miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Þelamörk, efri hæð

Aðvörun: SKÍÐAFÆRSLA!!!! Gæti reynst óinnvígðum óbærilega leiðinleg lesning!!

Já, mín er sko í sjöunda himni í kvöld. Ég fór á skíði núna áðan, sem er nú ekki í frásögur færandi, nema fyrir það að ég ákvað í þetta skiptið að segja fortíðarþrá og púrítanisma stríð á hendur og ná mér í alvöru nútíma-telemarkgræjur fyrir kvöldið. Þar sem skíðin góðu sem ég fékk hjá kunningja mínum Chris um daginn eru ekki búin að fara í "aðlögun" þá leigði ég skíði (ekki gönguskíði heldur downhill telemark-skíði) og plast-skíðaskó hjá Outdoor Education hér á kampus.

Og maður lifandi!! Eftir að detta í fyrstu tveimur þremur beygjunum á nýju skíðunum fór ég að finna mig í þeim og áður en ég vissi af var græna auðvelda brekkan orðin alltof auðveld, jafnvel í harðfenninu og skaranum, og moi allt í einu orðin meira kompetent telemarkari en ég hefði þorað að láta mig dreyma um! Næst prófaði ég bláa brekku sem ég hafði eitthvað verið að reyna við áður með skrautlegum árangri. Í annarri tilraun komst ég niður dettulaust. Þá var ekkert eftir nema klára kvöldið í erfiðustu brekkunni, mjórri og brattri black diamond, og ég bara massaði hana! Þurfti reyndar að stoppa milli allra beygjanna til að fara ekki út í skurð, en komst niður án einnar einustu byltu, sem eru nú annars orðnar mitt vörumerki í brekkunum.

Það sem ég er mest gáttuð (gáttuðust???) á er hvað græjurnar skipta ótrúlega miklu máli hérna. Árinni kennir illur ræðari o.s.v., en það virðist bara skipta höfuðmáli hvernig skíðum maður er á og hvernig skóm. Átti von á e-m framförum með betri græjur, ekki því að koma út úr skápnum :) Ari vinur minn var á sínum leðurskóm í kvöld og þjáðist sáran í harðfenninu, svo mikið að það lá við að ég væri með móral yfir hvað mér gekk vel. En hey, drengurinn fær ekkert að fara aftur án plastskóa í farangrinum. Fyrir mína parta, þá fá leðurskórnir og löngu mjóu gönguskíðin bara að dúsa heima héðan í frá þegar farið er í rísortið!

Engin ummæli: