Var ég búin að segja ykkur frá þessari? Las hana um daginn og var mjög hrifin. Takk, pabbi og Sigga!
Fann svo þessa á tilboðsborði í kampus-bókabúðinni fyrir löngu síðan. Líklega fyrsta sinn sem ég hef þurft að þræla mér í gegnum bók af þessum toga á þrjóskunni einni saman. Hún er ömurleg, fjallar bara um höfundinn að vera skíthræddur í fallegum firði í Alaska. Ekki meira svona, takk.
Er núna að lesa Toni Morrison, n.t.t. þessa hér. Hún er góð á sinn hátt en mjög dimm og lífið vont við alla sem við sögu koma. Ekki beinlínis bókin sem ég myndi hafa með mér á eyðieyju en fín til að losna við fyrstu einkenni sjálfsvorkunnar í daglega lífinu.
Önnur sem ég las nýlega er þessi klassík úr fjallalitteratúr. Fékk hana lánaða hjá Ernu og Mödda og þarf að drífa mig að skila henni. Þau lánuðu mér líka þessa hér, sem er aðeins meira módern og meira og minna alveg frábær, eins og við er að búast af Jon Krakauer.
mánudagur, október 11, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli