Ég hata að koma heim á veturna í aldimmt hús. Í kvöld fann ég, alveg óvart, upp á umhverfisvænni aðferð til að komast hjá kvöldhatrinu:
Kona opnar dyrnar (hurðina??) og smeygir sér inn í þetta stóra svarta. Fálmar eftir slökkvaranum og kveikir ljós, kannski bara á litlum borðlampa. Einhvern veginn langar hana samt ekkert mikið að vera inni í öllu þessu fyrrverandi myrkri, svo hún fer út aftur að taka eina eða tvær myndir af öllu þessu hvíta og mjúka á trjánum og í loftinu, og mokar líka snjóinn af tröppunum. Svo fer hún aftur heim og viti menn, í þetta skiptið er íbúðin upplýst og hlýleg!!
Svona geta konur nú verið snjallar, alveg ósjálfrátt ;)
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli