sunnudagur, október 05, 2003
Hlynskóga-gengið
Ég gleymdi náttla að segja frá því að þrjár af fjórum íbúum Hlynskóga E5 eru hér, umkringdar karlmönnum á krúsi. Sú vinstra megin við mig á myndinni var eitthvað að reyna að fela sig bak við hann Martin; hún heitir Tulika og er indversk, hefur búið alls staðar þar sem hægt er að drepa niður fæti á plánetunni og stúderar tölvugrafík. Letitia, eða kætin eins og nafnið hennar þýðir, er sú með síða krudlaða hárið hægra megin við mig. Hún er frá Argentínu, er í master í lögfræði og finnst svo gaman að læra að hún ætlar að sækja um í doktor. Þessa dagana öfundum við hana allar mjög mikið því fall-breikið hennar er 10 dagar meðan við hinar fáum bara fjóra. Hún fer til NYC, við förum á skrifstofuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli