Þá er doktorsgráðunefndin mín að verða tilbúin, íha! Tveir prófessorar í jarðfræðinni komnir á blað og á föstudaginn fer ég að negla þann síðasta, prófessor í jarðvegsfræðum og tölfræði. Ég ætla sem sagt, skv. eyðublaðinu sem er í útfyllingu, að verða doktor í jarðefnafræði með landmótunar- og tölfræði sem aukafög. Eins gott að ég lét ekki undan þrýstingi að taka efnafræði eða stærðfræði til hliðar, þá væri ég nú bara á leið í gröfina.
Líst bara vel á þetta. Það hjálpaði líka mikið að tala við þessi tvö prófessör sem ég talaði við í dag, þau sjá skóginn þar sem ég sé bara tré og þau sýndu mér þennan skóg sem ég var að lýsa fyrir þeim án þess að vita það. Schön.
þriðjudagur, október 19, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli