Það var svolítið skrýtið í morgun þegar ég var að fara í skólann. Mér fannst í fyrsta sinn síðan ég flutti hingað eins og ég ætti virkilega heima í Íþöku. Kannski það sé öllum snjónum að þakka (það var neflilega 20 cm jafnfallinn snjór yfir öll, líka honum Eiríki mínum, í morgun). Kannski það hafi verið skíðaferðin í gærkvöldi með vinum mínum Ara og Simeon, sem eru alveg óborganlegir. Eða kannski það hafi bara verið hún Stella hárgreiðslukona sem ég rakst á úti í apóteki að spyrja mig hvort ég sé ekki kát með snjóinn.
Andabær rokkar sem sagt í dag. Skvibbí!
þriðjudagur, mars 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli