miðvikudagur, mars 16, 2005
Góð!!
Er búin að gera mikið gagn í dag. Lítil græja til að mæla styrk jóna í vatni var biluð, og var það mjög miður því hún hentar svo vel til að nota úti í mörkinni og með nemendum á Hawaii. Tilraunir til viðgerða af hálfu framleiðandans voru ekki mjög miklar, í staðinn hentu þeir í okkur e-m hálfónýtum kapli sem virkaði ekki og kostaði 135 dollara. Ég skrifaði harðort kvörtunarbréf í nafni labbsins okkar og sendi á nokkra vel valda aðila og það bar þann árangur að við fáum glænýja græju okkur að kostnaðarlausu, þrátt fyrir að gamla græjan hafi verið löngu farin úr ábyrgð. Þarna sparaði ég okkur sirka þúsund dollara í nýtt júnit. Nú get ég með góðri samvisku farið í kaffi, þó ég hafi bara verið í vinnunni í kortér :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli