miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Olíujarðfræðingur?!?!

Á dauða mínum átti ég von en að ég færi að stúdera olíujarðfræði. Nú er hins vegar svo ótrúlega undarlega komið að greinarnar sem liggja hér á borðinu fyrir framan mig, albúnar þess að láta lesa sig fyrir tímann á morgun, eru um olíulindir í Alberta-fylki í Kanada. Hið alundarlegasta er svo sennilega það að mér finnst þetta bæði spennandi og skemmtilegt.

Ussufuss? Olíujarðfræði er verkfæri djöfulsins, ekki satt? Staðreyndin er nú reyndar sú að kúrsinn fjallar bara um flæði vökva í efri hluta jarðskorpunnar og þrátt fyrir að vera uppspretta ýmissa vandamála þá er olía nú einu sinni vökvi. Það er sem sagt ekki á dagskránni að fara að sérhæfa sig í því að finna olíu til að hita jörðina aðeins betur upp. Bara læra hvernig hún, og aðrir vökvar, flytjast um í jarðskorpunni. Sú kunnátta gæti komið sér vel fyrir verkefnið mitt ef við förum út í að skoða betur hvaða áhrif jarðhitavatn hefur á efnasamsetningu árvatns í Himalaya. Þá þarf ég neflilega að búa til alls konar líkön af flæði vatnsins um sprungur og berg og umræddur kúrs ætlar einmitt að kenna slíkt.

Annars langar mig að segja ykkur aðeins frá prófessornum sem kennir kúrsinn. Hann hefur mestan hluta starfsævi sinnar unnið í olíubransanum og að olíujarðfræði í akademíu. Við vorum eitthvað að diskútera orkupólitík og umhverfismál í haust og ég gagnrýndi Bush-stjórnina fyrir að vilja ekki samþykkja Kyoto-sáttmálann. Þá fórnaði minn maður höndum og átti ekki orð yfir heimsku umhverfisverndarsinna; hið eina rétta í stöðunni að hans mati var að halda áfram að pumpa eins miklum koltvísýringi út í loftið og hægt er og helst meira, til að koma nú áreiðanlega í veg fyrir næstu ísöld og sjá til þess að það verði hlýtt og notalegt á jörðinni í framtíðinni. Aðspurður um kenningar þess efnis að þegar jöklarnir bráðni hætti djúpsjávarmyndun í N-Atlantshafi sem aftur loki fyrir aðstreymi hlýs sjávar að sunnan sem aftur geti fætt af sér næstu ísöld (i.e. paradoxið hlýnun leiðir til kólnunar) yppti hann öxlum og svaraði: "Þetta er bara kenning". Sem sagt: Auka gróðurhúsaáhrif af ásettu ráði og "engineer climate". Allt í lagi þó NY og nokkrar fleiri borgir fari í kaf, það verður neflilega kannski hlýtt!!

Engin ummæli: