Djö... var ég rosalega heppin! Fann grafið lengst inni í eldhússkáp hjá mér eitt forláta Tromp. Nammi frá föðurlandinu! Mér vöknaði næstum um augun af þakklæti. Sérstaklega er ég þakklát silfurskottunum (þær áttu stutt kommbakk um daginn. Ég slátraði þeim) að vera ekki löngu búnar með þetta hnossgæti. Þær hafa greinilega ekki vandaðan smekk, að vilja þurrar baunir frekar en súkkulaðihjúpaðan lakkrís og gúmmolaði. Bjánar.
Sit núna með sælubros og maula Trompið mitt, mjög hægt og nautnalega, yfir greinum um veðrunarsögu Himalaya-fjalla og umdeild tengsl hennar við strontíum-samsætur í úthöfunum. Jújú, ég bað um þetta. Þetta er æði! Mætti bara vera meira Tromp.
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli