mánudagur, október 04, 2004

Þjóðarmorð

Hvað eiga nasistar, Ku Klux Klan og konur sem fara í fóstureyðingu sameiginlegt?

Jú, öll stunda þau þjóðarmorð.

Eða svo segja konur sem standa á aðaltorginu hér á háskólasvæðinu og bera spjöld þessa efnis. Máli sínu til stuðnings sýna þær myndir af gyðingum í fjöldagröfum, blökkumönnum hangandi í trjám og 12 vikna gömlum sundurtættum fóstrum.

Ef ég væri blökkukona eða afkomandi fólks sem lifði af helförina myndi ég segja þessum kellum að skammast sín. Mest myndi mig samt langa að vita hvort einhver þeirra myndi virkilega frekar vilja deyja á meðgöngu ef hún yrði lífshættulega veik út af óléttunni heldur en að láta eyða fóstrinu.

Og svo er allt í lagi að stunda dauðarefsingar, líka á ósakhæfu fólki og unglingum...

Engin ummæli: