mánudagur, febrúar 07, 2005
Sólbrunnin og sæl!!
Helgin var bara nokkuð góð. Við sváfum undir hálfberum himni í tvær nætur, skíðuðum/gengum/duttum umhverfis eitt fjall annan daginn og klifruðum bráðnandi ís hinn daginn og þurrkuðum blauta sokka og skó fyrir framan arininn í steikhúsi nokkru í ólympíuþorpinu Lake Placid. Það var sólskin og brakandi blíða yfir daginn, svolítið kalt á nóttunni og aldrei bærðist hár á höfði. Svoleiðis veður kallast ótrúlegt og svona ferðir kallast snilld.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli