Enn ein vikan byrjuð, djísús hvað tíminn líður hratt. Sit heima á þessum snjóuga mánudagsmorgni og velti vöngum yfir Helgafells-greininni sem ég er að vinna að með Magnúsi Tuma og Hugh. Greinin að tarna er búin að vera leeeeeeeeeennnnnnnnnnngggggggggiiii í vinnslu enn nú sér kannski loks fyrir endann á þessu. Við ættum að geta farið að koma henni inn fljótlega (ég hef nú sagt þetta áður...), þá eiga nú reyndar einhverjir gagnrýnendur eftir að rífa hana í sig og fara fram á alls konar breytingar og viðbætur og gvöðveithvað, en að þeim tríal loknum verður blessunin vonandi birt. Síðustu viðbæturnar komu frá honum Hugh fyrir tveimur vikum og ég er að plægja mig í gegnum textann hans og annarra um efni sem ég veit ekkert alltof mikið um (enn)... en þetta kemur allt með kalda vatninu.
Þarf svo að drífa mig upp á kampus og niður í kortaherbergi til að skoða, enn og aftur, landakortin af Reunion-eyju í Indlandshafi. Tveir Fransmenn gerðu viðamikla stúdíu þar fyrir einum 10 árum og ég er að leika mér að búa til módel úr gögnunum þeirra. Þeir/þær/þau (kann ekki nógu vel á svona frönsk nöfn) skráðu hins vegar ekki niður hnit á sýnin sín (voru GPS-tæki ekki orðin algeng árið 1993??) svo ég þarf að fara með lýsingar þeirra á staðháttum á bókasafnið og finna staðina á kortum. Dálítið úr sér gengin aðferðafræði...
Fór á skíði í gær (en ekki hvað???) með Jason grasekkli og stórvini mínum. Á staðnum voru líka Ása og Ármann, bæði Cornell-fólk, sem sögðu mér frá því að þau hefðu nýverið misst íbúðina sína í bruna sem leigjandinn á hæðinni fyrir ofan olli. Ekki fara að leggja ykkur þegar þið eruð að steikja beikon, krakkar, ok?!?!
Við skíðuðum á harðfenninu sem mest við máttum og seinni part kvölds fór að snjóa svo allt varð enn frábærara. Jason beitti mig mátulegum peer pressure til að fá mig niður bröttustu brekkuna á öllu svæðinu, hún var ekki bara brött heldur hreinlega heill svellbunki. Needless to say þá rúllaði ég niður og var orðin ekki mjög skapgóð þegar niður mesta brattann/svellið var komið. Nú, eftir fleiri bunur niður viðráðanlegri brekkur var haldið aftur til Íþöku þar sem Jason eldaði handa mér afmælissteik og nokkrir fleiri vinir kíktu í heimsókn. Ágætis afmælisdagur, sem sagt :)
mánudagur, febrúar 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli