Gærdagurinn var bara smá upphitun fyrir daginn í dag hvað útivist varðar, við vorum jú bara úti í 3 tíma í gærmorgun en í dag mættum við, fimm frækin frá Cornell Outing Club, við Tinkers um tíuleytið og fórum ekki fyrr en rúmlega fjögur. Það var alveg ógissla gaman og í þetta skiptið tók ég myndavélina með (til að hræða mömmu, eins og einhver sagði).
Það er svo gaman við þessa klifursenu hér að það er svo mikil samvinna í gangi. Flestir klifra á topprópi og þarna við Tinkers er nóg pláss fyrir marga, einar 7-10 leiðir undir einni fossbrún (fjöldinn fer bara eftir hvað maður er flinkur). Eftir því sem líður á morguninn bætast fleiri og fleiri toppróp við og allir fá lánuð topprópin hjá öllum. Þannig fá þeir sem vilja að prófa allar leiðirnar og fólk hvetur hvort annað óspart til dáða, sama þó fólk hafi aldrei áður sést. Eins eru stærri spámenn í bransanum alveg til í að kippa okkur sem lítið sem ekkert kunnum með og kenna okkur nokkur trix í viðbót. Það er mikið gaman að hafa kynnst svona frábæru fólki :)
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli