Íslenskt veður þarna úti - dumbungur og grátt. Logn og þurrt en það rignir laufblöðum, rauðum og gulum og brúnum.
Mér var sagt áðan að ég væri svo íslensk í dag. Kannski þad sé H&M pilsið mitt sem gerir það? Já, og Camper stígvélin? Íslenskt, einmitt.
Dró meðleigjendur mína með mér á forsýningu á Alfie i gær og var minnt á hvað evrópskir karlmenn hafa milljón sinnum betri fatasmekk en bandarískir kynbræður þeirra. Myndin er fín og Jude alltaf sætastur.
mánudagur, október 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli