og það skal sko enginn reyna að segja mér að þær hafi ekki sjálfstæðan vilja!! Nú er hún Skotta mín t.d. búin að hafa mig að kjána í heila viku með því að opna bara gamlar netsíður fyrir mig. Síðan á fimmtudaginn var hefur neflilega enginn bloggur í mínum bloggkreðsi verið uppdeitaður, og eins og þið eflaust skiljið er það ekki norMalt, endurtek, EKKI norMalt, að m.a. Stína fína, Erna, Væla vein og Siggi pönk fari öll í bloggfall samdægurs. Enda gerðu þau það ekkert, nehei. Skottan hefur bara geymt síðurnar þeirra í minni sér og ekkert séð ástæðu til að trufla sítenginguna okkar til að ná í ferskar birgðir af bloggi handa mér, ég á hvort sem er bara að vera að læra og reikna diffurjöfnur og á bara að HÆTTA þessu Internet-vappi. Takk mamma Skotta. Ferskar birgðir kosta klikk á refresh-hnappinn, og hvernig í ósköpunum blessaðri kellingunni minni datt þetta í hug er mér hulin ráðgáta. Ætli það hafi eitthvað með geimveruleitina mína að gera??
Annars allt svona lala að frétta, gæti bitsast alveg massívt út í próf og heimaverkefni en nenni því eitthvað takmarkað svona seint að kveldi. Get þó deilt því með ykkur að síðasta heimaverkefni í jarðefnafræði tók mig ca. 25 tíma í vinnslu (ó en SPENNANDI!!!) og í kvöld var hið þriðja og síðasta og sívinsæla hlutapróf í stærðfræði. Fyrstu 60% voru ok og síðustu 40% voru ógissla þung. Gaman að svona jafnvægi og samræmi í hlutunum :) Kannski við fáum prófið til baka fyrir Þakkargjörð??
En toppurinn á vikunni var óumdeilanlega pósturinn frá Ernu vinkonu þar sem hún segist ætla að koma í heimsókn í öppsteitið í janúar. Húrra!!!
föstudagur, nóvember 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli