðbót og haldi svo upp á merkisdaginn 20. febrúar með vænum maltslurki. Ummm, hlakka til.
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Algjört æði
Djö... var ég rosalega heppin! Fann grafið lengst inni í eldhússkáp hjá mér eitt forláta Tromp. Nammi frá föðurlandinu! Mér vöknaði næstum um augun af þakklæti. Sérstaklega er ég þakklát silfurskottunum (þær áttu stutt kommbakk um daginn. Ég slátraði þeim) að vera ekki löngu búnar með þetta hnossgæti. Þær hafa greinilega ekki vandaðan smekk, að vilja þurrar baunir frekar en súkkulaðihjúpaðan lakkrís og gúmmolaði. Bjánar.
Sit núna með sælubros og maula Trompið mitt, mjög hægt og nautnalega, yfir greinum um veðrunarsögu Himalaya-fjalla og umdeild tengsl hennar við strontíum-samsætur í úthöfunum. Jújú, ég bað um þetta. Þetta er æði! Mætti bara vera meira Tromp.
Sit núna með sælubros og maula Trompið mitt, mjög hægt og nautnalega, yfir greinum um veðrunarsögu Himalaya-fjalla og umdeild tengsl hennar við strontíum-samsætur í úthöfunum. Jújú, ég bað um þetta. Þetta er æði! Mætti bara vera meira Tromp.
Tinker rokkar!
Gærdagurinn var bara smá upphitun fyrir daginn í dag hvað útivist varðar, við vorum jú bara úti í 3 tíma í gærmorgun en í dag mættum við, fimm frækin frá Cornell Outing Club, við Tinkers um tíuleytið og fórum ekki fyrr en rúmlega fjögur. Það var alveg ógissla gaman og í þetta skiptið tók ég myndavélina með (til að hræða mömmu, eins og einhver sagði).
Það er svo gaman við þessa klifursenu hér að það er svo mikil samvinna í gangi. Flestir klifra á topprópi og þarna við Tinkers er nóg pláss fyrir marga, einar 7-10 leiðir undir einni fossbrún (fjöldinn fer bara eftir hvað maður er flinkur). Eftir því sem líður á morguninn bætast fleiri og fleiri toppróp við og allir fá lánuð topprópin hjá öllum. Þannig fá þeir sem vilja að prófa allar leiðirnar og fólk hvetur hvort annað óspart til dáða, sama þó fólk hafi aldrei áður sést. Eins eru stærri spámenn í bransanum alveg til í að kippa okkur sem lítið sem ekkert kunnum með og kenna okkur nokkur trix í viðbót. Það er mikið gaman að hafa kynnst svona frábæru fólki :)
Það er svo gaman við þessa klifursenu hér að það er svo mikil samvinna í gangi. Flestir klifra á topprópi og þarna við Tinkers er nóg pláss fyrir marga, einar 7-10 leiðir undir einni fossbrún (fjöldinn fer bara eftir hvað maður er flinkur). Eftir því sem líður á morguninn bætast fleiri og fleiri toppróp við og allir fá lánuð topprópin hjá öllum. Þannig fá þeir sem vilja að prófa allar leiðirnar og fólk hvetur hvort annað óspart til dáða, sama þó fólk hafi aldrei áður sést. Eins eru stærri spámenn í bransanum alveg til í að kippa okkur sem lítið sem ekkert kunnum með og kenna okkur nokkur trix í viðbót. Það er mikið gaman að hafa kynnst svona frábæru fólki :)
Sifjar-blúsinn síendurtekinn
Ekkert búin að skrifa síðan á þriðjudaginn??? Hvurs lags leti er þetta eiginlega?
Fékk póst frá NSÍ (Náttúruverndarsamtökum Íslands, hvet alla sem ekki eru meðlimir nú þegar að ganga til liðs við samtökin sem fyrst) í gær og eins og venjulega voru ekki góðar fréttir þar á ferð af henni Sif Friðleifs. Hvar á þessi geðbilun að enda? Sorglegt að þurfa að segja að eftir að hafa búið í Brandararíkjunum í 7 mánuði er mér það deginum ljósara að það eru þrátt fyrir allt ekki Kanarnir sem eru vitlausastir í heimi hér, það eru Íslendingar. Af hverju látum við þetta yfir okkur ganga endlaust? Af hverju kaus þessi sauðheimska þjóð þessa vitfirringsstjórn aftur yfir sig sl. vor? Þessi leppur sem hún Sif er er hiklaust í hópi verstu óvina lands og þjóðar frá upphafi vega. Af hverju gat hún ekki bara haldið áfram að vera sjúkraliði? Hún var áreiðanlega drullugóð í því, kannski bara jafnflink og hún er ömurleg sem umhverfisráðherra.
Þessar ömurlegu fréttir voru mér efst í huga allan gærdag. Langaði heim að henda mér fyrir jarðýtur. Fór í staðinn í morgun í ísklifur og ætla aftur í fyrramálið. Eins gott að njóta náttúrunnar á meðan eitthvað er eftir af henni.
Fékk póst frá NSÍ (Náttúruverndarsamtökum Íslands, hvet alla sem ekki eru meðlimir nú þegar að ganga til liðs við samtökin sem fyrst) í gær og eins og venjulega voru ekki góðar fréttir þar á ferð af henni Sif Friðleifs. Hvar á þessi geðbilun að enda? Sorglegt að þurfa að segja að eftir að hafa búið í Brandararíkjunum í 7 mánuði er mér það deginum ljósara að það eru þrátt fyrir allt ekki Kanarnir sem eru vitlausastir í heimi hér, það eru Íslendingar. Af hverju látum við þetta yfir okkur ganga endlaust? Af hverju kaus þessi sauðheimska þjóð þessa vitfirringsstjórn aftur yfir sig sl. vor? Þessi leppur sem hún Sif er er hiklaust í hópi verstu óvina lands og þjóðar frá upphafi vega. Af hverju gat hún ekki bara haldið áfram að vera sjúkraliði? Hún var áreiðanlega drullugóð í því, kannski bara jafnflink og hún er ömurleg sem umhverfisráðherra.
Þessar ömurlegu fréttir voru mér efst í huga allan gærdag. Langaði heim að henda mér fyrir jarðýtur. Fór í staðinn í morgun í ísklifur og ætla aftur í fyrramálið. Eins gott að njóta náttúrunnar á meðan eitthvað er eftir af henni.
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Ja hérna hér
Ætli þeir fái eitthvað lánað frá fellingafjalla-líkönum??? (ó, enn einn jarðfræðileimerinn)
Snúið á myrkrið
Ég hata að koma heim á veturna í aldimmt hús. Í kvöld fann ég, alveg óvart, upp á umhverfisvænni aðferð til að komast hjá kvöldhatrinu:
Kona opnar dyrnar (hurðina??) og smeygir sér inn í þetta stóra svarta. Fálmar eftir slökkvaranum og kveikir ljós, kannski bara á litlum borðlampa. Einhvern veginn langar hana samt ekkert mikið að vera inni í öllu þessu fyrrverandi myrkri, svo hún fer út aftur að taka eina eða tvær myndir af öllu þessu hvíta og mjúka á trjánum og í loftinu, og mokar líka snjóinn af tröppunum. Svo fer hún aftur heim og viti menn, í þetta skiptið er íbúðin upplýst og hlýleg!!
Svona geta konur nú verið snjallar, alveg ósjálfrátt ;)
Kona opnar dyrnar (hurðina??) og smeygir sér inn í þetta stóra svarta. Fálmar eftir slökkvaranum og kveikir ljós, kannski bara á litlum borðlampa. Einhvern veginn langar hana samt ekkert mikið að vera inni í öllu þessu fyrrverandi myrkri, svo hún fer út aftur að taka eina eða tvær myndir af öllu þessu hvíta og mjúka á trjánum og í loftinu, og mokar líka snjóinn af tröppunum. Svo fer hún aftur heim og viti menn, í þetta skiptið er íbúðin upplýst og hlýleg!!
Svona geta konur nú verið snjallar, alveg ósjálfrátt ;)
Krúttin!
Frændsystkinin mín eru komin með nýja heimasíðu. Gasalega eru þau falleg þessi börn og sniðug, enda eiga þau náttúrulega ættir að rekja til annars eins...
mánudagur, febrúar 02, 2004
Oh my God, it´s her TIT!!!
Eins og aðrir Amríkanar stend ég náttúrulega á öndinni af hneyxlan yfir klámsýningunni á Súperskálar-leiknum í fyrradag. Hugsið ykkur, maðurinn hreinlega fletti hana Janet klæðum svo annað brjóstið rúllaði út! Vesalings börnin sem þurftu að horfa upp á þennan ósóma! Ætli þau beri þess nokkurn tímann bætur?
Nei, má ég þá frekar biðja um eins og eitt Íraksstríð, það er svo fjölskylduvænt með sína föðurlandsást og hetjuskap og fórnfýsi hermannanna. Miklu betra að senda unga fólkið í stríð en að sýna því ber brjóst. Já svei mér þá.
Þessi færsla er augljóslega rituð undir áhrifum frá Ernie, Nýja-Jórvíkingnum mínum :)
Nei, má ég þá frekar biðja um eins og eitt Íraksstríð, það er svo fjölskylduvænt með sína föðurlandsást og hetjuskap og fórnfýsi hermannanna. Miklu betra að senda unga fólkið í stríð en að sýna því ber brjóst. Já svei mér þá.
Þessi færsla er augljóslega rituð undir áhrifum frá Ernie, Nýja-Jórvíkingnum mínum :)
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Ís í súperskál
Fórum í dag til Tinker-foss og spreyttum okkur á þessum ís og einum ís í viðbót í sex tíma. Komum aftur í bæinn sólbrunnin og sæl :)
Um kvöldið fór ég svo á amerískt menningarkvöld hjá skólafélaga mínum honum Adam. Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum (er þetta ekki annars kallað amrískur fótbolti??) var í beinni og því efnt til samkomu. Það var setið á öllu sem hafði yfirborð í stofunni hjá strákunum, þeir höfðu eldað mat og pantað pizzur og gestirnir komu með snakk og drykki. Leikurinn var ótrúlega spennandi og þó leikreglurnar séu mestmegnis yfir minn evrópska skilning hafnar tókst Brian, Adam og Eric með samstilltu átaki að kenna mér grundvallaratriðin svo ég gat fylgst með og æpt á réttum stöðum. Af aumingjagæsku minni hélt ég með Karólínumönnum, sem svo enduðu á að tapa eftir að komast yfir einni mínútu fyrir leikslok. Geðveikt!!!
Um kvöldið fór ég svo á amerískt menningarkvöld hjá skólafélaga mínum honum Adam. Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum (er þetta ekki annars kallað amrískur fótbolti??) var í beinni og því efnt til samkomu. Það var setið á öllu sem hafði yfirborð í stofunni hjá strákunum, þeir höfðu eldað mat og pantað pizzur og gestirnir komu með snakk og drykki. Leikurinn var ótrúlega spennandi og þó leikreglurnar séu mestmegnis yfir minn evrópska skilning hafnar tókst Brian, Adam og Eric með samstilltu átaki að kenna mér grundvallaratriðin svo ég gat fylgst með og æpt á réttum stöðum. Af aumingjagæsku minni hélt ég með Karólínumönnum, sem svo enduðu á að tapa eftir að komast yfir einni mínútu fyrir leikslok. Geðveikt!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)