Djö.. líður tíminn hratt. Strax komin næsta helgi, svei mér þá. Ætla ekki að fara að þramma um fjöll (hvað þá firnindi) þessa helgina heldur hósta grillveislu fyrir skandinavíska klúbbinn annað kvöld. Það væri nú ágætt ef rigningin sem hefur vökvað bæinn undanfarna tvo daga myndi draga sig í hlé svona rétt á meðan pulsurnar hitna.
Annars allt með kyrrum kjörum. Nema náttla að einhver andskoti komst í Silfurskottu mína og núna þarf ég að strauja harða diskinn. Viðgerðarmennirnir bara klóra sér í hausnum og segja mér að þessu sé ekki viðbjargandi, nettengingarnar eru allar úr lagi og verða bara verri og verri. Merkilegt.
Svo rakst ég á þessi skrif vinkonu minnar í NYC um daginn. Endilega kíkið á þetta, sniðugar pælingar.
föstudagur, október 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli