föstudagur, júlí 30, 2004

Íbúð kveldsins

Þá er íbúðarleitin hafin á ný. Þetta fer að flokkast undir áhugamál mitt, ég bara geri varla annað. Við tvær sem fórum á stúfana í vor og fundum okkur íbúð til að leigja næsta vetur höfum ákveðið að slíta sambúðinni áður en hún hefst. Nú á bara eftir að ákveða hvor okkar fær íbúðina unnndisslegu á Austur-Senecastræti. Ég vona náttla innst inni að ég fái hana, hún er svo krúttleg! Svo er líka svo leiðinlegt að skoða íbúðir og erfitt að finna eitthvað brúklegt fyrir viðráðanlegan péning. Aldrei teppi aftur, t.d., það er engin smákrafa hér í Amríggu.

Nú, en íbúð kveldsins verður hins vegar óumdeilanlega íbúðin hans Jasons. Hún er með teppi (og ketti líka) og því í nokkurri ónáð hjá mér, en þar sem ég þarf ekki að búa þar má mér nú vera nokk sama. Til stendur að elda beer-can chicken (bjórdós upp í óæðri endann á kjúllanum og svo á grillið, agalega vinsælt hér...), bjóða upp á hákarl og brennivín í forrétt og horfa svo á skandinavíska snilld í vídeóinu, Börn náttúrunnar (til að skæla smá) og Elling (til að hressa sig við eftir skælið). Þetta gæti orðið hin besta skemmtun og ágæt byrjun á non-verslunarmannahelgi.

Engin ummæli: