Þessa dagana er ég að berjast í gegnum alveg ótrúlega magnaða bók (sem kemur bráðum í bíó) sem heitir Touching the Void (ég yfirgaf Pí litla í björgunarbátnum á Kyrrahafi með Bengaltígrinum en ætla að snúa aftur til þeirra nú á næstu dögum). Sú fjallar um tvo fjallgöngukappa sem lenda í ómanneskjulegum hremmingum í Andesfjöllunum. Annar dettur og fótbrotnar illa og hinn þarf að láta félaga sinn síga niður óralanga leið af fjallinu, gegnum óveður og grimmilegan kulda og miklar kvalir á stórhættulegri leið. Svo kemur að því að sá slasaði hrapar fram af ískletti einum miklum og munar litlu að hann taki félaga sinn með sér í fallinu. Klukkustundum saman eru þeir þarna aðskildir en samt algjörlega upp á hvorn annan komnir, hver á sinn mjög svo ólíka hátt; sá slasaði veit að reipið milli þeirra er eina lífsvon sín meðan sá óskaddaði veit að reipið á milli þeirra mun líklegast drepa hann, þungi þess slasaða draga hann niður og fram af brúninni. Hann gerir það eina sem hægt er að gera í stöðunni: sker á reipið.
Og víkur þá sögunni ofan í sprunguna. Þar hangir sá slasaði, frávita af kvölum og hræðslu, dinglar í lausu lofti og sér ekki til botns í þessari hrikalegu sprungu sem hann hefur hafnað ofan í. Hann öskrar og grætur og veinar og biður og þegir og gefst upp, fær móðinn á ný og allan tímann vitum við að uppi er löngu búið að skera á reipið.
Ég var frá mér heilan dag í skólanum núna nýlega, vitandi af manninum hangandi svona á skornu reipi og ekki enn komið kvöld uppi í rúmi til að vita hvernig fallið yrði.
Merkileg frásagnarlist.
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Eg vann!!!
Jibbi, eg vann kok i tappa i landi allsnaegtanna. Hurra!!
Viðbætur: Já, "kok i tappa" er ekki alveg auðþekkjanlegt sem kók í tappa, svona þegar maður þarf að blogga einhvers annars staðar en á Skottu.
Viðbætur: Já, "kok i tappa" er ekki alveg auðþekkjanlegt sem kók í tappa, svona þegar maður þarf að blogga einhvers annars staðar en á Skottu.
laugardagur, nóvember 22, 2003
Leti og ómennska með afbrigðum!!
Síðan í stærðfræðiprófinu á fimmtudagskvöldið var hef ég verið í einhverri gríðarlegri afslöppun, bara látið allt sem heitir skyldurækni og stress alveg eiga sig. Ég tók afskaplega meðvitaða ákvörðun um að slaufa stæ-tímanum í gærmorgun (enda verið að fara í l´Hopital, eitt af því afar fáa sem ég man úr öldunginum í MH) og svaf á mínu græna til rúmlega hálfellefu (reyndar fór ég ekki að sofa fyrr en um þrjú-leytið, enda skipið hans Pí litla að farast úti á miðju Kyrrahafi og maður skilur ekki við vini sína í miðjum slíkum hremmingum). Dagurinn varð einstakelga ópródúktívur, fór í spjall við skrifstofufélagana og göngutúr á the Plantations með henni Meghan og hundinum hennar, honum Ripley, og innkaupaferð til að kaupa sushi-dót fyrir roll-your-own sushi-boðið sem jarðfræðingarnir héldu um kvöldið. Dagurinn í dag hefur ekki verið hótinu "betri" að þessu leyti, ég svaf frekar lengi og fór í skólann bara til að draga Greg (Brian nennti ekki) út á bóndamarkaðinn sem ég hafði aldrei heimsótt, nú svo var það kaffihúsaferð og bíógláp (fór að sjá Lilya 4-ever sem er búið að vera á stefnuskránni lengi). Massív leti!!!
föstudagur, nóvember 21, 2003
Merkilegur andskoti þessar tölvur
og það skal sko enginn reyna að segja mér að þær hafi ekki sjálfstæðan vilja!! Nú er hún Skotta mín t.d. búin að hafa mig að kjána í heila viku með því að opna bara gamlar netsíður fyrir mig. Síðan á fimmtudaginn var hefur neflilega enginn bloggur í mínum bloggkreðsi verið uppdeitaður, og eins og þið eflaust skiljið er það ekki norMalt, endurtek, EKKI norMalt, að m.a. Stína fína, Erna, Væla vein og Siggi pönk fari öll í bloggfall samdægurs. Enda gerðu þau það ekkert, nehei. Skottan hefur bara geymt síðurnar þeirra í minni sér og ekkert séð ástæðu til að trufla sítenginguna okkar til að ná í ferskar birgðir af bloggi handa mér, ég á hvort sem er bara að vera að læra og reikna diffurjöfnur og á bara að HÆTTA þessu Internet-vappi. Takk mamma Skotta. Ferskar birgðir kosta klikk á refresh-hnappinn, og hvernig í ósköpunum blessaðri kellingunni minni datt þetta í hug er mér hulin ráðgáta. Ætli það hafi eitthvað með geimveruleitina mína að gera??
Annars allt svona lala að frétta, gæti bitsast alveg massívt út í próf og heimaverkefni en nenni því eitthvað takmarkað svona seint að kveldi. Get þó deilt því með ykkur að síðasta heimaverkefni í jarðefnafræði tók mig ca. 25 tíma í vinnslu (ó en SPENNANDI!!!) og í kvöld var hið þriðja og síðasta og sívinsæla hlutapróf í stærðfræði. Fyrstu 60% voru ok og síðustu 40% voru ógissla þung. Gaman að svona jafnvægi og samræmi í hlutunum :) Kannski við fáum prófið til baka fyrir Þakkargjörð??
En toppurinn á vikunni var óumdeilanlega pósturinn frá Ernu vinkonu þar sem hún segist ætla að koma í heimsókn í öppsteitið í janúar. Húrra!!!
Annars allt svona lala að frétta, gæti bitsast alveg massívt út í próf og heimaverkefni en nenni því eitthvað takmarkað svona seint að kveldi. Get þó deilt því með ykkur að síðasta heimaverkefni í jarðefnafræði tók mig ca. 25 tíma í vinnslu (ó en SPENNANDI!!!) og í kvöld var hið þriðja og síðasta og sívinsæla hlutapróf í stærðfræði. Fyrstu 60% voru ok og síðustu 40% voru ógissla þung. Gaman að svona jafnvægi og samræmi í hlutunum :) Kannski við fáum prófið til baka fyrir Þakkargjörð??
En toppurinn á vikunni var óumdeilanlega pósturinn frá Ernu vinkonu þar sem hún segist ætla að koma í heimsókn í öppsteitið í janúar. Húrra!!!
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Alvöru veður, loksins!!
Þegar ég fór í skólann í morgun var komið hálfgert vetrarveður, með blautu hagli og þyril-roki, ef svo má segja, um frekar hvassan vind sem ekki getur alveg ákveðið í hvaða átt hann á að blása. Þetta fannst mér að vonum æðislegt. Á leið heim úr skólanum eftir langan og strangan og leiðinlegan dag var mér til mikillar hugarhægðar enn þetta veður, rok úr öllum áttum og smá snjóflyksur á stangli í vindinum. Ég gekk meðfram gilinu eins langt og stígurinn nær í stað þess að ganga eftir götunum, til að reyna að hreinsa hugann af pirringi og neikvæðum hugsunum, og það var virkilega gott að heyra í rokinu í sölnuðum laufum trjánna, sjá trjástofnana svigna undan vindinum og snjóinn þyrlast í loftinu. Nú sit ég við skrifborðið mitt að læra og hlusta á vindinn, við undirspil Sigurðar Flosa og Gunnars Gunnarssonar á Sálmum jólanna... algjör snilldardiskur sem má spila á hvaða árstíma sem er.
Annars hefur veðrið hér verið alveg stórfurðulegt að undanförnu, í gær og fyrradag var t.d. svo hlýtt að maður gat verið úti bara á þunnum bol, og sumir (engar sumar) sprönguðu m.a.s. um í stuttbuxum. Reyndar er ég alveg sérstaklega óhrifin af þessari stuttbuxnamenningu hér, það er eins og karlmenn hér geri sér ekki grein fyrir því að kafloðnar spírur undan alltof víðum pokandi hnésíðum brókum er ekki sérlega sjarmerandi sjón og því nóg að þurfa að umbera hana yfir heitustu sumarmánuðina. Ég vona bara að þeir haldi ekki að þeir séu að gera okkur kvenþjóðinni einhvern greiða með þessum klæðnaði!!
Annars hefur veðrið hér verið alveg stórfurðulegt að undanförnu, í gær og fyrradag var t.d. svo hlýtt að maður gat verið úti bara á þunnum bol, og sumir (engar sumar) sprönguðu m.a.s. um í stuttbuxum. Reyndar er ég alveg sérstaklega óhrifin af þessari stuttbuxnamenningu hér, það er eins og karlmenn hér geri sér ekki grein fyrir því að kafloðnar spírur undan alltof víðum pokandi hnésíðum brókum er ekki sérlega sjarmerandi sjón og því nóg að þurfa að umbera hana yfir heitustu sumarmánuðina. Ég vona bara að þeir haldi ekki að þeir séu að gera okkur kvenþjóðinni einhvern greiða með þessum klæðnaði!!
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Ljota vesenid
Mikid er eg ordin ogissla threytt a thessum kursi sem eg er ad kenna i. Nu er eg buin ad eyda kveldinu i ad kenna labb i e-u sem eg hef ekki mikid vit a (en skil tho), hluti af thessu er ad undirbua labbid. Ok, thad gerdi eg i gaer og for svo med gognin til professorsins i dag og syndi honum (var nattla ekki buin ad fullvinna gognin eins og nemendurnir eiga ad gera) og honum leist bara vel a, allt i himnalagi. Svo kem eg hingad i labbid og byrja ad kenna, tha kemur i ljos ad i verklysingunum hans stendur ekki steinn yfir steini og allt fer i fokk. Svo eru thessi krakkagrey ad vinna af ser rassinn og fa endalaust rettar en samt vitlausar nidurstodur thvi gognin eru vitlaus - eda rettara sagt verklysingarnar. OTHOLANDI!! Fyrir tilviljun (professorinn var ekkert ad segja mer fra thessu, enda liklega ekki vitad af thvi thar sem hann hefur ekki lyft litla fingri fyrir kursinn undanfarin 15 ar) fann eg i tolvunum her skyrslur fra thessu labbi fra tvhi i fyrra, og thar var urvinnslan a gognunum allt odruvisi, endurtek, ALLT ODRUVISI en hann hafdi gefid fyrirmaeli um.
Eg held eg neydist bara hreinlega til ad drifa mig i verkfall.
Eg held eg neydist bara hreinlega til ad drifa mig i verkfall.
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Uforskammet, for helvete!!
Hún Deepti meðleigjandi minn á ammæli í dag og við hér búnar að baka köku und alles, svo kemur Deepti bara ekkert heim! Uss og fuss, við erum sármóðgaðar...
... eða bara uggandi um heilsu hennar. Hún er ALLTAF að læra. Svo þurfti hún að fara í próf í kvöld og við vorum nú bara nokkuð vissar um að hún kæmi heim strax eftir það og fengi þá, sér að miklum óvörum, heita brání beint úr ofninum með ís og namminamm. Hingað komu m.a.s. þrír vinir hennar sem öll eru samt að skila e-um verkefnum eða fara í próf á morgun. En afmælisbarnið? Týnt og tröllum gefið, meðan bráníin kólnar frammi á borði. Mu.
... eða bara uggandi um heilsu hennar. Hún er ALLTAF að læra. Svo þurfti hún að fara í próf í kvöld og við vorum nú bara nokkuð vissar um að hún kæmi heim strax eftir það og fengi þá, sér að miklum óvörum, heita brání beint úr ofninum með ís og namminamm. Hingað komu m.a.s. þrír vinir hennar sem öll eru samt að skila e-um verkefnum eða fara í próf á morgun. En afmælisbarnið? Týnt og tröllum gefið, meðan bráníin kólnar frammi á borði. Mu.
Hinsta kveðja
Ég er svo meyr í mér að þegar ég las kveðjubréfið hennar Sinead á síðunni hennar komst ég bara við. Synd og skömm að hafa aldrei séð hana á tónleikum. Fór neflilega áðan inn í plötubúðina við skólann og keypti kveðjualbúmið hennar (á útsölu, búðin að hætta... bö) og er að hlusta á þá núna. Hef alltaf verið sérlega hrifin af þessu lagi, ekki síst því textinn er svo magnaður, alveg eins og textinn við titillag annarrar plötu hennar (sem ég komst yfir, alla vega),þetta kunni ég náttla utan að bæði aftur á bak og áfram í gamla daga. Og auðvitað þetta, varla hægt að eiga betra lag í sarpinum til að setja sem síðasta lagið á síðasta diskinn sinn.
Bíódagar
Cornell-bíóið er alveg ágætt. Svona artí-fartí bíó sem sýnir líka "venjulegar" myndir inn á milli, svona Karíbahafs-sjóræningjamyndir innan um Fassbinder-festivala og mis-obscure myndir frá fjarlægum heimshornum. Við Nicolas skelltum okkur einmitt á "Die Ehe von Maria Braun" í gærkvöldi og vorum mjög hrifin, stefnan sett á að fara að sjá Fox og vini hans í næstu viku og hin bitru tár Petru von Kant í þarnæstu. Dagurinn í dag er einmitt kjörinn fyrir bíógláp, rok og rigning á la Reykjavík!
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Kommentakerfið komið
Mig langar bara að vekja athygli ykkar á því að ég hef fórnað tíu mínútum af lífi mínu í að setja upp kommentakerfi á síðuna mína, ykkur er meira en velkomið að notast við þetta kerfi til að segja mér hvað bloggurinn minn er frábær og hvað þið hlakkið ógúrlega til að sjá mig um jólin... eða eitthvað.
Frí og aftur frí
Tjah, núna rúlla fríin bara inn eitt af öðru. Eftir rúma viku (eða rúmar tvær vikur, ekki alveg viss og nenni ekki að gá) er Þakkargjörðarhátið sú sem landar mínir eru alveg að verða búnir að ná að apa eftir stóra bróður í vestri, og svo eftir nokkrar vikur (langar ekki að vita eftir alveg hve margar, nóg að vita að einhvern tímann verða þær allar liðnar) byrjar svo hæstvirt jólafríið. Stefnt er á ferðalög í báðum þessum fríum, skal þeim plönum nú lýst:
Þakkargjörðarhátíðin verður haldin hátíðleg með the quintessential American family (að sögn snargeðbilaðri, það er ágætt því ég er svo vön svoleiðis löguðu heiman frá ;), þ.e. fjölskyldunni hans Gregorís skólafélaga míns. Hann er góðhjartaður maður og bauð litla Íslendingnum í geimið svo hún fengi nú áreiðanlega að upplifa alvöru bandaríska þakkargjörðarhátíð. Fjölskyldan býr í Maryland og þangað ætlum við að aka á skrjóðnum hans Greg á miðvikudegi, belgja okkur út af mat og fara í sjómann við afa gamla, fara svo e-ð að flakka um austrið og koma til baka til Íþöku á sunnudegi. Gaman gaman. Það er vonandi bara að fjölskyldan fari ekki að gruna drenginn um græsku þegar hann svo kemur í jólafríinu heim með argentínsku kærustuna!!
Nú, og flugmiðinn til Gamla heimsins kom í póstinum á föstudaginn. Ég flýg heim 21. des eftir undisslegum krókaleiðum verðlagningarkerfis Flugleiða, ber skerið mitt (quoting jákvæðan kvenkyns bandarískan túrhest fyrir mörgum árum síðan: "Who would EVER want to live on this piece of shit??") augum í ca. hálfan annan tíma og svo áfram til Köben. Eftir vikudvöl hjá bróður mínum og fjölskyldunni hans (og á djamminu með Gunnari Hrafni, ja, mein Name ist Gisela) fer ég svo heim til Íslands og þar er sko margt á döfinni, m.a. heilt brúðkaup hjá honum Teiti bróður mínum (stjúpbróður, to be precise) og Ingunni kærustunni hans. Iiii, hvað það verður gaman. Svo eru náttla fjölskyldan og vinirnir sem verður að hitta... ég hlakka bara alveg massívt til!
Þakkargjörðarhátíðin verður haldin hátíðleg með the quintessential American family (að sögn snargeðbilaðri, það er ágætt því ég er svo vön svoleiðis löguðu heiman frá ;), þ.e. fjölskyldunni hans Gregorís skólafélaga míns. Hann er góðhjartaður maður og bauð litla Íslendingnum í geimið svo hún fengi nú áreiðanlega að upplifa alvöru bandaríska þakkargjörðarhátíð. Fjölskyldan býr í Maryland og þangað ætlum við að aka á skrjóðnum hans Greg á miðvikudegi, belgja okkur út af mat og fara í sjómann við afa gamla, fara svo e-ð að flakka um austrið og koma til baka til Íþöku á sunnudegi. Gaman gaman. Það er vonandi bara að fjölskyldan fari ekki að gruna drenginn um græsku þegar hann svo kemur í jólafríinu heim með argentínsku kærustuna!!
Nú, og flugmiðinn til Gamla heimsins kom í póstinum á föstudaginn. Ég flýg heim 21. des eftir undisslegum krókaleiðum verðlagningarkerfis Flugleiða, ber skerið mitt (quoting jákvæðan kvenkyns bandarískan túrhest fyrir mörgum árum síðan: "Who would EVER want to live on this piece of shit??") augum í ca. hálfan annan tíma og svo áfram til Köben. Eftir vikudvöl hjá bróður mínum og fjölskyldunni hans (og á djamminu með Gunnari Hrafni, ja, mein Name ist Gisela) fer ég svo heim til Íslands og þar er sko margt á döfinni, m.a. heilt brúðkaup hjá honum Teiti bróður mínum (stjúpbróður, to be precise) og Ingunni kærustunni hans. Iiii, hvað það verður gaman. Svo eru náttla fjölskyldan og vinirnir sem verður að hitta... ég hlakka bara alveg massívt til!
Dýravernd...
Vá hvað ég á erfitt með að skilja fólk sem ekki borðar dýr af samviskuástæðum, allra síst dýr sem veidd eru úti í náttúrunni, og fær hroll yfir myndum af Grænlendingum eða Japönum að veiða hvali í flæðarmálinu og "oj allt vatnið var bara RAUTT"... og vill að Eskimóar drullist bara út úr íglúunum og éti Kókó Pöffs og annan nútíma og hendi selskinnsstígvélunum sínum á bálköst Grænfriðunganna sem komnir eru í heimsókn með rétttrúnað og Varðturna. Er ekkert sérlega æst í að skilja þessi firrtu attitúd, þó það gæti nú eflaust verið áhugavert, sérstaklega ef í boði væri harðfiskur, sviðakjammar og svartfugl að japla á meðan á umræðum stæði!!
föstudagur, nóvember 07, 2003
Prílipríl
Dreif mig í kvöld með Hlynskóga-sambýlinu að klirra í stærsta innanhússklifruvegg N-Amríku sem er einmitt hér á kampus. Ooo, það var ógissla gaman og ég er svo þreytt í handleggjunum að ég get varla slegið á lyklaborðið. Agaleg leti og ómennska að hafa ekki drifið sig fyrr. Nú er bara stefnt á að fjárfesta í kalkpoka (svo ég renni ekki af veggnum jafnoft) og draga e-a af félögunum með í klirrið. Æi, þetta er svo ágætt.
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Verum meðvituð!!
Hún Kidda vinkona sendi mér þetta, mæli með þessu sem ágætis upplyftingu og hugsanavaka í skammdeginu.
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Aldrei fullorðin!!
My inner child is ten years old!
The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.
How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla
Frá henni Stínu fínu í Strumpalandi
mánudagur, nóvember 03, 2003
Endurfundir
Fór í bókabúðina á kampus í dag og gleymdi að kaupa blý í blýantinn minn (sem var erindið) en týndist þess í stað í general science- og stærðfræði-hillunum. Gekk út með Guns, Germs and Steel sem var stolið af hostelinu sem ég gisti á í Bariloche, sælla minninga eða hitt þó, þegar ég var búin með 4 kafla, og bleika stærðfræðibók sem heitir How to Solve It. Afar aðlaðandi nafn, ekki satt?? Og nú hlakka ég bara til jólafrísins!!!!
Láttu mig vera...
... helv. stærðfræði!!!
Ég sver það, stærðfræðiguðinn situr þarna uppi í sínum fílabeinsturni og hlær að mér. Það var próf í stærðfræðinni núna á fimmtudaginn og ég sat og lærði eins og berserkur alla vikuna. Mér gekk bara vel að læra og skildi allt og var bara sátt, með skothelt formúlublað og ca. 95% skilning á efninu að eigin mati. Hvað gerist??
Jú, klukkutíma fyrir prófið tek ég loks eftir því að formúlublöð eru ekki leyfð á prófinu. Á síðasta prófi sem ég tók (í öðrum kúrsi, nb.) mátti hafa svoleiðis björgunarhring á sér og ég hafði aldrei gert ráð fyrir öðru en að það mætti líka í þessum kúrsi. PANIKK!!! Hver getur lært allar formúlurnar á klukkutíma??? Heilinn fór algjörlega í baklás og prófið var eftir því. M.a.s. dæmi sem ég hefði átt að geta án helv. blaðsins fóru í vaskinn út af hreinræktaðri panikk minni. Um helgina reiknaði ég prófið aftur, og af samanburði við það sem ég sá þegar ég fékk prófið til baka í morgun sýnist mér að ég hafi tapað 25 stigum í baklásnum. ARG!!!
Ég sver það, stærðfræðiguðinn situr þarna uppi í sínum fílabeinsturni og hlær að mér. Það var próf í stærðfræðinni núna á fimmtudaginn og ég sat og lærði eins og berserkur alla vikuna. Mér gekk bara vel að læra og skildi allt og var bara sátt, með skothelt formúlublað og ca. 95% skilning á efninu að eigin mati. Hvað gerist??
Jú, klukkutíma fyrir prófið tek ég loks eftir því að formúlublöð eru ekki leyfð á prófinu. Á síðasta prófi sem ég tók (í öðrum kúrsi, nb.) mátti hafa svoleiðis björgunarhring á sér og ég hafði aldrei gert ráð fyrir öðru en að það mætti líka í þessum kúrsi. PANIKK!!! Hver getur lært allar formúlurnar á klukkutíma??? Heilinn fór algjörlega í baklás og prófið var eftir því. M.a.s. dæmi sem ég hefði átt að geta án helv. blaðsins fóru í vaskinn út af hreinræktaðri panikk minni. Um helgina reiknaði ég prófið aftur, og af samanburði við það sem ég sá þegar ég fékk prófið til baka í morgun sýnist mér að ég hafi tapað 25 stigum í baklásnum. ARG!!!
Ég sem hélt ég væri moll!!!
Eb major - you are warm and kind, always there for
your friends, who are in turn there for you.
You are content with your confortable life and
what you are currently achieving; if you keep
in this state you will go far.
what key signature are you?
brought to you by Quizilla
Halló-vín
Það var nú alveg á mörkunum að stuðboltinn hún ég ætlaði að nenna í eitthvað helv. hallærislegt grímubúningapartý á Hallóvín-kveldi. Ég lét mig nú samt hafa það, eins og sönnum fyrrverandi mannfræðinema sæmir, og viti menn, það var ÓGISSLEGA gaman.
Fyrsta mál á dagskrá var náttla búningur. Hvar á maður að finna svoleiðis seint um eftirmiðdag samdægurs? Hmmm... var að hugsa um að stela búningnum hennar Ernu vinkonu og vera hillbillí en eftir stutt rölt niðrí bæ var ég farin að spá hvort allir í Íþöku ætluðu að vera hillbillí líka - þar til ég loks fattaði að hér ERU allir hillbillí. Ekki sniðugt að dressa sig upp sem mock hillbillí. Kútvelti, og ákvað að vera bara glamúrus svona for en gangs skyld. Minnug þess hvad hún Dóró kærastan hans Markúsar hafði verið hrikalega flott e-n tímann fyrir löngu í e-u partýi með svona pallíettu- og fjaðragrímu ákvað ég að vera bara í því lúkki, og keypti alveg guðdómlega flotta grímu úr vínrauðu flaueli með gylltum pallíettum og fjöðrum, og vínrauða fjaðra"slöngu" (sem Letitia kallar bóuna) til að vefja um hálsinn. Geðveik pæja!!!
Partýið var haldið í kommúnu rétt við kampus, þar sem stúdentar með (væntanlega stórhættulegar) samvinnuhugsjónir búa saman í stóru húsi og skiptast á að elda matinn og þrífa klóið og halda huges partý. Öll jarðhæðin hafði verið strípuð af húsgögnum, og eiginlega bara strípuð almennt, og fyllt af fólki í ótrúlegustu múnderingum. Þegar ég segi fyllt meina ég fyllt, það voru áreiðanlega 200 manns þarna þegar mest var, og það finnst mér mikið fyrir eitt hús. Ég varð alveg fimm ára aftur þarna, hoppaði næstum af kátínu yfir öllu þessu skrýtna og skemmtilega sem fyrir augu bar og þegar Lína Langsokkur birtist var ég hálfhissa á að hún skyldi ekki halda á hestinum sínum í annarri hendi.
Í gærkveldi hélt svo Halló-vín áfram (án víns þó í þetta skiptið) þegar við skólafélagarnir tókum okkur frí frá bókunum til að sjá uppáhaldið mitt hann Johnny Depp í Pirates of the Caribbean. Oh, mér finnst hún æði, ég elska að geta slökkt á raunveruleikanum í smástund og bara horfið inn í annan heim, alveg eins og í partýinu. Er hallóvín ekki til þess gert???
Fyrsta mál á dagskrá var náttla búningur. Hvar á maður að finna svoleiðis seint um eftirmiðdag samdægurs? Hmmm... var að hugsa um að stela búningnum hennar Ernu vinkonu og vera hillbillí en eftir stutt rölt niðrí bæ var ég farin að spá hvort allir í Íþöku ætluðu að vera hillbillí líka - þar til ég loks fattaði að hér ERU allir hillbillí. Ekki sniðugt að dressa sig upp sem mock hillbillí. Kútvelti, og ákvað að vera bara glamúrus svona for en gangs skyld. Minnug þess hvad hún Dóró kærastan hans Markúsar hafði verið hrikalega flott e-n tímann fyrir löngu í e-u partýi með svona pallíettu- og fjaðragrímu ákvað ég að vera bara í því lúkki, og keypti alveg guðdómlega flotta grímu úr vínrauðu flaueli með gylltum pallíettum og fjöðrum, og vínrauða fjaðra"slöngu" (sem Letitia kallar bóuna) til að vefja um hálsinn. Geðveik pæja!!!
Partýið var haldið í kommúnu rétt við kampus, þar sem stúdentar með (væntanlega stórhættulegar) samvinnuhugsjónir búa saman í stóru húsi og skiptast á að elda matinn og þrífa klóið og halda huges partý. Öll jarðhæðin hafði verið strípuð af húsgögnum, og eiginlega bara strípuð almennt, og fyllt af fólki í ótrúlegustu múnderingum. Þegar ég segi fyllt meina ég fyllt, það voru áreiðanlega 200 manns þarna þegar mest var, og það finnst mér mikið fyrir eitt hús. Ég varð alveg fimm ára aftur þarna, hoppaði næstum af kátínu yfir öllu þessu skrýtna og skemmtilega sem fyrir augu bar og þegar Lína Langsokkur birtist var ég hálfhissa á að hún skyldi ekki halda á hestinum sínum í annarri hendi.
Í gærkveldi hélt svo Halló-vín áfram (án víns þó í þetta skiptið) þegar við skólafélagarnir tókum okkur frí frá bókunum til að sjá uppáhaldið mitt hann Johnny Depp í Pirates of the Caribbean. Oh, mér finnst hún æði, ég elska að geta slökkt á raunveruleikanum í smástund og bara horfið inn í annan heim, alveg eins og í partýinu. Er hallóvín ekki til þess gert???
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)