mánudagur, október 25, 2004

Sköpunin og glæpir gegn mannkyni

Að hita gamalt kaffi upp í örbylgjunni og drekka það svo hlýtur að vera einhver voðalegasti glæpur sem hægt er að fremja án þess að vera send í fangelsi fyrir. En gulrótarkökusneiðin sem ég var að kaupa úti í beyglubúð er sem betur fer svo stór að ég verð líklegast farin úr kjálkaliðnum áður en ég næ að fá mér sopa af glæpakaffinu.

Merkilegt fyrirbæri sem ég hef upplifað í ca. hálfan annan mánuð á svo að segja hverju einasta ári síðan ég komst til (svokallaðs) vits: Þegar vinnan í skólanum virkilega kicks in síðla hausts og dagarnir verða um leið dimmari og styttri þá hellist yfir mig alveg yfirgengileg þörf fyrir fallega hluti og að búa eitthvað til. Ég dreg fram úr pokahorninu gömul prjónablöð, hrúga öllum kertastjökunum mínum (eða hvað það nú er sem ég á álitlegt í það og það skiptið) á eitt borð til að njóta smá overflod af einhverju sem glatt getur fegurðarskynið, hugsa upp föt sem mig langar að sauma (ég hef nb ekki komið nálægt saumavél í mörg ár) og leikrit sem mig langar að setja á svið og lög sem mig langar að syngja og bækur sem ég hef lengi ætlað að skrifa... og um leið á ég eiginlega bara að vera að lesa skólabækur og troða í mig visku. Af hverju ætli þetta sé? Er þetta heilinn að krepera á lógík, eða örvar öll rökrétta hugsunin e-ar aðrar stöðvar?

En það er náttla alveg hægt að vera kreatívur í vísindunum líka (ehemm, það er eiginlega bara ekki hægt að stunda vísindi án sköpunargáfu, svei mér þá). Held ég verði að reyna að beina orkunni þangað þó mig langi miklu miklu meira að sauma mér flottan kjól eða skrifa ljóð...

Engin ummæli: