Þessi frétt sendi mig beint inn á Nature-vefinn. Einn höfunda greinarinnar um ratvísi íslenskra jaðrakana er T. Sigurbjörnsson, til heimilis að "Langhús, Fljót 570, Iceland". Mér finnst alveg svakalega smart að eiga grein í virtasta náttúruvísindatímariti okkar tíma og vera ekki frá æðri menntastofnun. Go, Mr. T!
Annars fannst mér fyrirsögn Moggans nokkuð merkileg: Vísindamenn agndofa yfir ratvísi íslenskra jaðrakana. Ætli þessir ratvísu jaðrakanir hafi sérlega sterka þjóðerniskennd? Af hverju skyldu þeir ekki vera breskir??
miðvikudagur, október 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli