Fékk í dag bréf frá konu sem var á Nordstjernen í sumar. Hún átti 73 ára afmæli í ferðinni og vildi ekki fyrir nokkra muni að eitthvað húllumhæ yrði gert úr því, frábað sér að fá þjónana með köku og kerti og afmælissöng í miðjum kvöldverðinum. Það var alveg sjálfsagt mál að hlífa henni við afmælissöngnum en við vildum samt gera eitthvað fyrir hana. Hún er neflilega ein af þeim fáu farþegum sem hafa náð að komast inn fyrir skelina sem ég bý mér til utan um mig í vinnunni, og ég held að hinir gædarnir hafi upplifað hana á svipaðan hátt.
Doreen datt í hug að bjóða Juttu í kvöldmat á gædaborðinu (þar sem þreyttir gædar eru ósósíal... ;)); fram að því hafði hún borðað ein við borð með bók að félagsskap. Jutta varð svo glöð þegar ég spurði hvort hún vildi borða með okkur um kvöldið að ég vissi ekki hvert hún ætlaði, hana grunaði síst að unga fólkið gæti mögulega haft áhuga á að umgangast e-a gamla skruggu eins og hún sagði. Hún er rithöfundur og heimshornaflakkari að atvinnu og virðist ekki á leiðinni að setjast í helgan stein, alveg bráðskemmtileg og spræk og fær sér alltaf sína sígó úti á dekki fyrir svefninn. Undanfarin 50 ár eða svo hefur hún reynt að vera ekki á sama stað tvo afmælisdaga í röð og þar sem hún er rithöfundur hefur hún að sjálfsögðu skrifað um afmælin sín. Það fannst mér frábært og hún virðist hafa munað eftir þessari hrifningu minni á afmælisdagahugmyndinni, því í bréfinu sem ég fékk frá henni í dag var lósritað hefti sem inniheldur frásagnir hennar af öllum útlendu afmælunum hennar. Hún er snillingur!! Nú er haustfríið sem betur fer á næsta leiti og ég þarf ekki að hafa slæma samvisku yfir að líta aðeins upp úr vísdómsskruddunum og fara í ammælis-heimsreisu með henni Juttu pæju.
föstudagur, október 10, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli