Ég verð bara að sýna ykkur byrjunina á ritstjórapistli nýjasta tölublaðs Nature:
"Timing is everything
If you're a morning person, you know how hard it is to function properly late at night. And don't even think of getting a night owl to talk sense at daybreak. Yet our society largely ignores these important differences. "
Svo heldur hann áfram og leggur til að samfélagið aðlagi sig að mismunandi dagsryþma fólks og að peningum verði veitt í rannsóknir á honum.
Sem mjög afgerandi B-manneskja, sem fer í gang upp úr kvöldmatarleytinu og vinnur best á nóttunni vil ég taka heilshugar undir með greinarhöfundi og lýsi mig stútfulla gleði yfir að sjá loks fyrirbærið tekið fyrir á virðulegum vísindalegum vettvangi. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef verið kölluð letibykkja og drollhænsn etc. fyrir að geta ekki með nokkru móti komist á fætur á morgnana; hvernig má annað vera þegar ég er glaðvakandi á nóttunni?? Hvers á ég að gjalda, og öll hin B-in, að lifa í heimi kengruglaðra morgunhana?? Við viljum uppreisn æru! Aldrei aftur fyrirlestrar klukkan 8!!!
fimmtudagur, október 30, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli