sunnudagur, október 24, 2004

Fourier

Er byrjuð að læra um Fourier-raðir. Seint hefði stærðfræðikennarann minn í 3ja bekk í MR grunað að ég ætti eftir að ná þetta langt á menntabrautinni (njólinn að tarna tók mig á eintal einhvern tímann og sagði mér að það væri herfilegur misskilningur hjá mér að ætla að fara út í raunvísindi, ég ætti að einbeita mér að mýkri vísindum... ætli það sé ekki allt honum að kenna að ég varð jarðfræðingur?? Þrjóskan, þið vitið.). Ekki það að ég sé að taka Fourier í nefið neitt, en raðirnar hans eru flottar.

Óperan var ágæt. Í fyrsta þætti var aðalsaungvarinn reyndar agalega dempaður eitthvað en hann hristi það af sér eftir fyrsta hlé. Hefur kannski fengið sér engifer-te og fíkjukex, hver veit? Mikið hefur lífið nú verið einfalt og brautin bein fyrir konur á þessum tíma; allt snúist bara um eiginmanninn. Sérlega athyglisvert hvernig blessunin hún Desdemóna brást við þegar hún sá að hann Óþelló ætlaði að drepa hana: Emilía mín, hvar er brúðarkjóllinn minn? Best að vera sæmilega til höfð svona síðustu mínúturnar, ó mig auma. Vona að í hennar sporum hefði ég haft the presence of mind til að bara kála honum í staðinn... svona delar eiga náttla ekkert með að vera að láta ljúga framhjáhaldi og veseni upp á konurnar sínar og drepa þær í afbrýðisemiskasti. Fussu svei.

Engin ummæli: