þriðjudagur, júlí 06, 2004

Bloggað úr mýrinni

Þá er kona bara komin heil og höldnu eftir langt ferðalag til Fróns, n.t.t. í gestaherbergið hjá mömmu í Safamýrinni. Nóg að gerast alveg hreint!

First things first: Þjóðhátíðarhelgi Bandaríkjamanna eyddi ég í Bender-kofanum, vígi jarðfræðideildarinnar minnar í Adirondacks-fjöllunum. Við í stjórn nemendafélagsins reyndum að hóa saman í ferð þangað, upprunalegur 10 manna hópurinn var orðinn að fjórum hræðum þegar loks var lagt af stað. Þar af erum við tvær í stjórninni. Við reynum að telja okkur trú um að við verðum ekki ásakaðar um fjárdrátt vegna þess að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að fá fleiri til að koma með. Bottom line: Deildin er full af félagsskítum!!!

Ferðin var stórskemmtileg. Við ókum út eftir á föstudaginn í brakandi blíðu og komum okkur fyrir í kofanum, svo eyddum við laugardeginum á kayökum og kanó á nálægum vötnum. Sólin skein í heiði og við náðum öll að sólbrenna á misgáfulegum stöðum; Louise brann á andlitinu, ég á lærunum og upphandleggjunum og Greg á ristunum! Julie er alltaf svölust og fékk bara fleiri freknur. Um eftirmiðdaginn var vatnið orðið það hlýtt að tilraunir til baða enduðu ekki á andköfum og krampaflogum, svo við svömluðum um í dágóða stund og ég nýtti tækifærið til að æfa mig í að fara upp í kayak á vatninu. Það gekk ágætlega eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þar sem ég náði m.a. næstum því að skafa holu í aðra rasskinnina með e-u helv. skrúfudrasli á skuti kayaksins.

Um kveldið skruppum við til Newcomb, næsta bæjar, til að sjá flugeldasýninguna þar í tilefni 4. júlí. Þetta var glæsileg sýning, næstum jafnflott og sú sem Íþökubær efndi til fimmtudagskvöldið áður í sama tilefni. Áhorfendasvæðið var rétt við skotsvæðið svo við urðum að liggja á bakinu til að sjá herlegheitin almennilega. Ekki ónýtt það. Ég fékk sem sagt mjög vænan skammt af flugeldum þessa helgina, fyrst svaðalegt sjóv í Íþöku og svo þetta í Newcomb. Sehr gut, ja.

Nú, á sunnudeginum gengum við fyrst upp á fjall eitt lítið, Goodnow-fjall, rétt aftan við kofann okkar og brunuðum svo í bæinn. Það er svo gaman að keyra á svona highways að ég bara á ekki orð! Verst að hraðatakmörk skuli vera til staðar, ég var ansi oft komin yfir 80 mílur/klst þar sem hámarkshraði er 65. Eins gott að vera ekki tekin, ég yrði bara hreinlega dregin fyrir rétt.

Meiri keyr keyr keyr meiri meiri meiri keyr á mánudeginum. Þá leigði ég bíl til að bruna til JFK, með viðkomu í NYC hjá Ernu vinkonu. Aftur ógissla gaman að keyra. Við Erna eyddum saman góða eftirmiðdagsveðrinu á Manhattan, röltum í Riverside Park og borðuðum mexíkanskt á Amsterdam Avenue. Á JFK skilaði ég svo bílaleigubílnum og var svo bara ápur en varði komin upp í flugvél á leið til Fróns. Íha. Verst hvað mðurinn við hliðina á mér í stappfullri vélini var uppáþrengjandi; hann reyndi svona 40 sinnum að brydda upp á samræðum þar sem ég sat með heddfónanda á hausnum, óperu í botni og grúfði mig yfir þýðingarverkefnið mitt í tölvunni. Sumir kunna bara ekki að take no for an answer. Einhvern veginn tókst mér nú samt að sofna og þegar ég vaknaði vorum við að lenda á Reykjanesinu. Rok, hraunflákar og hreint loft; það er ágætt að vera komin hingað aftur.

Engin ummæli: