fimmtudagur, júní 30, 2005

Lifað í vakúmi

Eftir að hafa lesið óteljandi bækur um Nancy Drew sem krakki finnst mér svolítið skrýtið að vera í borg sem heitir Nancy.

Nú. Ég er orðin sloppklædd vísindakona hér í NA-Frakklandi og sem stendur er vatnið mitt úr Hapahapa'i-á á Kohala-skaga á Hawai'i-eyju að hvarfast við fosfórsýru í litlu kúlulaga tilraunaglasi. Þarna inni (í kúlunni) er algjört lofttæmi, fyrir utan koltvísýringinn sem verður til þegar vatnið blandast sýrunni... svo eru nokkrar tilfæringar að ná koltvísýringnum úr flöskunni og oní aðra án þess að missa neitt út í loftið. Involverar meðal annars frosið áfengi og fljótandi köfnunarefni. Ægilega gaman eitthvað.

Brúðkaupið var alveg ólýsanlega skemmtilegt. Vínekrur svo langt sem augað eygði og ef ekki vínekrur þá annaðhvort lavenderakrar eða kirsuberjatré. Eldgamalt uppgert hús og annað með sundlaug við hliðina á. Fornvinir mínir Linda Rós, Stefán Jóns, Markús og Dóró, að ekki sé minnst á gleði- og listafólkið vini þeirra. Brúðkaupið fór fram í ægifornri þorpskirkju, brúðkaupsveislan úti undir berum himni, fjórréttað að frönskum sið... need I say more? Tóm hamingja og ekkert annað!

föstudagur, júní 24, 2005

Alveg að fara

Þetta er allt að koma, bara smá hóstakjöltur eftir (þessar upplýsingar eru aðallega ætlaðar sérstöku áhugafólki um heilsufar mitt... sem hlýtur að vera fjölmargt... ehemm...).

Vindum okkur yfir í aðra sálma. Evrópureisan hefst á morgun og er ekki laust við að ég hlakki nú agnar ögn til. Eftir allt að því endalausar flug- og (óendanlega spennandi) lestarferðir ætti ég að hafna í S-Frakklandi, n.t.t. Avignon, á sunnudagskveldið, haldiði það sé nú! Svo bara brúðkaup og sprell og beint upp í næstu lest til þess að ná til Nancy á þriðjudagskvöld. Æi, það er erfitt að vera svona kosmópólítan *sigh*

En samt er það nú alltaf þetta sama gamla; átthagasakn og svona. Ekki að Íþaka sé beinlínis átthaginn. En samt. Nú, heimsókn til Íslands ætti að kippa þessu í liðinn, ik'?

þriðjudagur, júní 21, 2005

Veik í beinni

Alltaf huggulegt að vera með mat í nösunum. Hvað á það annars að þýða að vera eins og ræfill, gubbandi og með beinverki, á lengsta degi ársins??

'Once you start this,

you could have a 45-year-old man wanting to marry a 9-year-old boy. That could be O.K. in 20 years.' Svo segir B. S., baráttumaður gegn hjónaböndum samkynhneigðra, í NYT Magazine um daginn.

Einmitt. Athyglisvert. Hafið mig afsakaða meðan ég kasta upp.

Ég verð að viðurkenna að ég á dulítið bágt með alla þessa umræðu um hjónabönd samkynhneigðra hér í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi kúgast ég yfir sjáfbirgingshættinum í kristna öfgatrúarfólkinu sem eitt veit hvernig á að vera hamingjusamur í lífinu og sem finnst hjónaband eiga eingöngu að snúast um "procreation and family" (á þá ekki líka að banna fólki sem vill ekki eða getur ekki eignast börn að ganga í það heilaga?). Í öðru lagi skil ég ekki samkynhneigða, að einbeita sér að hjónabandi (í landi þar sem trúarofsinn vex frá degi til dags) meðan helstu borgaraleg réttindi þeirra eru enn fótum troðin. Hvernig væri að byrja á staðfestri sambúð og fá t.d. arf eftir maka sinn? Ég bara er ekki alveg að ná þessu. Veit líka sennilega of lítið um málefnið.

Ég veit það samt að jafnvel hér í frjálshyggjubænum Íþöku er alveg ótrúlega mikið af fólki sem ég myndi kalla kristið öfgatrúarfólk; sem finnst samkynhneigð viðbjóðsleg og sem trúir hvorki á þróunarkenninguna né jarðsögulegan tíma. Þetta er ekki fólkið sem vinnur á kassanum í WalMart eða ber út póstinn, nei, þetta fólk sem ég kannast við er ýmist í doktorsnámi í náttúruvísindum eða leiðbeinir doktorsnemum í náttúruvísindum. Hvernig er hægt að vera náttúruvísindamaður og trúa því um leið að niðurstöður vísinda séu guðlast?!?!

Þetta voru mín tvö pens. Sit á rassinum heima hálflasin og hef ekki farið úr húsi í dag. Hausinn fullur af hor og skrokkurinn fullur af beinverkjum. Heimahjúkrunin er víst líka í fullu starfi sem verkfræðinemi og þurfti að fara í skólann svo ég neyðist víst til að halda sjálfri mér kompaníi svona rétt yfir miðjan daginn. Ég les bara blöðin á meðan, hneykslast alveg í keng yfir blússandi afturhaldi landans og reyni svo við krossgáturnar til að ná mér niður á milli greina.

sunnudagur, júní 19, 2005

Af-væling

Jæja, best að bæta upp fyrir vælið í mér um daginn. Þreif fjallahjólið mitt hátt og lágt í gær, allt óþarfa drasl og glingur var rifið af og loks brunað niður brekkuna með gripinn í viðgerð. Keðjan var endanlega búin og vírarnir sem liggja í gírana aftaná farnir í sundur. Svo ætla ég að reyna að fá lánuð slétt dekk hjá vini hans Shan og drífa mig eitthvað út að hjóla.

Ferðin til Fransí og samsætugreininga nálgast óðfluga. Gekk kampusinn þveran um daginn til að fá lánaða bók um aðferðir við samsætugreiningar, það var rétt svo að ég loftaði bakpokanum þegar doðranturinn var kominn ofan í. Stórt brot, 1234 blaðsíður; hver er eiginlega meiningin með þessu?!?!. Þarf nú sem betur fer ekki að lesa allt...

Eftir allar þessar greiningar tekur svo við smá sumarfrí á kunnuglegum slóðum heima á Fróni. Stefnan sett á að labba Laugaveginn á mettíma í sól og sumaryl. Jibbí skvibbí! Vonandi bara að einhverjir vinir og kunningjar verði heima við, sumir verða neflilega langt í burtu að spóka sig á Rímíní...

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ventilasjon

Ég er í vondu skapi. Málið er að kunningjakona mín hér í bæ var að kaupa sér nýtt hjól og þurfti að selja sitt gamla. Það er alveg forkunnarfínt hjól þó gamalt sé og ég fékk það lánað til að prófa. Gripurinn smellpassaði og ég sá fyrir mér sumar fullt af hjólaferðum og jafnvel þátttöku í stuttri þríþraut. En, ó vei, önnur hafði sýnt áhuga, því hana vantaði eitthvað til að skutlast á í bænum. Og hún verður út úr bænum í meira og minna allt sumar. Og hún keypti hjólið.

Og ég á ekki 1000 kall til að kaupa annað hjól.

Er ekki við hæfi að segja bara arg??

miðvikudagur, júní 15, 2005

Jarðskjálftar

Það er búið að vera mikið fjör á jarðskjálftamælunum hér í Snee Hall undanfarna daga. Mælarnir hér ná stórum skjálftum um allan heim en ekki smáum skjálftum nema þeir séu nálægt. Til dæmis held ég að litlir skjálftar á Íslandi og Nýja-Sjálandi birtist ekki hérna. Á vefsíðu hjá bandarísku jarðfræðistofnuninni sá ég svo að nokkrir litlir skjálftar hafa nýlega orðið á norðureyju Nýja-Sjálands, þar sem Lára systir býr þessa dagana. Ætli hún hafi fundið þá?? Það er svo klikkuð tilfinninga að finna jarðskjálfta!

Fransí

Þá er það komið á hreint, ég fer til Fransí eftir tíu daga. Í boði Cornell.

Aðaltilgangur ferðarinnar er að læra að greina kolefnissamsætur í vatni. Það ætla ég að gera í Nancy, hjá kunningja leiðbeinandans míns. Held ég verði að setjast niður og koma mér rækilega inn í allt áður en ég fer, svona svo ég verði nú deildinni hér og sjálfri mér ekki til skammar þarna úti í heimi. Alternatively má alltaf prófa að hella meira rauðvíni í glösin hjá þessum fransmönnum ef þeir fara að reyna að reka mig á gat. Aldrei að vita nema þeir verði bara sáttir við það.

Aukatilgangur ferðarinnar, og ekki sá leiðinlegasti, er að vera viðstödd brúðkaup fornvina minna Dóró og Markúsar. Þau ætla að gifta sig í S-Fransí eftir tæpar tvær vikur, svo ég bruna þangað strax eftir komuna til Parísar. Fer svo þaðan til Nancy. Agalega fínt.

Þessi plön urðu til í dag. Allt var hér á suðupunkti í smástund, bráserinn krassaði og ég blótaði heil lifandis ósköp og hélt ég hefði misst af feitum díl og fussaði og sveiaði -- en svo fór þetta allt vel að lokum. Meiri fréttir þegar þær berast.

föstudagur, júní 10, 2005

Dela-ver

Um helgina ætla ég að kynna mér delana í Dela-veri. Hahaha, mikið ofsalega er ég nú fyndin.

Ferð til Delaware sem sagt á dagskránni um helgina. Þetta ku vera eitthvert jafnmest óspennandi fylki Bandaríkjanna og þess vegna náttla upplagt að skella sér. Fínt átlett moll á leiðinni og svona.

Erum orðin of sein á barinn. Meira síðar.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Verða að hætta?

Nei, á nú ekki von á því.

En mikið væri nú gott og heilbrigt ef þetta blessaða kompaní yrði skyldað til að fara eftir ströngustu leikreglum þegar nýtt umhverfismat liggur fyrir. Gott, því hver vill Reyðarfjörð fullan af mengun? Heilbrigt, því það á ekki að líða erlendum stórfyrirtækjum að segja framkvæmdavaldinu á Íslandi að sitja og standa eins og þeim hentar.

Cinnamon Bun

Haldiði ekki að ég hafi komist að því um daginn að bakaríið á horninu selur snúða! Mikið ógurlega varð ég glöð. Þeir kallast "cinnamon buns" á ensgunni og eru með vanillu-smjörkremi í staðinn fyrir brúnum og bleikum glassúr, en þeir eru með kanilsykri milli laga og líka alveg jafnþurrir í eftirmiðdaginn og alvöru snúðarnir heima. Það þarf náttla ekki að taka fram að ég er orðin reglulegur snúðakúnni í eftirmiðdagskaffinu.

miðvikudagur, júní 08, 2005

spennó spennó

Greinarræksnið okkar er komið til ritrýnendanna... mjö... hvernig ætli þetta fari??? Vonandi tekur það rýnendurnar ekki meira en tvo-þrjá mánuði að plægja sig í gegnum þetta...

þriðjudagur, júní 07, 2005

Alltaf jafnmikil læti

í hinu föðurlandinu mínu, Bólivíu. Ef það er ekki eitt þá er það annað. Komminn í mér heldur með mótmælendunum og það gerir réttlætissinninn í mér líka. Það er búið að arðræna almenning þarna nóg fyrir tíu eilífðir og löngu kominn tími á að hætta þessari vitleysu.

P.S. Af hverju hefur Mogginn ekki sagt frá þessu fyrr??

mánudagur, júní 06, 2005

Domestica

Heimilislegur dagur að kveldi kominn. Ráðist var í það stórvirki að endanlega flytja moi inn í íbúðina hans Shan, sem er þá náttla orðin íbúðin okkar, og koma mér og öllu mínu hafurtaski þar haganlega fyrir. Gríðarlegum hendingum og tilfærslum síðar eru allir kassarnir, nema einn, tómir og skápar og skúffur í jafnvel betra ásigkomulagi en áður en ég flutti inn (ekki að þetta síðasta sé nú beint mér að þakka...). Það er þungu fargi af heimilisfólkinu létt... svo ekki sé nú minnst á hvað það er gott að hafa ákveðið að engir frekari flutningar séu á dagskránni á næstunni. Jamms, bara vera hér. Agalega edilonsfínt.

sunnudagur, júní 05, 2005

Heimsfrægð fyrir Helgafell, Hafnarfirði

Skál!!!!!

Var rétt í þessu að senda fyrstu greinina mína inn til ritrýningar. Hið ógurlega vinsæla og víðlesna tímarit Journal of Volcanology and Geothermal Research varð fyrir valinu. Eftir rúmt ár verður svo þrekvirkið birt á pappír (ef gvöð og ritrýnendur lofa) og pílagrímaferðir til Helgafells í landi Hafnarfjarðar geta hafist.

föstudagur, júní 03, 2005

Her er eg, godan daginn

You scored as Existentialist. Existentialism emphasizes human capability. There is no greater power interfering with life and thus it is up to us to make things happen. Sometimes considered a negative and depressing world view, your optimism towards human accomplishment is immense. Mankind is condemned to be free and must accept the responsibility.

Existentialist

88%

Materialist

81%

Idealist

69%

Modernist

56%

Cultural Creative

56%

Postmodernist

44%

Romanticist

38%

Fundamentalist

0%

What is Your World View? (updated)
created with QuizFarm.com