Tjah, núna rúlla fríin bara inn eitt af öðru. Eftir rúma viku (eða rúmar tvær vikur, ekki alveg viss og nenni ekki að gá) er Þakkargjörðarhátið sú sem landar mínir eru alveg að verða búnir að ná að apa eftir stóra bróður í vestri, og svo eftir nokkrar vikur (langar ekki að vita eftir alveg hve margar, nóg að vita að einhvern tímann verða þær allar liðnar) byrjar svo hæstvirt jólafríið. Stefnt er á ferðalög í báðum þessum fríum, skal þeim plönum nú lýst:
Þakkargjörðarhátíðin verður haldin hátíðleg með the quintessential American family (að sögn snargeðbilaðri, það er ágætt því ég er svo vön svoleiðis löguðu heiman frá ;), þ.e. fjölskyldunni hans Gregorís skólafélaga míns. Hann er góðhjartaður maður og bauð litla Íslendingnum í geimið svo hún fengi nú áreiðanlega að upplifa alvöru bandaríska þakkargjörðarhátíð. Fjölskyldan býr í Maryland og þangað ætlum við að aka á skrjóðnum hans Greg á miðvikudegi, belgja okkur út af mat og fara í sjómann við afa gamla, fara svo e-ð að flakka um austrið og koma til baka til Íþöku á sunnudegi. Gaman gaman. Það er vonandi bara að fjölskyldan fari ekki að gruna drenginn um græsku þegar hann svo kemur í jólafríinu heim með argentínsku kærustuna!!
Nú, og flugmiðinn til Gamla heimsins kom í póstinum á föstudaginn. Ég flýg heim 21. des eftir undisslegum krókaleiðum verðlagningarkerfis Flugleiða, ber skerið mitt (quoting jákvæðan kvenkyns bandarískan túrhest fyrir mörgum árum síðan: "Who would EVER want to live on this piece of shit??") augum í ca. hálfan annan tíma og svo áfram til Köben. Eftir vikudvöl hjá bróður mínum og fjölskyldunni hans (og á djamminu með Gunnari Hrafni, ja, mein Name ist Gisela) fer ég svo heim til Íslands og þar er sko margt á döfinni, m.a. heilt brúðkaup hjá honum Teiti bróður mínum (stjúpbróður, to be precise) og Ingunni kærustunni hans. Iiii, hvað það verður gaman. Svo eru náttla fjölskyldan og vinirnir sem verður að hitta... ég hlakka bara alveg massívt til!
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli