þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Hinsta kveðja

Ég er svo meyr í mér að þegar ég las kveðjubréfið hennar Sinead á síðunni hennar komst ég bara við. Synd og skömm að hafa aldrei séð hana á tónleikum. Fór neflilega áðan inn í plötubúðina við skólann og keypti kveðjualbúmið hennar (á útsölu, búðin að hætta... bö) og er að hlusta á þá núna. Hef alltaf verið sérlega hrifin af þessu lagi, ekki síst því textinn er svo magnaður, alveg eins og textinn við titillag annarrar plötu hennar (sem ég komst yfir, alla vega),þetta kunni ég náttla utan að bæði aftur á bak og áfram í gamla daga. Og auðvitað þetta, varla hægt að eiga betra lag í sarpinum til að setja sem síðasta lagið á síðasta diskinn sinn.

Engin ummæli: