mánudagur, nóvember 03, 2003

Halló-vín

Það var nú alveg á mörkunum að stuðboltinn hún ég ætlaði að nenna í eitthvað helv. hallærislegt grímubúningapartý á Hallóvín-kveldi. Ég lét mig nú samt hafa það, eins og sönnum fyrrverandi mannfræðinema sæmir, og viti menn, það var ÓGISSLEGA gaman.

Fyrsta mál á dagskrá var náttla búningur. Hvar á maður að finna svoleiðis seint um eftirmiðdag samdægurs? Hmmm... var að hugsa um að stela búningnum hennar Ernu vinkonu og vera hillbillí en eftir stutt rölt niðrí bæ var ég farin að spá hvort allir í Íþöku ætluðu að vera hillbillí líka - þar til ég loks fattaði að hér ERU allir hillbillí. Ekki sniðugt að dressa sig upp sem mock hillbillí. Kútvelti, og ákvað að vera bara glamúrus svona for en gangs skyld. Minnug þess hvad hún Dóró kærastan hans Markúsar hafði verið hrikalega flott e-n tímann fyrir löngu í e-u partýi með svona pallíettu- og fjaðragrímu ákvað ég að vera bara í því lúkki, og keypti alveg guðdómlega flotta grímu úr vínrauðu flaueli með gylltum pallíettum og fjöðrum, og vínrauða fjaðra"slöngu" (sem Letitia kallar bóuna) til að vefja um hálsinn. Geðveik pæja!!!

Partýið var haldið í kommúnu rétt við kampus, þar sem stúdentar með (væntanlega stórhættulegar) samvinnuhugsjónir búa saman í stóru húsi og skiptast á að elda matinn og þrífa klóið og halda huges partý. Öll jarðhæðin hafði verið strípuð af húsgögnum, og eiginlega bara strípuð almennt, og fyllt af fólki í ótrúlegustu múnderingum. Þegar ég segi fyllt meina ég fyllt, það voru áreiðanlega 200 manns þarna þegar mest var, og það finnst mér mikið fyrir eitt hús. Ég varð alveg fimm ára aftur þarna, hoppaði næstum af kátínu yfir öllu þessu skrýtna og skemmtilega sem fyrir augu bar og þegar Lína Langsokkur birtist var ég hálfhissa á að hún skyldi ekki halda á hestinum sínum í annarri hendi.

Í gærkveldi hélt svo Halló-vín áfram (án víns þó í þetta skiptið) þegar við skólafélagarnir tókum okkur frí frá bókunum til að sjá uppáhaldið mitt hann Johnny Depp í Pirates of the Caribbean. Oh, mér finnst hún æði, ég elska að geta slökkt á raunveruleikanum í smástund og bara horfið inn í annan heim, alveg eins og í partýinu. Er hallóvín ekki til þess gert???

Engin ummæli: