þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Bíódagar
Cornell-bíóið er alveg ágætt. Svona artí-fartí bíó sem sýnir líka "venjulegar" myndir inn á milli, svona Karíbahafs-sjóræningjamyndir innan um Fassbinder-festivala og mis-obscure myndir frá fjarlægum heimshornum. Við Nicolas skelltum okkur einmitt á "Die Ehe von Maria Braun" í gærkvöldi og vorum mjög hrifin, stefnan sett á að fara að sjá Fox og vini hans í næstu viku og hin bitru tár Petru von Kant í þarnæstu. Dagurinn í dag er einmitt kjörinn fyrir bíógláp, rok og rigning á la Reykjavík!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli