Aldrei thessu vant er eg ekki med samviskubit yfir ad vera ad blogga: Prentarinn her i tolvuverinu er svo haegur og eitthvad verdur folk nu ad hafa fyrir stafni medan thad bidur!!
Vid Nicolas hinn argentinski skelltum okkur a skidi i gaer i goda vedrinu. Vid aetludum ad vera svaka arrisul og leggja af stad kl. halfniu og thratt fyrir eilitid naeturgoltr kveldid adur let eg mig hafa thad ad skreidast framur klukkan atta. Eg er ordin svo gomul ad eg verd thunn naestum bara af ad ganga framhja bar, thannig ad eftir ad drekka thrja bjora var heilsan ekki upp a marga fiska. Tilhugsunin um skidi og sol naegdi nu samt til ad fyrigefa rumid, en thad ver erfitt...
Nu, klukkan halfniu var bara ekkert farid ad bola a Nicolas, svo eg lagdi mig i allri munderingunni uppi i sofa, laumufegin ad fa ad lulla lengur. Drengurinn birtist svo modur og masandi klukkutima sidar og hafdi ekki einu sinni oumbedna thynnku ser til afsokunar... og mikid var eg fegin thessari aukaleggju.
Ad vanda var haldid til Greek Peak thar sem haegt er ad renna ser nidur i mot i einn dag fyrir 44 dollara (aldrei!!) eda skunda um a gonguskidum fyrir 10 dollara. Eg held folkid sem rekur gonguskidasvaedid se algjort hugsjonafolk sem byr sennilega i tjaldi eda e-d, allavega hafa thau areidanlega eitthvad litid upp ur krafsinu thvi tharna er ekki mikil traffik, ekki einu sinni a svona glimrandi dogum eins og i gaer.
Vid logdum i'ann og thegar vid vorum halfnud med lettustu leidina sa eg ad eg yrdi nu ad gera eitthvad i malinu, Nicolas hafdi bara einu sinni adur farid a gonguskidi en var samt ekkert buinn ad detta! Thetta er nattla algjor ohaefa, svo eg lagdi til ad vid skelltum okkur nu bara af slodanum og upp eina avanserada brekku og thadan inn a brekku i erfida flokknum. Thetta leist Nicolas afar vel a. Eftir ad hafa h.u.b. dottid ofan i laek og hrunid beint a andlitid ofan i djupan snjo nedst i stuttri en merkilega brattri brekku var eg ordin mattlaus af hlatri yfir sjalfri mer, og Nicolas hlo svo mikid ad mer ad a endanum datt hann lika. Tha hlo eg enn meira, og einhvern veginn komumst vid upp thessa brekku hrynjandi a andlitid i odru hverju spori og argandi af hlatri.
Og nu er eg farin ad hlaeja svo mikid ad folkid her i tolvuverinu, allt saman afar upptekid vid ad leysa allar alvarlegu lifsgaturnar sinar, er farid ad gona. Meira sidar.
Síðar: Komin í eigin tölvu, vá, þvílíkur munur maður!!
Enívei, þetta skíðaævintýri var mikið skemmtilegt. Við ætluðum sem sagt að stytta okkur leið en enduðum á að gera einmitt hið gagnstæða: Fara hring utan um skíðasvæðið! Það var nú bara ágætt, við gengum (ultum) þarna milli trjánna meðfram landi í einkaeign og að sjálfsögðu var búið að hefta á annað hvert tré tilkynningu þess efnis að ef við voguðum okkur inn fyrir línuna ósýnilegu í huga landeigandans værum við svo gott sem búin að afsala okkur réttinum til lífs og heilsu. Land sem búið er að ryðja til að koma þar fyrir háspennulínu var hins vegar ekki merkt sem lífshættulegt svæði svo við snerum til baka á skíðasvæðið í skugga mastranna og fannst við heppin að hafa lifað þennan hluta svaðilfararinnar af. Það er greinilega alltaf hægt að komast í hann krappan á Lucky Beech-leiðinni!
Leiðin niður gekk stóráfallalaust fyrir sig. Helsta skemmtiatriðið varð þegar Nicolas klessti á mig þar sem hann fór á bruni niður eftir og ég í sárasakleysi var að æfa e-s konar slómó-gamalmenna-útgáfu af telemarksveiflu. Á það má benda að á næstum nákvæmlega sama stað þann 11. janúar klessti undirrituð á Mörð Finnbogason. Ætli þetta sé álagablettur?!? Nú ef svo er þá skemmta álfarnir sér áreiðanlega vel þegar ég birtist :)
Eftir þennan stórskemmtilega og upplífgandi morgunn var mun auðveldara en ella að setjast niður fyrir framan skruddurnar um eftirmiðdaginn. Var dugleg og glímdi við stærðfræði langt fram eftir kveldi.
mánudagur, febrúar 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli