miðvikudagur, mars 23, 2005

Brottfararstress

Núna er Herdís ekki hress. Ég fer á föstudagsmorguninn til Hawai'i og er á fullu að undirbúa brottför. Óskipulögð eins og ég er þá er ég ekki búin að neinu og finn stressið hellast yfir. Það á eftir að senda hálft efnafræðilabb úr húsi og í viðbót á ég eftir að pakka öllum mínum eigum, koma þeim í geymslu og þrífa eftir mig á gamla staðnum. Ofan á allt þetta bætist að ég held að ég eigi eftir að verða gaga af að vera á Hawai'i í tæpar átta vikur.

Ergó: Ég er í fýlu. Urrr.

Engin ummæli: