miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Absúrd dagsins

Ó mig auma. Mikið SVAKALEGA á ég bágt akkúrat núna. Úff. Þetta getur ekki orðið neitt gaman. Hawaii???

Keypti miðann áðan. Flýg til Honolulu þann 25. mars, eyði föstudagskveldi í strápilsi á Waikiki-ströndinni og flýg svo yfir til Stóru Eyjunnar, n.t.t. Kona (borið fram "Kóna", eins og í "glæpon", eða þannig...) að morgni laugardagsins 26. mars. Eitthvað finn ég mér til dundurs þarna innan um eldfjöllin í sjö vikur, þangað til ég flýg til baka til heimsborgarinnar Sýrakusu þann 18. mai.

Vei!!!!

Engin ummæli: