Rigningin sem hefur plagað norðaustrið undanfarna daga lét í minni pokann fyrir snjó í morgun. Jibbí!!! Ekki seinna vænna þar sem síðustu snjóörðurnar síðan í janúar hurfu í gærkvöldi.
Skrölti með Eirík minn á dekkjaverkstæði svo hann færi ekki endanlega í jólaköttinn. Dekkin hans eru orðin ansi lúin, sérstaklega framdekkin (sennilega hefur spólið í hálkunni í vetur ekki haft mjög góð áhrif...). Fékk tvö ný dekk á hundrað kall en til að hægt væri að stilla þau almennilega hefði ég þurft að punga út öðrum þrjúhundruð kalli í varahluti... nei takk. Keyri garminn bara á vanstilltum dekkjum, réttur eigandi getur þá keypt ný dekk í sumar eða sent kallgarminn í kirkjugarðinn.
Tók svo blondínuatriði aldarinnar á dekkjaverkstæðinu. Á leiðinni þangað snjóaði og rúðuþurrkurnar höfðu ágætlega undan. Þegar ég svo keyrði burtu á nýju dekkjunum virkuðu þurrkurnar bara alls ekki, þær voru alveg steindauðar og rúðupissið líka. Ég fullvissaði sjálfa mig um að bíllinn væri í gangi (ég var jú á 35 mílna hraða...) og mín landlæga paranoia tók sig umsvifalaust upp: Kallarnir á verkstæðinu ætluðu að ná sér í aukapening með því að taka þurrkurnar úr sambandi, svona fyrst ég hafði prúttað dekkin niður í verði!! Ég stoppaði á bílastæði og fór út til að gá hvort þurrkurnar væru ekki alveg áreiðanlega enn á bílnum og hvort ég væri ekki alveg áreiðanlega á réttum bíl, svo brunaði ég bálill á verkstæðið aftur og spurði eigandann byrst í bragði hvort hann gæti útskýrt þessa undarlegu tilviljun fyrir mér, að þurrkurnar hefðu orðið bráðkvaddar þegar hans menn litu á bílinn minn. Maðurinn tók dónaskapnum í mér með stakri ró og sendi mann út að kíkja á dæmið. Sá ræsti Eirík og kveikti á rúðuþurrkunum sem runnu makindalega yfir framrúðuna eins og ekkert væri. HALLÆRISLEGT!!! Í eymd minni bað ég manninn að kenna mér galdraþuluna sem hann hefði þulið yfir Eiríki, hann bara yppti öxlum og horfði á mig með hinum voðalega "yeah, right" svip þegar ég reyndi að útskýra fyrir honum að þurrkurnar hefðu Í ALVÖRUNNI verið alveg dauðar. Allevejne, nú er ég gjörsamlega búin að skíta mig út á ódýrasta dekkjaverkstæði bæjarins og held ég verði bara að færa eigandanum súkkulaðikassa ef ég þarf einhvern tímann að leita til þeirra aftur.
Í eftirmiðdaginn var svo seminar í boði jarðfræðideildarinnar og civil engineering (hvað í mósköpunum heitir það á íslensgu??) um skjálftann mikla og tsunami-inn í desember. Það var ógissla gaman!!!!!!!
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli