Hún Deepti meðleigjandi minn á ammæli í dag og við hér búnar að baka köku und alles, svo kemur Deepti bara ekkert heim! Uss og fuss, við erum sármóðgaðar...
... eða bara uggandi um heilsu hennar. Hún er ALLTAF að læra. Svo þurfti hún að fara í próf í kvöld og við vorum nú bara nokkuð vissar um að hún kæmi heim strax eftir það og fengi þá, sér að miklum óvörum, heita brání beint úr ofninum með ís og namminamm. Hingað komu m.a.s. þrír vinir hennar sem öll eru samt að skila e-um verkefnum eða fara í próf á morgun. En afmælisbarnið? Týnt og tröllum gefið, meðan bráníin kólnar frammi á borði. Mu.
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli