Hérna, dó einhver nýlega í umferðarslysi í Grafningnum?? Ég var þar á ferð í góða veðrinu í kvöld (eftir bíltúr upp í Borgarfjörð og yfir Kaldadal inn á Þingvelli með mútter) og sá þar alveg ótrúleg hjólför þar sem einhver kom niður brekku, greinilega á fljúgandi ferð, og missti af beygjunni sem tók við eftir brekkuna. Í staðinn fór viðkomandi út af og hlýtur, ef eðlisfræðilögmál gilda enn hér á jörðu, að hafa steypst ofan í lítið gil. Þar var hins vegar ekkert bílhræ svo ég gæti séð, en hins vegar héldu hjólförin áfram utan í gilinu, í ca. 40° halla og með smá ummerkjum um að bíllinn hafi helst viljað renna niður en ekki fengið það, og upp á veg aftur. Ég hélt ég væri á lyfjum þegar ég sá þetta, svona lagað á ekki að vera hægt. Nema viðkomandi hafi verið á svona geðveikislega mikilli ferð... þarna öðlast slagorðið "hraðann eða lífið" duldið tvíræða merkingu.
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli