... and the livin´ is easy...
Gasalega gott að fá smá frí, svei mér þá. Það er reyndar bara löng helgi, frí mánudag og þriðjudag, en það munar svei mér um minna. Sat fyrri partinn í dag og fór yfir próf og heimaverkefni, fór svo um þrjúleytið heim og náði í hana Deepti til að fara í búðir. Við ætluðum bara í ódýru tölvubúðina í mollinu en enduðum í alvöru innkaupaleiðangri og svaka skemmtilegum kvöldmat á pizzustað í bænum. Agalega gaman. Á morgun er svo planaður göngutúr í e-m nálægum state park með kunningja okkar frá Argentínu. Kannski við verðum heppin og fáum jafngott veður og var í dag, algjör rjómablíða sem í mínum huga á helst við í júlí. Samt fer svona sólskin alveg sérstaklega vel við haustlitina á laufunum, og ég tek sko myndavélina með í gönguna á morgun!!!
laugardagur, október 11, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli