Ég verð bara að sýna ykkur byrjunina á ritstjórapistli nýjasta tölublaðs Nature:
"Timing is everything
If you're a morning person, you know how hard it is to function properly late at night. And don't even think of getting a night owl to talk sense at daybreak. Yet our society largely ignores these important differences. "
Svo heldur hann áfram og leggur til að samfélagið aðlagi sig að mismunandi dagsryþma fólks og að peningum verði veitt í rannsóknir á honum.
Sem mjög afgerandi B-manneskja, sem fer í gang upp úr kvöldmatarleytinu og vinnur best á nóttunni vil ég taka heilshugar undir með greinarhöfundi og lýsi mig stútfulla gleði yfir að sjá loks fyrirbærið tekið fyrir á virðulegum vísindalegum vettvangi. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef verið kölluð letibykkja og drollhænsn etc. fyrir að geta ekki með nokkru móti komist á fætur á morgnana; hvernig má annað vera þegar ég er glaðvakandi á nóttunni?? Hvers á ég að gjalda, og öll hin B-in, að lifa í heimi kengruglaðra morgunhana?? Við viljum uppreisn æru! Aldrei aftur fyrirlestrar klukkan 8!!!
fimmtudagur, október 30, 2003
þriðjudagur, október 28, 2003
Small is beautiful...
... eða það finnst mér. Á sama tíma og risabankarnir Bank of America og FleetBoston ganga í eina sæng til að ráða 10% af markaðinum hér í BNA yfirgef ég skipið og geng til liðs við litla Fingravatna-sparisjóðinn. Ég er næstum nógu mikill kommi til að ganga í Valkostinn, en of löt til að nenna að fara niðrí bæ í hvert sinn sem ég þarf að komast í banka. So much fyrir hugsjónir...
mánudagur, október 27, 2003
Jólahjól
Úps, gleymdi því almerkilegasta: Fer líklega til Danmerkur að heimsækja bróður minn og fjölskylduna hans um jólin, hann og Addý konan hans eiga þessi tvö sjarmatröll og ég má ekki láta uppvöxt þeirra alveg framhjá mér fara!! Svo verð ég í ca. viku á Fróni eftir Danmerkurdvölina, jibbí!!! En allt veltur þetta á því að ég fái miða á viðráðanlegu verði, eftir því sem ég best veit er verið að vinna í málinu...
Með svona skemmtun í vændum er ekki laust við að ég hlakki til jólafrísins!!!
Með svona skemmtun í vændum er ekki laust við að ég hlakki til jólafrísins!!!
skemmdir
Djö... er maður fljótur að skemmast. Ég var að kíkja á pappíra sem ég tók með að heiman og A4-brotið virkar bara eins og e-r geðveik lengja. Alveg eins og letter-brotið virkaði svo kubbslegt fyrstu dagana hér. Já já.
Helgin var fín. Fór í leikhús á föstudaginn að sjá stúdenta setja upp stykki um morðið á ungum homma í Laramie, Wyoming, fyrir 5 árum; alveg ágætt stykki og mjög metnaðarfullt af svona áhugamannaleikhúsi að setja upp sýningu þar sem sviðið er alltaf fullt af fólki og allir leika minnst 5 hlutverk. Á laugardagskveldið fór ég svo að borða sushi á japönskum veitingastað rétt hjá skólanum, sushi er svo GOTT!!!
Nú, og svo hefur bara rignt eins og helllt sé úr tveimur fötum samtímis í allan dag og gær líka. Fór af því tilefni og fjárfesti í regnhlíf, hún er kolsvört og agalega smart og mér finnst ég vera algjör pæja með hana. Svo er dropahljóðið svo þægilegt...
Helgin var fín. Fór í leikhús á föstudaginn að sjá stúdenta setja upp stykki um morðið á ungum homma í Laramie, Wyoming, fyrir 5 árum; alveg ágætt stykki og mjög metnaðarfullt af svona áhugamannaleikhúsi að setja upp sýningu þar sem sviðið er alltaf fullt af fólki og allir leika minnst 5 hlutverk. Á laugardagskveldið fór ég svo að borða sushi á japönskum veitingastað rétt hjá skólanum, sushi er svo GOTT!!!
Nú, og svo hefur bara rignt eins og helllt sé úr tveimur fötum samtímis í allan dag og gær líka. Fór af því tilefni og fjárfesti í regnhlíf, hún er kolsvört og agalega smart og mér finnst ég vera algjör pæja með hana. Svo er dropahljóðið svo þægilegt...
laugardagur, október 25, 2003
Einelti
Hún Stína vinkona er einn af aðalskipuleggjendum ráðstefnu um einelti sem var haldin fyrr í dag. Ég ætlaði að lesa um afrek vinkonu minnar og fór á mbl.is, en þar var nákvæmlega ekkert að finna nema í gagnasafni sem maður þarf að greiða fyrir aðgang að. BÖÖÖÖ á Moggann!!! Og Stína, ég er ekkert smá stolt af þér. Áfram stelpa!!
föstudagur, október 24, 2003
Morgunvaktin...
Mikið er nú skemmtilega súrrealískt að hlusta á Morgunvaktina og umræður um tjúttið á Raufarhöfn með heimalærdómnum um miðja nótt. Æ lov ðí Innternett.
Og blogginn hennar Vælu Veinólínó, hún fornvinkona mín er algjör schnillingur á bloggfrontinum, eins og á öllum öðrum :)
Raufarhafnarbúar eru víst duglegir í sjálfboðavinnu. Og listrænir með afbrigðum, og "þetta hefur verið alveg bara ferlega skemmtilegt". Húrra!!!
Og blogginn hennar Vælu Veinólínó, hún fornvinkona mín er algjör schnillingur á bloggfrontinum, eins og á öllum öðrum :)
Raufarhafnarbúar eru víst duglegir í sjálfboðavinnu. Og listrænir með afbrigðum, og "þetta hefur verið alveg bara ferlega skemmtilegt". Húrra!!!
"Once upon a time not so long ago":
The test of our progress is not whether we add more to the abundance of those who have much; it is whether we provide enough for those who have too little.
- Franklin D. Roosevelt
Það er ég viss um að núverandi forseti forðast spakmæli dagsins hjá Cornell eins og heitan eldinn!!!
- Franklin D. Roosevelt
Það er ég viss um að núverandi forseti forðast spakmæli dagsins hjá Cornell eins og heitan eldinn!!!
miðvikudagur, október 22, 2003
mánudagur, október 20, 2003
Sidasta vigid fallid?
QUOTATION OF THE DAY
"Consumerism as a term is no longer seen as a bad word and the acquisition of material things is no longer seen as going against Indian traits."
YOGESH SAMAT, the chief executive of Barista, a chain of 125 coffee bars in India.
Ur NYTimes.com
"Consumerism as a term is no longer seen as a bad word and the acquisition of material things is no longer seen as going against Indian traits."
YOGESH SAMAT, the chief executive of Barista, a chain of 125 coffee bars in India.
Ur NYTimes.com
Stiklur
Nú verð ég að bregða mér í gervi Ómars kallsins og stikla á stóru yfir undangengna "stórviðburði" svo ykkur fari nú ekki að leiðast þófið og hættið að kíkja á síðuna mína.
Akkúrat núna er mér efst í huga próf sem ég er að fara í á þriðjudaginn, enda er ég búin að neita mér um þrjár bíóferðir þess vegna og vera iðin sem því nemur við lestur. Eða þannig. Ég á ekki von á að þessar þrjár bíóferða-afneitanir skili sér í stjarnfræðilegum einkunnum, en þær verða vonandi til þess að ég nái prófinu með aðeins meiri sæmd en að slefa. Ég er rétt að byrja að sjá samhengið í hlutunum en ekkert mikið meira en það; ég finn samt að aukinn skilningur er rétt handan við hornið. Æi, það er alltaf svo gaman þegar maður loks skilur eitthvað, mómentið þegar vitrunin kemur er algjörlega gulls ígildi :) Vonandi að hún komi á morgun... þetta er nú meira syndrómið í mér, að draga alltaf lestur og undirbúning fram á síðustu mínútu. Verð að fara að venja mig af þessu.
Hélt fyrirlestur og slædssjóv fyrir Hlynskóga-samfélagið (þetta hljómar eins og ég búi á e-u sambýli... sem ég náttla geri í vissum skilningi, verður maður ekki eitthvað skrýtinn af langskólanámi??) á föstudaginn, það gekk bara svakalega vel. Ég týndi fram smá sýnishorn af myndasafninu mínu og blaðraði eitthvað með um Íslendinga fyrr og nú, eldgos, virkjanir og önnur tröll sem dagað hefur uppi, og notaði flugkortið frá Landmælingum (sem ég fékk lánað hjá honum Helga sem var að byrja hér í doktor eins og ég) til að fljúga með viðstadda á þá staði sem við vorum að fræðast um. Eða, til að gefa viðeigandi kredit eins og tíðkast í akademíunni, þá sá Helgi sjálfur um að fljúga með okkur, var nk. einkapílót samkundunnar. Mér fannst alveg hrikalega gaman að standa þarna og blaðra og hefði alveg getað eytt kveldinu í þetta, en það var búið að lofa skrílnum "Myrkradansaranum" með henni Björku (sem var endurskírð Bjorn á flæernum *tíhí*) svo ég varð að hemja málæðið. Mér til ótamdrar ánægju og jafnmikillar furðu h.u.b. tæmdist salurinn þegar ég var búin, það segir mér það eitt að ég hafi trekkt betur en Björk!! Eða kannski var það ókeypis pizzan... nei, höfum það frekar hinsegin, betra fyrir egóið ;)
Svo gerði leiðbeinandinn minn sér lítið fyrir og skrapp til Íþöku um helgina og gaf sér tíma til að hitta okkur nýju stúdentana sína. Ég rakst á hann í mýflugumynd á föstudeginum, bara svona til að taka í höndina á honum og segja hóvdjúdú??, en á laugardagsmorgninum hittumst við svona formlega til að spjalla. Þetta er mikill indælismaður, alveg bráðskemmtilegur og það sem mestu máli skiptir, a) með heilan helling af spennandi rannsóknahugmyndum sem mig alveg klæjar í puttana að fara að vinna að og b) finnst að fólk eigi að fá bæði jóla- og sumarfrí (ekki sjálfgefið í Amríggu). Hann talar mjög mikið og við Chris, hinn nýi stúdentinn hans, vorum bæði orðin dehýdreruð, vannærð og komin með sigg á rasskinnarnar þegar spjallinu lauk, næstum fimm klukkutímum eftir að það byrjaði!!!
Sem sagt, allt í furðanlega góðu ástandi miðað við aldur minn og fyrri störf. Nú bíð ég bara hentugs tækifæris til að slökkva á heilanum eins og eitt kveld og glugga í bókina sem ég fann niðri í íslenska kjallaranum hér; "Í biðsal hjónabandsins". Ha???
Akkúrat núna er mér efst í huga próf sem ég er að fara í á þriðjudaginn, enda er ég búin að neita mér um þrjár bíóferðir þess vegna og vera iðin sem því nemur við lestur. Eða þannig. Ég á ekki von á að þessar þrjár bíóferða-afneitanir skili sér í stjarnfræðilegum einkunnum, en þær verða vonandi til þess að ég nái prófinu með aðeins meiri sæmd en að slefa. Ég er rétt að byrja að sjá samhengið í hlutunum en ekkert mikið meira en það; ég finn samt að aukinn skilningur er rétt handan við hornið. Æi, það er alltaf svo gaman þegar maður loks skilur eitthvað, mómentið þegar vitrunin kemur er algjörlega gulls ígildi :) Vonandi að hún komi á morgun... þetta er nú meira syndrómið í mér, að draga alltaf lestur og undirbúning fram á síðustu mínútu. Verð að fara að venja mig af þessu.
Hélt fyrirlestur og slædssjóv fyrir Hlynskóga-samfélagið (þetta hljómar eins og ég búi á e-u sambýli... sem ég náttla geri í vissum skilningi, verður maður ekki eitthvað skrýtinn af langskólanámi??) á föstudaginn, það gekk bara svakalega vel. Ég týndi fram smá sýnishorn af myndasafninu mínu og blaðraði eitthvað með um Íslendinga fyrr og nú, eldgos, virkjanir og önnur tröll sem dagað hefur uppi, og notaði flugkortið frá Landmælingum (sem ég fékk lánað hjá honum Helga sem var að byrja hér í doktor eins og ég) til að fljúga með viðstadda á þá staði sem við vorum að fræðast um. Eða, til að gefa viðeigandi kredit eins og tíðkast í akademíunni, þá sá Helgi sjálfur um að fljúga með okkur, var nk. einkapílót samkundunnar. Mér fannst alveg hrikalega gaman að standa þarna og blaðra og hefði alveg getað eytt kveldinu í þetta, en það var búið að lofa skrílnum "Myrkradansaranum" með henni Björku (sem var endurskírð Bjorn á flæernum *tíhí*) svo ég varð að hemja málæðið. Mér til ótamdrar ánægju og jafnmikillar furðu h.u.b. tæmdist salurinn þegar ég var búin, það segir mér það eitt að ég hafi trekkt betur en Björk!! Eða kannski var það ókeypis pizzan... nei, höfum það frekar hinsegin, betra fyrir egóið ;)
Svo gerði leiðbeinandinn minn sér lítið fyrir og skrapp til Íþöku um helgina og gaf sér tíma til að hitta okkur nýju stúdentana sína. Ég rakst á hann í mýflugumynd á föstudeginum, bara svona til að taka í höndina á honum og segja hóvdjúdú??, en á laugardagsmorgninum hittumst við svona formlega til að spjalla. Þetta er mikill indælismaður, alveg bráðskemmtilegur og það sem mestu máli skiptir, a) með heilan helling af spennandi rannsóknahugmyndum sem mig alveg klæjar í puttana að fara að vinna að og b) finnst að fólk eigi að fá bæði jóla- og sumarfrí (ekki sjálfgefið í Amríggu). Hann talar mjög mikið og við Chris, hinn nýi stúdentinn hans, vorum bæði orðin dehýdreruð, vannærð og komin með sigg á rasskinnarnar þegar spjallinu lauk, næstum fimm klukkutímum eftir að það byrjaði!!!
Sem sagt, allt í furðanlega góðu ástandi miðað við aldur minn og fyrri störf. Nú bíð ég bara hentugs tækifæris til að slökkva á heilanum eins og eitt kveld og glugga í bókina sem ég fann niðri í íslenska kjallaranum hér; "Í biðsal hjónabandsins". Ha???
fimmtudagur, október 16, 2003
mánudagur, október 13, 2003
Einhverf?
Tók einhverfuprófið að fordæmi Múzaks. Er alveg ótrúlega lítið einhverf, skoraði bara 3 stig meðan meðalkvenmaðurinn skorar 15 eða eitthvað. Váts mar!
"99 Red Balloons" (by Nena)
99 Decision Street.
99 ministers meet.
To worry, worry, super-scurry.
Call the troops out in a hurry.
This is what we've waited for.
This is it boys, this is war.
The president is on the line
As 99 red balloons go by.
Which 80's Song Fits You?
brought to you by Quizilla
laugardagur, október 11, 2003
Haustfrí..
... and the livin´ is easy...
Gasalega gott að fá smá frí, svei mér þá. Það er reyndar bara löng helgi, frí mánudag og þriðjudag, en það munar svei mér um minna. Sat fyrri partinn í dag og fór yfir próf og heimaverkefni, fór svo um þrjúleytið heim og náði í hana Deepti til að fara í búðir. Við ætluðum bara í ódýru tölvubúðina í mollinu en enduðum í alvöru innkaupaleiðangri og svaka skemmtilegum kvöldmat á pizzustað í bænum. Agalega gaman. Á morgun er svo planaður göngutúr í e-m nálægum state park með kunningja okkar frá Argentínu. Kannski við verðum heppin og fáum jafngott veður og var í dag, algjör rjómablíða sem í mínum huga á helst við í júlí. Samt fer svona sólskin alveg sérstaklega vel við haustlitina á laufunum, og ég tek sko myndavélina með í gönguna á morgun!!!
Gasalega gott að fá smá frí, svei mér þá. Það er reyndar bara löng helgi, frí mánudag og þriðjudag, en það munar svei mér um minna. Sat fyrri partinn í dag og fór yfir próf og heimaverkefni, fór svo um þrjúleytið heim og náði í hana Deepti til að fara í búðir. Við ætluðum bara í ódýru tölvubúðina í mollinu en enduðum í alvöru innkaupaleiðangri og svaka skemmtilegum kvöldmat á pizzustað í bænum. Agalega gaman. Á morgun er svo planaður göngutúr í e-m nálægum state park með kunningja okkar frá Argentínu. Kannski við verðum heppin og fáum jafngott veður og var í dag, algjör rjómablíða sem í mínum huga á helst við í júlí. Samt fer svona sólskin alveg sérstaklega vel við haustlitina á laufunum, og ég tek sko myndavélina með í gönguna á morgun!!!
Spakmæli dagsins í boði Cornell:
To err is human but to really foul things up requires a computer.
- Paul Ehrlich, in "The Farmers Almanac, 1978"
Til að forðast allan misskilning verð ég að taka fram að þessu er á engan hátt beint gegn Skottunni...
- Paul Ehrlich, in "The Farmers Almanac, 1978"
Til að forðast allan misskilning verð ég að taka fram að þessu er á engan hátt beint gegn Skottunni...
föstudagur, október 10, 2003
...og meiri póstur
Fékk í dag bréf frá konu sem var á Nordstjernen í sumar. Hún átti 73 ára afmæli í ferðinni og vildi ekki fyrir nokkra muni að eitthvað húllumhæ yrði gert úr því, frábað sér að fá þjónana með köku og kerti og afmælissöng í miðjum kvöldverðinum. Það var alveg sjálfsagt mál að hlífa henni við afmælissöngnum en við vildum samt gera eitthvað fyrir hana. Hún er neflilega ein af þeim fáu farþegum sem hafa náð að komast inn fyrir skelina sem ég bý mér til utan um mig í vinnunni, og ég held að hinir gædarnir hafi upplifað hana á svipaðan hátt.
Doreen datt í hug að bjóða Juttu í kvöldmat á gædaborðinu (þar sem þreyttir gædar eru ósósíal... ;)); fram að því hafði hún borðað ein við borð með bók að félagsskap. Jutta varð svo glöð þegar ég spurði hvort hún vildi borða með okkur um kvöldið að ég vissi ekki hvert hún ætlaði, hana grunaði síst að unga fólkið gæti mögulega haft áhuga á að umgangast e-a gamla skruggu eins og hún sagði. Hún er rithöfundur og heimshornaflakkari að atvinnu og virðist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein, alveg bráðskemmtileg og spræk og fær sér alltaf sína sígó úti á dekki fyrir svefninn. Undanfarin 50 ár eða svo hefur hún reynt að vera ekki á sama stað tvo afmælisdaga í röð og þar sem hún er rithöfundur hefur hún að sjálfsögðu skrifað um afmælin sín. Það fannst mér frábært og hún virðist hafa munað eftir þessari hrifningu minni á afmælisdagahugmyndinni, því í bréfinu sem ég fékk frá henni í dag var lósritað hefti sem inniheldur frásagnir hennar af öllum útlendu afmælunum hennar. Hún er snillingur!! Nú er haustfríið sem betur fer á næsta leiti og ég þarf ekki að hafa slæma samvisku yfir að líta aðeins upp úr vísdómsskruddunum og fara í ammælis-heimsreisu með henni Juttu pæju.
Doreen datt í hug að bjóða Juttu í kvöldmat á gædaborðinu (þar sem þreyttir gædar eru ósósíal... ;)); fram að því hafði hún borðað ein við borð með bók að félagsskap. Jutta varð svo glöð þegar ég spurði hvort hún vildi borða með okkur um kvöldið að ég vissi ekki hvert hún ætlaði, hana grunaði síst að unga fólkið gæti mögulega haft áhuga á að umgangast e-a gamla skruggu eins og hún sagði. Hún er rithöfundur og heimshornaflakkari að atvinnu og virðist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein, alveg bráðskemmtileg og spræk og fær sér alltaf sína sígó úti á dekki fyrir svefninn. Undanfarin 50 ár eða svo hefur hún reynt að vera ekki á sama stað tvo afmælisdaga í röð og þar sem hún er rithöfundur hefur hún að sjálfsögðu skrifað um afmælin sín. Það fannst mér frábært og hún virðist hafa munað eftir þessari hrifningu minni á afmælisdagahugmyndinni, því í bréfinu sem ég fékk frá henni í dag var lósritað hefti sem inniheldur frásagnir hennar af öllum útlendu afmælunum hennar. Hún er snillingur!! Nú er haustfríið sem betur fer á næsta leiti og ég þarf ekki að hafa slæma samvisku yfir að líta aðeins upp úr vísdómsskruddunum og fara í ammælis-heimsreisu með henni Juttu pæju.
miðvikudagur, október 08, 2003
Sorrý Palli,
en pósturinn frá Alex kom í dag, og það eru ekki nema tíu dagar síðan hitt bréfið var sent af stað. Svona er að bíða óþreyjufullur, mér finnst vera orðið óralangt síðan ég frétti að póstur væri á leiðinni!
Nemendurnar mínar í 201 fara í próf á morgun og ég líka. Ekki í sama kúrsi náttla, heldur í lífjarðefnafræðinni. Sumir samnemendur mínir í LJE (kaninn talar bara í skammstöfunum, ekki seinna vænna að byrja að apa það upp eftir honum) eru nemendur mínar í 201 og eru því að fara í tvö próf sama daginn. I sure don´t envy them!!!
Jæja, jarðefnafræðin bíður. Heimadæmi, heimadæmi...
Nemendurnar mínar í 201 fara í próf á morgun og ég líka. Ekki í sama kúrsi náttla, heldur í lífjarðefnafræðinni. Sumir samnemendur mínir í LJE (kaninn talar bara í skammstöfunum, ekki seinna vænna að byrja að apa það upp eftir honum) eru nemendur mínar í 201 og eru því að fara í tvö próf sama daginn. I sure don´t envy them!!!
Jæja, jarðefnafræðin bíður. Heimadæmi, heimadæmi...
Pósturinn Páll...
... lætur bíða eftir sér. Ég er búin að bíða eftir pósti bæði frá pabba og Alex vinkonu í a.m.k. rúmar þrjár vikur. Skamm Palli!!
þriðjudagur, október 07, 2003
Mr. Darcy
Í gærkvöldi bættist enn við í aðdáendaklúbbi hans Colin Firth; við hér í E5 leigðum okkur nebbla Bridget Jones´s Diary sem undirrituð hafði enn ekki séð. Og viti menn, hann Mark er miklu meira æði í myndinni en í bókinni, aldrei grunaði mig að ég væri að lesa um svona svakalegt sjarmetroll eins og norsarinn segir. Einn svona, takk! Snee Hall er náttla beint á móti Myron Taylor Law School, spurning um að fara að kíkja yfir aðeins oftar ;)
sunnudagur, október 05, 2003
Hlynskóga-gengið
Ég gleymdi náttla að segja frá því að þrjár af fjórum íbúum Hlynskóga E5 eru hér, umkringdar karlmönnum á krúsi. Sú vinstra megin við mig á myndinni var eitthvað að reyna að fela sig bak við hann Martin; hún heitir Tulika og er indversk, hefur búið alls staðar þar sem hægt er að drepa niður fæti á plánetunni og stúderar tölvugrafík. Letitia, eða kætin eins og nafnið hennar þýðir, er sú með síða krudlaða hárið hægra megin við mig. Hún er frá Argentínu, er í master í lögfræði og finnst svo gaman að læra að hún ætlar að sækja um í doktor. Þessa dagana öfundum við hana allar mjög mikið því fall-breikið hennar er 10 dagar meðan við hinar fáum bara fjóra. Hún fer til NYC, við förum á skrifstofuna.
Botox og hulduhús
Er ekki kominn tími áa smá úppfærslu, ha? Mig dreymdi hana Alexöndru vinkonu í nótt; ég var á skrifstofunni minni að læra og allt í einu birtist hún í dyragættinni, kát og glöð. Þú mátt endilega koma oftar í heimsókn, Alex mín!!
Sem minnir mig á að það er ekki laust við að maður sakni vina og vandamanna heima, þó það fari nú lítið fyrir saknimannapósti í hólfunum þeirra. Það er svona að binda trúss sitt við doktors-vonnabí, við göngum hér inn í sjálfskipað Gúlag akademíunnar í nokkur ár og erum varla viðræðuhæf meðan á ósköpunum stendur. En hvað, þetta eru ekki nema 6 ár eða svo...
Já, klippingin. Það var ágætt. Ég hafði tekið jarðefnafræðina með trukki nóttina áður og ekki verið að hafa fyrir því að sofa mikið, enda hafa heimadæmi sem eru komin fram yfir síðasta skiladag eðlilega forgang fram yfir svefn. Því var ég nokkuð mygluð þegar ég mætti í skólann en reyndi að tjasla upp á sjálfið með fína flauelispilsinu og rauðu skónum og gylltum eyeliner. Sem gerði útslagið, lyfti baugunum undir augunum alveg upp í hæstu hæðir. Ég segi nú samt ekki að ég hafi verið eins og e-r glamúrdrottning í stólnum hjá henni Lynette, með bleikröndótta plasthettu á hausnum bundna undir hökunni... Enívei, hún vinnur hjá tvíburabræðrunum sem voru báðir þarna viðstaddir, að blása hárið á þreyttum amrískum úthverfahúsmæðrum og spjalla við þær og alla sem nenntu að hlusta um nýjustu fegrunaraðgerðirnar og innanríkispólitík Bush. Þeir verða víst næstum fertugir núna alveg á næstunni og sögðu viðstöddum frá því að þeir hefðu í sameiningu ákveðið að afpanta ferðina sem þeir höfðu ætlað að gefa sjálfum sér í ammælisgjöf og fara í staðinn í "age management treatment", i.e. lýtaaðgerð; tjasla aðeins upp í hrukkurnar á enninu og kringum augum áður en þær koma. Hva, segir íslenska verðandi ljóskan með bleikinguna í hárstrýjunum utan yfir bleikröndóttu plasthettunni, ætliði að fá ykkur Botox?? OH my God NO! *hneyxl* og þeir ranghvolfa augunum og hrista hausinn í takt; það endist bara í MESTA lagi þrjá mánuði!!
Eyddi gærdeginum í a) einkakennslu á einn af nemendunum í kúrsinum "mínum" (þessum skemmtilega eðlisfræðimettaða kúrsi sem ég er aðstoðarkennari í... moi??) sem heldur að helsta hlutverk TíEi-a sé að gefa nemendum svör við öllum heimadæmum áður en þeim er skilað inn, og b) heimadæmin í líf-jarðefnafræðinni, sem ég átti að skila á fimmtudaginn. Þetta var nú óttalegt pís off keik þegar til kom og m.a.s. alveg bara mjög gaman!! Nú, ég þorði ekki annað en að koma lausnunum heim til TíEi-sins, sem er nú reyndar labbfélagi minn, svo ég settist upp í bílinn sem ég er með í láni þessa dagana og brunaði af stað. Ég kann nákvæmlega tvær leiðir hér í Íþöku og nágrenni; leiðina í mollið og leiðina til Meghan (TíEiinn). Sénsinn að ég hitti átómatískt á þá réttu var sem sagt 50:50 og viti menn, ég valdi vitlausa leið. Var allt í einu komin í Grafarvog þegar ég ætlaði í Hafnarfjörðinn!! Sneri við og leitaði uppi réttu leiðina. Bíllinn á heima í sama húsi og Meghan, er í eigu meðleigjanda hennar sem er í Argentínu um þessar mundir. Ekki hjálpaði það mikið, greinilegt að bílar eru skynlausar skepnur sem ekki geta munað hvar þeir eiga í bílskúr höfði að halla. Skemmst frá því að segja að ég keyrði götuna fram og til baka 3var án þess að finna húsið þó ég hefði komið þangað tvisvar áður, fór heim í fússi og fletti upp korti á Netinu, fór út aftur og fann þá húsið eftir að hafa bara keyrt framhjá tvisvar!! Já, það er óhætt að segja að líf mitt sé stútfullt af spennandi atburðum.
Sem minnir mig á að það er ekki laust við að maður sakni vina og vandamanna heima, þó það fari nú lítið fyrir saknimannapósti í hólfunum þeirra. Það er svona að binda trúss sitt við doktors-vonnabí, við göngum hér inn í sjálfskipað Gúlag akademíunnar í nokkur ár og erum varla viðræðuhæf meðan á ósköpunum stendur. En hvað, þetta eru ekki nema 6 ár eða svo...
Já, klippingin. Það var ágætt. Ég hafði tekið jarðefnafræðina með trukki nóttina áður og ekki verið að hafa fyrir því að sofa mikið, enda hafa heimadæmi sem eru komin fram yfir síðasta skiladag eðlilega forgang fram yfir svefn. Því var ég nokkuð mygluð þegar ég mætti í skólann en reyndi að tjasla upp á sjálfið með fína flauelispilsinu og rauðu skónum og gylltum eyeliner. Sem gerði útslagið, lyfti baugunum undir augunum alveg upp í hæstu hæðir. Ég segi nú samt ekki að ég hafi verið eins og e-r glamúrdrottning í stólnum hjá henni Lynette, með bleikröndótta plasthettu á hausnum bundna undir hökunni... Enívei, hún vinnur hjá tvíburabræðrunum sem voru báðir þarna viðstaddir, að blása hárið á þreyttum amrískum úthverfahúsmæðrum og spjalla við þær og alla sem nenntu að hlusta um nýjustu fegrunaraðgerðirnar og innanríkispólitík Bush. Þeir verða víst næstum fertugir núna alveg á næstunni og sögðu viðstöddum frá því að þeir hefðu í sameiningu ákveðið að afpanta ferðina sem þeir höfðu ætlað að gefa sjálfum sér í ammælisgjöf og fara í staðinn í "age management treatment", i.e. lýtaaðgerð; tjasla aðeins upp í hrukkurnar á enninu og kringum augum áður en þær koma. Hva, segir íslenska verðandi ljóskan með bleikinguna í hárstrýjunum utan yfir bleikröndóttu plasthettunni, ætliði að fá ykkur Botox?? OH my God NO! *hneyxl* og þeir ranghvolfa augunum og hrista hausinn í takt; það endist bara í MESTA lagi þrjá mánuði!!
Eyddi gærdeginum í a) einkakennslu á einn af nemendunum í kúrsinum "mínum" (þessum skemmtilega eðlisfræðimettaða kúrsi sem ég er aðstoðarkennari í... moi??) sem heldur að helsta hlutverk TíEi-a sé að gefa nemendum svör við öllum heimadæmum áður en þeim er skilað inn, og b) heimadæmin í líf-jarðefnafræðinni, sem ég átti að skila á fimmtudaginn. Þetta var nú óttalegt pís off keik þegar til kom og m.a.s. alveg bara mjög gaman!! Nú, ég þorði ekki annað en að koma lausnunum heim til TíEi-sins, sem er nú reyndar labbfélagi minn, svo ég settist upp í bílinn sem ég er með í láni þessa dagana og brunaði af stað. Ég kann nákvæmlega tvær leiðir hér í Íþöku og nágrenni; leiðina í mollið og leiðina til Meghan (TíEiinn). Sénsinn að ég hitti átómatískt á þá réttu var sem sagt 50:50 og viti menn, ég valdi vitlausa leið. Var allt í einu komin í Grafarvog þegar ég ætlaði í Hafnarfjörðinn!! Sneri við og leitaði uppi réttu leiðina. Bíllinn á heima í sama húsi og Meghan, er í eigu meðleigjanda hennar sem er í Argentínu um þessar mundir. Ekki hjálpaði það mikið, greinilegt að bílar eru skynlausar skepnur sem ekki geta munað hvar þeir eiga í bílskúr höfði að halla. Skemmst frá því að segja að ég keyrði götuna fram og til baka 3var án þess að finna húsið þó ég hefði komið þangað tvisvar áður, fór heim í fússi og fletti upp korti á Netinu, fór út aftur og fann þá húsið eftir að hafa bara keyrt framhjá tvisvar!! Já, það er óhætt að segja að líf mitt sé stútfullt af spennandi atburðum.
föstudagur, október 03, 2003
Bremsufar...
Vá, talandi um að skíta á sig! Prófið í gærkveldi var nú bara kómískt, eða ég í þessu prófi. Mér fannst ég bara vera að taka próf í öðrum kúrsi en þeim sem ég hef verið að sækja tíma í, sat bara og skrifaði ritgerðir í prófbókina um af hverju ég teldi mig vera að fá e-ð bull út úr dæmunum, og fannst þetta bara svo sorglegt að það fór hringinn og varð óstjórnlega fyndið! Svo beið TAinn okkar við útganginn og lét okkur fá snyrtilega útprentaða lausn á prófinu; það er skemmst frá því að segja að þegar ég kom upp á skrifstofu til Meghan spurði ég hvort það væri til líkkista í húsinu :) Hrmff!!! enívei, ég held ég sé nú farin að skilja aðalatriðin í efninu, mig vantar hins vegar sárlega æfingu í að reikna. Æfa æfa æfa.
Er á leið í klippingu og litun, með tvenn heimadæmi due í gær á bakinu. Tek bara Skottu með mér og teikna línurit undir hárpurrkubelgnum. Það eru víst tvíburabræður sem báðir eru hommar sem eiga stofuna sem ég ere að fara á, eftir ráðleggingar frá Meghan. Gæti orðið gaman!!!
Er á leið í klippingu og litun, með tvenn heimadæmi due í gær á bakinu. Tek bara Skottu með mér og teikna línurit undir hárpurrkubelgnum. Það eru víst tvíburabræður sem báðir eru hommar sem eiga stofuna sem ég ere að fara á, eftir ráðleggingar frá Meghan. Gæti orðið gaman!!!
miðvikudagur, október 01, 2003
Sökka feitt
Djö... sökkar helvíts sólúsjonmanjúalinn feitt. Einhvers staðar stendur í honum að "we have worked every solution to ensure that it includes all of the steps necessary so you can follow the logical argument and algebra". Hver er þessi "you" eiginlega?? Ekki ég, það er alveg klárt mál; ég sit yfir þessu og bara fæ svo hjálp-ég-er-að-fljúga-út-úr-rússíbanan(-an-??)um-fíling yfir þessum stiklum á stóru. Úff. Kannski mér gengi betur ef ég færi ekki á bloggsíðuna mína á tíu mínútna fresti.... ehemm....
Eymd í öðru...
... eða kvaðratrótin af eymd... e fyrir eymd... á hvað stefnir eymdin? Þegar t (fram að prófi) stefnir á núll stefnir eymdin á óendanlegt...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)