fimmtudagur, mars 17, 2005
Vorið
er bara að koma. Úldið gras er farið að stingast upp úr snjónum út um allt og dagarnir eru að verða langir. Um sex-leytið um eftirmiðdaginn fer sólin að skína svo skemmtilega úr vestrinu á glerhýsin umhverfis bílastæðið sem ég sé út um labbgluggann minn og þá finnst mér ég vera að horfa á sindrandi vesturglugga sem brenni í húsunum. Sakna íslenska vorsins núna, þó ég viti reyndar ekki hvort það sé komið þarna í norðrinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli