Á flugvellinum á Egilsstöðum var múgur og margmenni þegar við mættum þar á miðvikudaginn fyrir viku til að hefja gönguna okkar. Leggja skyldi hornstein að álveri Alcoa á Reyðarfirði þennan dag og margir helstu ráðamenn þjóðarinnar og Landsvirkjunarkónar flugu austur til að vera viðstödd þann atburð. Einn Landsvirkjunarmanna er faðir gamallar vinkonu minnar úr Garðabænum og ég tók hann tali meðan við biðum eftir farangrinum.
Félagi hans tók eftir því að ég var göngulega búin og spurði hvert ferðinni væri heitið. Ég sagði honum að ég væri þarna með stórum hópi fólks sem ætlaði að ganga meðfram Sauðá og Jöklu og inn í Kringilsárrana til að sjá landið sem mun hverfa ef Kárahnjúkastíflan rís. Hann brosti nett hæðnislega út í annað og kom svo með þessa ódauðlegu speki: "Ertu ekki til í að segja ferðafélögum þínum frá mér að þið ættuð nú bara að taka næstu vél í bæinn aftur og koma aftur þegar lónið er orðið fullt. Þá verður allavega eitthvað að sjá þarna, þetta er allt svo karakterlaust þarna uppfrá hjá Sauðá".
föstudagur, júlí 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli