Ég verð nú að segja að mér finnst þið hundleiðinleg. Enginn kommentar á færslurnar mínar lengur. Ef þið farið ekki að taka ykkur saman í andlitinu fer ég bara að hætta þessu. Væl.
Nú, að öðru. Mér finnst ekki annað við hæfi en að láta ykkur öll, sem núna liggið andvaka í bælinu af spenningi yfir páskaegginu sem bíður ykkar í fyrramálið, vita að ég komst heil á húfi yfir á Stóru eyjuna, þrátt fyrir að gemsinn minn hafi gleymst í Waikiki og að ég hafi ekki átt bókað flug milli eyjanna. Flugfélagastarfsmenn, sérstaklega þeir sem svara símum og þurfa að kunna að telja upp að tíu, eru miklar mannvitsbrekkur og eiginlega uppáhaldsfólkið mitt. Ein svoleiðis sannfærði mig um það fyrir rúmri viku að hún væri búin að breyta fluginu mínu, svo mætti ég á flugvöllinn í morgun og bara sorrý Stína, þú misstir af fluginu þínu og þarft að kaupa nýjan miða. Það þarf eiginlega ekki að taka það fram að undirrituð gjörsamlega missti sig. Eftir þetta public display of affection er ég nokkuð viss um að Íslendingum verður ekki framar hleypt inn í fylkið.
Á stóru eyjunni er rok og rigning og hálfgert gæsahúðarveður. Hraunið er alveg svakalega svart og grasið alveg svakalega grænt og eitthvað finnst mér pálmatrén sem vaxa upp úr hraunreipunum stinga í stúf við grámosann sem býr í hraunflákum hugans. Kúrsinn sem ég er hér til að aðstoðar-kenna í byrjar á miðvikudaginn, þangað til er eiginlega bara frí og mér skilst að á mánu- og þriðjudaginn ætli ég í gönguferð að skoða gosið í Mauna Loa. Mér hlakkar svo mikið til að ég verð bara eins og fimm ára óviti, mér hefur neflilega alltaf langað að sjá hraun renna en aldrei tekist!! Vona það hafist í þetta skiptið.
laugardagur, mars 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli