Úps, gleymdi því almerkilegasta: Fer líklega til Danmerkur að heimsækja bróður minn og fjölskylduna hans um jólin, hann og Addý konan hans eiga þessi tvö sjarmatröll og ég má ekki láta uppvöxt þeirra alveg framhjá mér fara!! Svo verð ég í ca. viku á Fróni eftir Danmerkurdvölina, jibbí!!! En allt veltur þetta á því að ég fái miða á viðráðanlegu verði, eftir því sem ég best veit er verið að vinna í málinu...
Með svona skemmtun í vændum er ekki laust við að ég hlakki til jólafrísins!!!
mánudagur, október 27, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli