Hvað er eiginlega hægt að vera þreytt og rotinpúrruleg í vinnunni?? Undanfarnar nætur hef ég verið eitthvað stressuð út af Hawai'i-ferð og fleiru og hef ekki náð að sofa sem skyldi... er orðin eins og uppvakningur... með bauga og hrukkur og hárstrý út í loftið. Mö. Afrek dagsins því frekar takmörkuð... skellti sápuvatni í 62 125-ml plastflöskur sem ég ætla að taka með til Hawai'i og fylla af árvatni þar. Sápuvatnið þarf að liggja þarna í einn dag svo þarf að snúa flöskunum við og láta þær standa á haus í einn dag og svo skola sápuna og setja sýru oní og sömu leikfimiæfingar endurteknar, á haus og kollhnís. Að þessu loknu fæ ég doktorsgráðu í uppvaski. Jibbí.
Telemark-festivalinn nálgast á svimandi hraða. Djæses kræses hvað það verður GAMAN!!!!
Guði sé lof, Chris labbfélagi er að fara heim. Það þýðir neflilega að sjálfsögðu að mér er óhætt að láta mig hverfa líka. Lifið heil
miðvikudagur, mars 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli