Ef einhver vill vera vondur við mig, þá er bara að biðja mig um að taka ákvörðun. Á gjörvallri jörðinni fyrirfinnst ekkert verra en að þurfa að ákveða sig.
North campus eða miðbærinn? Leigja með fullt af fólki eða bara Nikulási? ARG!!!
miðvikudagur, mars 31, 2004
þriðjudagur, mars 30, 2004
Gat ekki thetta:
Finnid markgildi (x^4*y + y^2) / (2*x^8 + y^2) thegar (x,y) stefnir a (0,0).
Er haegt ad einfalda fallid, eda stefnir thetta a null? Eg valdi sidari kostinn eftir sma yfirlegu... aetlidi nokkud ad segja mer ad thad se vitlaust?
Er haegt ad einfalda fallid, eda stefnir thetta a null? Eg valdi sidari kostinn eftir sma yfirlegu... aetlidi nokkud ad segja mer ad thad se vitlaust?
mánudagur, mars 29, 2004
i bandi
Fekk mer gemsa i gaer. Gemsa, ekki thessa bjanalegu amrisku sima sem hvergi virka. Reyndar fekk eg mer gemsa sem virkar bara i Amriku, timdi ekki fullt af pening i multiband-sima sem virkar i Evropu lika thvi eg a nu liklega eftir ad fara eitthvad litid thangad yfir a naestunni, th.e. thangad til eg verd "eligible for upgrading". En gemsi er alltaf gemsi og thar sem mer er mikid i mun ad Kaninn komist ut ur sinu taeknilega stofufangelsi styrki eg ad sjalfsogdu thad framtak ad gemsa-vaeda landid. Svo thurfa their bara ad koma a sms-sambandi vid umheiminn, tha verd eg sko alsael!
Ein a labbi
Alveg eru nemendur minir storkostlegir snillingar. Thau eru bara buin med labbverkefnid sitt a innan vid halfum odrum tima. Vinirnir ur hotelskolanum eru her ein eftir, thau eru nu svo saet ad engu lagi likist. Mer fannst thetta alveg bradskemmtilegt labb, ekki sist thvi eg laerdi alveg heilmikid a thvi sjalf og get nuna utskyrt geostrofiska hafstrauma (finn enga thydingu a thessu ordi a Netinu) og Coriolis-ahrifin (sem eg gret yfir i edlisfraeditimunum i HI a sinum tima) alveg fram og til baka med bundid fyrir augun og a haus, an thess ad ruglast. Held ad IQ-id mitt hafi farid upp a vid i kvold, svei mer tha!
Btw, hann Coriolis var enginn sma gaei!! Ekki Frakki fyrir ekki neitt.
Btw, hann Coriolis var enginn sma gaei!! Ekki Frakki fyrir ekki neitt.
sunnudagur, mars 28, 2004
Sumar!!!
Það er algjör bongóblíða hér í Íþöku þessa stundina. Fólk á stuttbuxum að sleikja ís og sólina. Moi, fölari með hverjum degi sem líður, inni á skrifstofu að sinna vektorum og hlutdeildun. Ætli það sé kominn tími á að flytja sig með lærdóminn upp á þak aftur?
Alltaf gaman í bíó... og framan við tölvuskjáinn ef ekki gefst annað
Eilíft sólskin hins flekklausa huga... duldið erfiður titill en segir allt sem segja þarf (eftir að mér tókst að læra romsuna). Bæði Jim Carrey og Kate Winslet, svo og allir hinir, standa sig svo vel að í nostalgíunni eftir að sýningunni lauk sá ég eftir að hafa ekki orðið leikkona.
Það sama gerðist meðan ég horfði á Sean Penn leika í Ég er Sam. Maðurinn er algjör snillingur þó myndin sé helst til utarlega á jaðri vemmileikans.
Í kvöld var það svo Ómar Sjaríf sem Herra Ibrahim. Alveg ágæt mynd, barmafull af lífsvisku og sjarmerandi söguhetjum.
Það sama gerðist meðan ég horfði á Sean Penn leika í Ég er Sam. Maðurinn er algjör snillingur þó myndin sé helst til utarlega á jaðri vemmileikans.
Í kvöld var það svo Ómar Sjaríf sem Herra Ibrahim. Alveg ágæt mynd, barmafull af lífsvisku og sjarmerandi söguhetjum.
laugardagur, mars 27, 2004
Allt að gerast
Ég þakka mikil og skemmtileg viðbrögð við síðasta pósti. Greinilegt að þessi listamaður, eða "listamaður" eftir því hvernig á það er litið, hefur hrist upp í fólki. Nú bara bíð ég spennt eftir að sjá hvort hann svari póstinum mínum...
Allevejne. Í dag fór ég bæði í bílaleit og húsaleit og fann a.m.k. bílinn. Vinur minn hann Nicolas (sem ætlar líka að verða meðleigjandi minn næsta vetur) á vin sem er að fara úr landi í eitt til tvö ár og þarf endilega að lána einhverjum þurfandi bílinn sinn á meðan. Ekki selja einhverjum bílinn, heldur lána. Þar sem ég er nokkuð bílþurfandi, og þekki Nicolas, stakk Nicolas því að vini sínum að ég væri kjörin til að hafa bílinn í láni. Því fórum við Nicolas í heimsókn til vinarins, og bílsins, núna áðan. Eftir smá rúnt um hverfið á Eiríki rauða, sem er við hestaheilsu þó aldurhniginn sé, taldist okkur öllum til að bíllinn og ég ættum einstaklega vel saman og ekkert því til fyrirstöðu að ég fari með forræði yfir honum þar til réttur eigandi kemur aftur frá Perú að ári eða tveimur liðnum. Bíllinn verður skráður á mitt nafn og ég fæ full afnot af honum, gegn því að skutla eigendunum út á flugvöll (JFK í NYC) einhvern tímann í júlí og vera svo góð við bílinn þar til þau koma til baka. Ég held ég hafi gert verri díla á ævinni.
Húsaleitin gekk eilítið hægar fyrir sig. Kunningjakona mín úr útiklúbbnum leigir þessa dagana íbúð niðri í bæ fyrir spottprís; við Nicolas vorum að hugsa um að leigja hana enda staðsetningin góð og verðið enn betra. Íbúðin er samt ekki alveg nógu æðisleg og við ætlum að skoða einhverjar fleiri áður en við ákveðum okkur. Mér stendur líka til boða að leigja herbergi í stóru húsi á norðurenda háskólasvæðisins, ekki alveg í miðbænum en allt í lagi staður samt; því húsi myndi ég deila með 3 eða fjórum öðrum. Það er aðeins dýrara en íbúð í bænum en á móti kemur að húsið er miklu stærra og maður verður aldrei einmana með svona marga meðleigjendur. Ég er svolítið tvístígandi um hvað ég á að gera í húsnæðismálum... læt ykkur vita hvernig þetta fer. Ég gæti svo sem bara alveg eins leigt mér sveitabæ eða eitthvað, komin með bíl og alles!
Allevejne. Í dag fór ég bæði í bílaleit og húsaleit og fann a.m.k. bílinn. Vinur minn hann Nicolas (sem ætlar líka að verða meðleigjandi minn næsta vetur) á vin sem er að fara úr landi í eitt til tvö ár og þarf endilega að lána einhverjum þurfandi bílinn sinn á meðan. Ekki selja einhverjum bílinn, heldur lána. Þar sem ég er nokkuð bílþurfandi, og þekki Nicolas, stakk Nicolas því að vini sínum að ég væri kjörin til að hafa bílinn í láni. Því fórum við Nicolas í heimsókn til vinarins, og bílsins, núna áðan. Eftir smá rúnt um hverfið á Eiríki rauða, sem er við hestaheilsu þó aldurhniginn sé, taldist okkur öllum til að bíllinn og ég ættum einstaklega vel saman og ekkert því til fyrirstöðu að ég fari með forræði yfir honum þar til réttur eigandi kemur aftur frá Perú að ári eða tveimur liðnum. Bíllinn verður skráður á mitt nafn og ég fæ full afnot af honum, gegn því að skutla eigendunum út á flugvöll (JFK í NYC) einhvern tímann í júlí og vera svo góð við bílinn þar til þau koma til baka. Ég held ég hafi gert verri díla á ævinni.
Húsaleitin gekk eilítið hægar fyrir sig. Kunningjakona mín úr útiklúbbnum leigir þessa dagana íbúð niðri í bæ fyrir spottprís; við Nicolas vorum að hugsa um að leigja hana enda staðsetningin góð og verðið enn betra. Íbúðin er samt ekki alveg nógu æðisleg og við ætlum að skoða einhverjar fleiri áður en við ákveðum okkur. Mér stendur líka til boða að leigja herbergi í stóru húsi á norðurenda háskólasvæðisins, ekki alveg í miðbænum en allt í lagi staður samt; því húsi myndi ég deila með 3 eða fjórum öðrum. Það er aðeins dýrara en íbúð í bænum en á móti kemur að húsið er miklu stærra og maður verður aldrei einmana með svona marga meðleigjendur. Ég er svolítið tvístígandi um hvað ég á að gera í húsnæðismálum... læt ykkur vita hvernig þetta fer. Ég gæti svo sem bara alveg eins leigt mér sveitabæ eða eitthvað, komin með bíl og alles!
föstudagur, mars 26, 2004
List, my ass!
Hans eina afsökun er að hann er Dani.
Ég gat ekki á mér setið og skrifaði honum nokkur vel valin orð í tilefni þessa "snilldarverks". Ekki einu sinni listamenn geta stillt sig um að menga náttúruna nú til dags.
Sú er nú mín skoðun.
Ég gat ekki á mér setið og skrifaði honum nokkur vel valin orð í tilefni þessa "snilldarverks". Ekki einu sinni listamenn geta stillt sig um að menga náttúruna nú til dags.
Sú er nú mín skoðun.
fimmtudagur, mars 25, 2004
Meira írskt
Fólk hefur ítrekað spurt mig að því að undanförnu hvort ég sé írsk. Kannski öll írska tónlistin sem ég hlusta á hafi þessi áhrif... bara komin með írskan hreim og alles!
Nýjasti írski músíkantinn sem ég hef verið að hlýða á er hann Damien Rice. Ég keypti diskinn hans í New York eftir ábendingu frá henni Ernu. Maðurinn er snillingur.
Nýjasti írski músíkantinn sem ég hef verið að hlýða á er hann Damien Rice. Ég keypti diskinn hans í New York eftir ábendingu frá henni Ernu. Maðurinn er snillingur.
miðvikudagur, mars 24, 2004
Bloggdagur dauðans
Ég er svo mikið að pæla í dag að eitthvað varð að verða skjáfest. Deili því hér með með ykkur, því ég veit þið eruð skynsamt fólk sem þolir að heyra svona lagað.
Alveg síðan ég kom hingað hef ég átt í dulitlum og mismiklum erfiðleikum með að aðlagast þjóðfélaginu hér og hugsunarhættinum sem hér ríkir. Yfirleitt er ég mjög, held ég, aðlögunarhæf manneskja og mér finnst alveg ósegjanlega gaman að fara á nýja staði og koma mér í nýjar aðstæður til að víkka út þægileikasvið mitt. Það hefur hins vegar reynst mér erfitt hér. Í morgun fór ég og talaði við ráðgjafa hjá skólanum, því ég sá að ráðleggingar annarra og nýr vinkill á vandann gætu komið að gagni. Ráðgjafinn var alveg frábær og velti upp mörgum flötum á málinu sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Eftir á hef ég verið að hugsa meira, hér eru smá brot:
"Prófessorarnir sýna manni engan áhuga – fyrir þeim er maður bara enn einn grad stúdentinn sem kann ekkert, getur ekkert og veit ekkert.
Undarlegt, því umsóknin byggir svo mikið á personal statement og þannig fær maður á tilfinninguna að þeir velji inn nemendur eftir persónuleika, þ.e. að svo miklu leyti sem hægt er að dæma um persónuleika út frá stuttri ritgerð. Þegar nemandinn svo mætir á svæðið er lítið sem ekkert gert til að koma á kontakt milli prófessora og nemandans, allra síst persónulegum kontakt. Maður er aldrei spurður álits á neinu, aldrei neinar umræður um neitt utan classroom, enginn sýnir viðhorfum manns eða reynslu áhuga.
Á þennan hátt er maður á vissan hátt sviptur identity. Sem nýr nemandi á ég að vera opin og spennt fyrir því sem prófessorarnir eru að gera. Þeim ber hins vegar engin skylda til að sýna nemendunum áhuga og gera það líka almennt séð ekki.
Það e mjög frústrerandi að detta svona niður í þjóðfélagsstöðu. Ég er ekki vön að vera í stéttskiptu samfélagi, nú er ég komin í samfélag sem er gróflega stéttskipt. Nemendur eru í lægri stétt en prófessorarnir, almennt séð, og þeir líta ekki á mann sem neins konar resource. Samt fjárfesta þeir brjálað í manni. Undarlegt."
Þetta er án efa aðalmálið hjá mér. Að verða allt í einu nóboddí dauðans. Það er helvíti ömurlegt, sérstaklega þegar ég veit að ég get stjórnað heilu skemmtiferðaskipi án þess að blikna. Og öllum er sama. Þau gera þær kröfur á mann að maður sé ógissla frábær og helst aðeins betri en það, og er svo drullusama.
Alveg síðan ég kom hingað hef ég átt í dulitlum og mismiklum erfiðleikum með að aðlagast þjóðfélaginu hér og hugsunarhættinum sem hér ríkir. Yfirleitt er ég mjög, held ég, aðlögunarhæf manneskja og mér finnst alveg ósegjanlega gaman að fara á nýja staði og koma mér í nýjar aðstæður til að víkka út þægileikasvið mitt. Það hefur hins vegar reynst mér erfitt hér. Í morgun fór ég og talaði við ráðgjafa hjá skólanum, því ég sá að ráðleggingar annarra og nýr vinkill á vandann gætu komið að gagni. Ráðgjafinn var alveg frábær og velti upp mörgum flötum á málinu sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir. Eftir á hef ég verið að hugsa meira, hér eru smá brot:
"Prófessorarnir sýna manni engan áhuga – fyrir þeim er maður bara enn einn grad stúdentinn sem kann ekkert, getur ekkert og veit ekkert.
Undarlegt, því umsóknin byggir svo mikið á personal statement og þannig fær maður á tilfinninguna að þeir velji inn nemendur eftir persónuleika, þ.e. að svo miklu leyti sem hægt er að dæma um persónuleika út frá stuttri ritgerð. Þegar nemandinn svo mætir á svæðið er lítið sem ekkert gert til að koma á kontakt milli prófessora og nemandans, allra síst persónulegum kontakt. Maður er aldrei spurður álits á neinu, aldrei neinar umræður um neitt utan classroom, enginn sýnir viðhorfum manns eða reynslu áhuga.
Á þennan hátt er maður á vissan hátt sviptur identity. Sem nýr nemandi á ég að vera opin og spennt fyrir því sem prófessorarnir eru að gera. Þeim ber hins vegar engin skylda til að sýna nemendunum áhuga og gera það líka almennt séð ekki.
Það e mjög frústrerandi að detta svona niður í þjóðfélagsstöðu. Ég er ekki vön að vera í stéttskiptu samfélagi, nú er ég komin í samfélag sem er gróflega stéttskipt. Nemendur eru í lægri stétt en prófessorarnir, almennt séð, og þeir líta ekki á mann sem neins konar resource. Samt fjárfesta þeir brjálað í manni. Undarlegt."
Þetta er án efa aðalmálið hjá mér. Að verða allt í einu nóboddí dauðans. Það er helvíti ömurlegt, sérstaklega þegar ég veit að ég get stjórnað heilu skemmtiferðaskipi án þess að blikna. Og öllum er sama. Þau gera þær kröfur á mann að maður sé ógissla frábær og helst aðeins betri en það, og er svo drullusama.
Talandi um dót
þá rann það upp fyrir mér um daginn að mig vantar eiginlega ekkert meira útivsitardót.
Þetta var meiriháttar uppgötvun. Síðan ég byrjaði að hafa áhuga á útivist hefur mig alltaf vantað eitthvað - bakpoka eða svafnpoka eða tjald eða prímus eða legghlífar... bara að nefna það. Nú á ég allt þetta og meira til. Ætli ég verði ekki að byrja á nýju sporti bráðum til að halda áfram að geta stundað listina að versla??
Nei annars. Ég á engar ísskrúfur enn. Ég get næstum speglað mig í sólanum á gönguskónum mínum. Svo væri gott að eiga léttan dúnpoka til að nota innan í aðalsvefnpokann minn á vetrum. Eða bara almennilegan vetrarpoka. Auk þess þarf ég áreiðanlega einhvern tímann að kaupa mér púlku, þ.e. sleða til að draga farangurinn sinn á í gönguskíðaferðum. Að ekki sé minnst á skíðasegl.
Hjúkk!
Þetta var meiriháttar uppgötvun. Síðan ég byrjaði að hafa áhuga á útivist hefur mig alltaf vantað eitthvað - bakpoka eða svafnpoka eða tjald eða prímus eða legghlífar... bara að nefna það. Nú á ég allt þetta og meira til. Ætli ég verði ekki að byrja á nýju sporti bráðum til að halda áfram að geta stundað listina að versla??
Nei annars. Ég á engar ísskrúfur enn. Ég get næstum speglað mig í sólanum á gönguskónum mínum. Svo væri gott að eiga léttan dúnpoka til að nota innan í aðalsvefnpokann minn á vetrum. Eða bara almennilegan vetrarpoka. Auk þess þarf ég áreiðanlega einhvern tímann að kaupa mér púlku, þ.e. sleða til að draga farangurinn sinn á í gönguskíðaferðum. Að ekki sé minnst á skíðasegl.
Hjúkk!
Spurt er:
Hvað er North-Face búð?
The North Face er draumur alls útivistarfólks - merki með óendanlegt úrval af alls konar hrikalega flottum (og dýrum, needless to say) fötum og dóti. Í Bandaríkjunum eru sjö verslanir með dót bara frá þeim. Ég fann þá í Chicago fyrir algjöra tilviljun. Keypti mér svona húfu og svona buxur. Botnlaus hamingja.
The North Face er draumur alls útivistarfólks - merki með óendanlegt úrval af alls konar hrikalega flottum (og dýrum, needless to say) fötum og dóti. Í Bandaríkjunum eru sjö verslanir með dót bara frá þeim. Ég fann þá í Chicago fyrir algjöra tilviljun. Keypti mér svona húfu og svona buxur. Botnlaus hamingja.
þriðjudagur, mars 23, 2004
Happaferðin mikla
Makalaust alveg hvað ég get verið heppin. Allt fer þetta einhvern veginn að lokum, eins og einhver sagði svo spaklega, og stundum fer þetta alveg ótrúlega vel.
Ferðin mín til Chicago og New York var sem sagt mjög ánægjuleg. Reyndar var sjálf ráðstefnan ekki par spennandi, þó svo vissulega hafi ég brennandi áhuga á málefnum Latinos og svertingja í úthverfum Chicago, að ekki sé minnst á félagslega aðstoð við konur í fangelsum. Hið alltumlykjandi suð loftræstingarinnar slævði og deyfði uns það eina sem ég heyrði voru hroturnar í sessunautum mínum. Ég forðaði mér út í borgina áður en mínar hrotur færu að óma um salinn líka.
Chicago er flott. Vá, hún er algjört æði. The Magnificent Mile, Hancock Tower, Sears Tower, áin, Lake Michigan... það er nóg að sjá og allt er hreint og fallegt. Eitthvað annað en New York, sem minnir mig alltaf á þriðja heims borg. Hamingja mín óx upp í annað veldi þegar ég fann North Face-búð og útsýnið frá barnum á 96. hæð Hancock Tower var fyllilega biðraðarinnar virði.
Fulbrightarnir eru líka æðislegir! Konan sem ég deildi herbergi með, stelpuleg Kenýukona í mastersnámi í umhverfisfræði við Yale, reyndist vera fimm barna móðir og fyrrverandi þingmaður. Það var ekkert smá gaman að spjalla við hana um kvenréttindi og náttúruvernd í þriðja heiminum. Þarna var fólk frá sennilega rúmlega fimmtíu þjóðum, m.a. spengileg stelpa frá Bergen og herramaður frá La Paz sem varð alveg óendanlega hissa þegar ég, ljóskan frá Íslandi, heilsaði honum á spænsku og kynnti mig sem samlanda hans.
Erna og Möddi eru líka æðisleg! Eftir villur í subway og ráf um Harlem alein á mjög myrku sunnudagskveldi álpaðist ég á rétta götu og að réttu húsi, mikið óskaplega varð ég fegin! Mánudeginum eyddi ég í Central Park og á American Museum of Natural History, sem hér með útnefnist besta náttúrugripasafn sem undirrituð hefur komið á. Þegar Erna var búin í vinnunni hittumst við til að skoða neðri hluta Manhattan betur. Við fórum í Battery Park og á pöbb sem George Washington fannst víst gaman að hanga á; hann hefði áreiðanlega verið liðtækur í billjarð hefði borðið verið komið þegar hann var upp á sitt besta, að ekki sé minnst á hvað hann hefði fílað sig að horfa á Superbowl-ið á risasjónvarpsskjánum. Ekkert verið að taka fornminjar og gömul hús of hátíðlega þarna. Áfram örkuðum við, alla leið upp í Greenwich Village undir leiðsögn Ernu sem veit alveg ótrúlega mikið um borgina og sögu hennar. Kvöldinu var svo slúttað með eþíópskum mat á Macdougal-stræti.
Í morgun hafði ég það svo af að sofa yfir mig og næstum missa af vélinni til baka til Íþöku. Sem betur fer vakti Erna mig, annars væri ég sennilega enn sofandi. Leigubílstjórinn gerði sitt besta til að koma mér á völlinn á réttum tíma og það hafðist, ég held tipsið sem ég gaf honum dugi honum í gott fyllerí! Flugferðirnar til Chicago gengu mjög vel fyrir sig en þegar ég mætti út á o'Hare á sunnudaginn til að fara til baka til New York var mér tilkynnt að farinu mínu hefði verið kansellerað. Ég mótmælti öll, hafði enda staðfest flugið og allt, en konan stóð föst á sínu, nafnið mitt var hvergi sýnilegt á neinum farþegalista og ekkert sem hún gæti gert í því. Eftir japl og jaml og fuður aumkaði hún sig yfir mig og 1100 dollara reikninginn fyrir fluginu sem ég veifaði viðstöðulaust framan í hana og lét mig á standby. Þá var vélin alveg að fara í loftið og ég hentist í gegnum óryggisgæsluna, vildi sko ekki missa af fluginu og vera strand í Chicago. Sem betur fer komst ég með og deginum var þar með bjargað.
Upphaflega planið var að fara af vellinum í NYC og taka rútuna til baka til Íþöku á þriðjudeginum, þ.e. í dag. Þegar ég var sest inn í vél og farin að jafna mig eftir stressið á vellinum datt mér í hug að kannski væri þetta vesen einmitt það sem ég þyrfti til að losna við að hjakkast í rútu í sex tíma til baka til Íþöku og komast í staðinn með flugi til baka, án þess að missa af heimsókninni til Ernu og Mödda. Fulbright-starfsmaðurinn sem keypti miðann fyrir mig sagði að það væri svo dýrt að stoppa í New York að þeir vildu ekki borga það fyrir mig; nú allt í einu sá ég fram á að vera kannski strandaglópur í NYC fyrir mistök ferðaskrifstofunnar. Allt flugið æfði ég mig í aumingjasvipnum mínum og viti menn, hann virkaði! Ég var bókuð í flugið til Íþöku og átti sæti í vélinni og allt; ég setti upp eymdarsvipinn og sagðist hafa verið svo freaked out by this whole mess að ég hafi hringt í vinkonu mína í New York, sagt henni að ég væri strandaglópur í borginni út af incompetent airline personell og ég gæti ekki bara ekki mætt! Konan skildi mig afskaplega vel og kinkaði róandi kolli og spurði hvernig miða ég væri með; ég sagðist ekki vita það, bara að hann hefði kostað mig 1100 dollara. I see, sagði hún, I´m sure we can change your flight. When do you want to go back then?? Sem sagt, ég er ótrúlega heppin manneskja!
Ferðin mín til Chicago og New York var sem sagt mjög ánægjuleg. Reyndar var sjálf ráðstefnan ekki par spennandi, þó svo vissulega hafi ég brennandi áhuga á málefnum Latinos og svertingja í úthverfum Chicago, að ekki sé minnst á félagslega aðstoð við konur í fangelsum. Hið alltumlykjandi suð loftræstingarinnar slævði og deyfði uns það eina sem ég heyrði voru hroturnar í sessunautum mínum. Ég forðaði mér út í borgina áður en mínar hrotur færu að óma um salinn líka.
Chicago er flott. Vá, hún er algjört æði. The Magnificent Mile, Hancock Tower, Sears Tower, áin, Lake Michigan... það er nóg að sjá og allt er hreint og fallegt. Eitthvað annað en New York, sem minnir mig alltaf á þriðja heims borg. Hamingja mín óx upp í annað veldi þegar ég fann North Face-búð og útsýnið frá barnum á 96. hæð Hancock Tower var fyllilega biðraðarinnar virði.
Fulbrightarnir eru líka æðislegir! Konan sem ég deildi herbergi með, stelpuleg Kenýukona í mastersnámi í umhverfisfræði við Yale, reyndist vera fimm barna móðir og fyrrverandi þingmaður. Það var ekkert smá gaman að spjalla við hana um kvenréttindi og náttúruvernd í þriðja heiminum. Þarna var fólk frá sennilega rúmlega fimmtíu þjóðum, m.a. spengileg stelpa frá Bergen og herramaður frá La Paz sem varð alveg óendanlega hissa þegar ég, ljóskan frá Íslandi, heilsaði honum á spænsku og kynnti mig sem samlanda hans.
Erna og Möddi eru líka æðisleg! Eftir villur í subway og ráf um Harlem alein á mjög myrku sunnudagskveldi álpaðist ég á rétta götu og að réttu húsi, mikið óskaplega varð ég fegin! Mánudeginum eyddi ég í Central Park og á American Museum of Natural History, sem hér með útnefnist besta náttúrugripasafn sem undirrituð hefur komið á. Þegar Erna var búin í vinnunni hittumst við til að skoða neðri hluta Manhattan betur. Við fórum í Battery Park og á pöbb sem George Washington fannst víst gaman að hanga á; hann hefði áreiðanlega verið liðtækur í billjarð hefði borðið verið komið þegar hann var upp á sitt besta, að ekki sé minnst á hvað hann hefði fílað sig að horfa á Superbowl-ið á risasjónvarpsskjánum. Ekkert verið að taka fornminjar og gömul hús of hátíðlega þarna. Áfram örkuðum við, alla leið upp í Greenwich Village undir leiðsögn Ernu sem veit alveg ótrúlega mikið um borgina og sögu hennar. Kvöldinu var svo slúttað með eþíópskum mat á Macdougal-stræti.
Í morgun hafði ég það svo af að sofa yfir mig og næstum missa af vélinni til baka til Íþöku. Sem betur fer vakti Erna mig, annars væri ég sennilega enn sofandi. Leigubílstjórinn gerði sitt besta til að koma mér á völlinn á réttum tíma og það hafðist, ég held tipsið sem ég gaf honum dugi honum í gott fyllerí! Flugferðirnar til Chicago gengu mjög vel fyrir sig en þegar ég mætti út á o'Hare á sunnudaginn til að fara til baka til New York var mér tilkynnt að farinu mínu hefði verið kansellerað. Ég mótmælti öll, hafði enda staðfest flugið og allt, en konan stóð föst á sínu, nafnið mitt var hvergi sýnilegt á neinum farþegalista og ekkert sem hún gæti gert í því. Eftir japl og jaml og fuður aumkaði hún sig yfir mig og 1100 dollara reikninginn fyrir fluginu sem ég veifaði viðstöðulaust framan í hana og lét mig á standby. Þá var vélin alveg að fara í loftið og ég hentist í gegnum óryggisgæsluna, vildi sko ekki missa af fluginu og vera strand í Chicago. Sem betur fer komst ég með og deginum var þar með bjargað.
Upphaflega planið var að fara af vellinum í NYC og taka rútuna til baka til Íþöku á þriðjudeginum, þ.e. í dag. Þegar ég var sest inn í vél og farin að jafna mig eftir stressið á vellinum datt mér í hug að kannski væri þetta vesen einmitt það sem ég þyrfti til að losna við að hjakkast í rútu í sex tíma til baka til Íþöku og komast í staðinn með flugi til baka, án þess að missa af heimsókninni til Ernu og Mödda. Fulbright-starfsmaðurinn sem keypti miðann fyrir mig sagði að það væri svo dýrt að stoppa í New York að þeir vildu ekki borga það fyrir mig; nú allt í einu sá ég fram á að vera kannski strandaglópur í NYC fyrir mistök ferðaskrifstofunnar. Allt flugið æfði ég mig í aumingjasvipnum mínum og viti menn, hann virkaði! Ég var bókuð í flugið til Íþöku og átti sæti í vélinni og allt; ég setti upp eymdarsvipinn og sagðist hafa verið svo freaked out by this whole mess að ég hafi hringt í vinkonu mína í New York, sagt henni að ég væri strandaglópur í borginni út af incompetent airline personell og ég gæti ekki bara ekki mætt! Konan skildi mig afskaplega vel og kinkaði róandi kolli og spurði hvernig miða ég væri með; ég sagðist ekki vita það, bara að hann hefði kostað mig 1100 dollara. I see, sagði hún, I´m sure we can change your flight. When do you want to go back then?? Sem sagt, ég er ótrúlega heppin manneskja!
miðvikudagur, mars 17, 2004
Kafíristan
Leitin að heitum laugum á Indlandi og í Nepal heldur áfram. Nýjasta öflun mín er ljósrit úr 29. bindi Minninga indversku jarðfræðiþjónustunnar, útgefið af hans ágæti landstjóra Indlands í Kalkútta á því Herrans ári 1883. Með því bindi fylgir landakort af Indlandsskaga sem á eru merktar heitar laugar. Kortið nær inn á það svæði sem í dag heitir Pakistan og Afganistan og er stútfullt af örnefnum á borð við Yarkand, Shibarghan, Umarkot og Kafiristan. Ekki laust við að að mér setji útþrá og ævintýrafíkn...
þriðjudagur, mars 16, 2004
Chicago
Undirrituð er á leið til Chicago um helgina. Það er IIE og Fulbright sem bjóða til ráðstefnu, um málefni sem gæti varla staðið mínu náttúruelskandi hjarta nær: The role of minorities (i.e. náttúruverndarsinnar??) in the political process. Þetta gætu orðið spennandi og lærdómsríkar umræður!
Veit einhver um eitthvað spennandi að sjá og gera í Chicago? Ég man bara eftir Sears Tower, sem ég heimsótti með pabba og Júlíusi bróður þegar ég var 11 ára; en mér sýnist að ég muni hafa tíma til að skoða meira en bara einn skýjakljúf. Tillögur velkomnar og vel þegnar.
Ef allt bregst má svo líka bara benda mér á e-t sæmilegt kaffihús, ég fór í greinasöfnunarferð til leiðbeinandans míns áðan og kom út með 10 cm þykkan bunka undir hendinni. Sæmilegur slatti það, ég á áreiðanlega eftir að sötra í mig nokkuð marga lítra af kaffi með allri þessari visku.
Veit einhver um eitthvað spennandi að sjá og gera í Chicago? Ég man bara eftir Sears Tower, sem ég heimsótti með pabba og Júlíusi bróður þegar ég var 11 ára; en mér sýnist að ég muni hafa tíma til að skoða meira en bara einn skýjakljúf. Tillögur velkomnar og vel þegnar.
Ef allt bregst má svo líka bara benda mér á e-t sæmilegt kaffihús, ég fór í greinasöfnunarferð til leiðbeinandans míns áðan og kom út með 10 cm þykkan bunka undir hendinni. Sæmilegur slatti það, ég á áreiðanlega eftir að sötra í mig nokkuð marga lítra af kaffi með allri þessari visku.
Frekja eda hroki eda hvad?
Hvad er haegt ad vera mikill professor? Milli klukkan fimm og halfsex i gaerdag fengu eg, og allir samnemendur minir i vidkomandi kursum, sex greinar i tolvuposti fra kennurunum. Allar greinarnar eru lesefni fyrir tima i dag. Thad er vika sidan sidasti timi var. Hvad halda thessir menn ad vid seum?!?!?!
sunnudagur, mars 14, 2004
laugardagur, mars 13, 2004
Reduce, reuse, recycle
Stundum á ég mjög erfitt með að sætta mig við að ég verði að henda einhverju sem ekki virkar lengur. Stundum leiðir það svo aftur til þess að ég læri eitthvað nýtt og verð flinkari (og ákveðnari) en áður. Kláraði í dag margra vikna hreinsiferli á keðjunni á hjólinu mínu. Hún var orðin mjög ryðguð eftir saltaustur Íþökubúa á vegi og gangstéttir í vetur og satt best að segja ekki hugað frekara líf af starfsmönnum hjólabúða, enda orðin svo pinnstíf að ekki einn einasti hlekkur hreyfðist. Ég setti hana hins vegar í uppþvottalögsbað og gleymdi henni þar ofan í í líklega tvær vikur, tók hana svo uppúr og alla í sundur og skrúbbaði hátt og lágt, endurnýjaði svo baðið og lét hana malla í nokkrar vikur í viðbót. Aftur var keðjan skrúbbuð og burstuð í bak og fyrir og var þá orðin svo fín að ekki þótti ástæða til að baða hana frekar. Næst þurfti að lemja gripinn einhvern veginn saman. Áðurnefndir starfsmenn hjólabúða höfðu sagt mér að keðjupinnarnir væru einnota og vonlaust að nota þá aftur, mér tókst að troða 6 af 9 aftur inn í keðjuna og var nokkuð ánægð með sjálfa mig. Hinir þrír voru keyptir daginn eftir og loks í dag tók ég mig til og setti keðjuna aftur á hjólið og brunaði í eftirmiðdagssólinni niður í skóla. Lifi þrjóskan, og endurnýtingin!!
Smá raus um dag og veg
Það er alltaf gaman að blogga þegar heimadæmi í stærðfræði liggja fyrir...
Þessa dagana er hér í heimsókn stelpa sem er búið að hleypa inn í jarðfræðina, n.t.t. í líf-jarðefnafræðiprógrammið hjá leiðbeinandanum mínum. Hún kom hingað á fimmtudaginn, er búin að vera í stífu prógrammi að hitta fólk og kynna sig, og fer svo aftur heim á morgun. Í gær þvældist hún um allan kampus í fylgd framhaldsnema, fór á fyrirlestra og lauk deginum á skemmtistað í bænum í boði deildarinnar. Allir eru að sýna sitt besta andlit og vera sem almennilegastir til að hún ákveði nú að taka tilboðinu héðan; það er sennilega jafnmikil samkeppni milli skóla um góða nemendur eins og það er mikil samkeppni meðal nemenda um skóla.
Eftir að fylgjast með, mest til utan frá, hvernig svona kynnisheimsókn fer fram er ég alveg rosalega fegin að ég fór ekki í heimsóknir sem þessar þegar ég var að sækja um í fyrra!! Ekki það að ég sé svona ósósíal, ég bara hefði snappað á einhverjum tímapunkti yfir allri kurteisinni og innihaldslausa hjalinu. Á barnum í gær slysaðist ég til að spyrja hana hvað hún væri að vinna við þar sem hún er núna. Til baka fékk ég þvílíkan þjáningarsvip, svo afsökunarbros og eitthvað muldur. Allt í einu þagnaði hún í miðju kafi og baðst afsökunar, hún væri bara búin að fara með þessa rullu svo oft þennan daginn að hún gæti það ekki aftur. Grey stelpan. Hún er mjög indæl og væri kærkomin viðbót við labbið okkar, nú er bara að vona að hún velji okkur fram yfir Kaliforníu! Ég vona líka að hún hafi átt aðeins afslappaðri dag í dag.
Hjá mér byrjaði dagurinn snemma, allt of snemma miðað við hvað ég var lengi úti í gær. Fór á skíði með nokkrum félögum mínum, í þetta skipti að telemarka í brekkunum í Greek Peak (öfunda aðra félaga mína, sem nú eru á Telemark-hátíð í Vermont, svo mikið :)). Ég fékk lánuð "alvöru" telemark-skíði og það er svona milljón sinnum viðráðanlegra en að telemarka á gönguskíðum. Íhá, ekkert smá gaman!
Þessa dagana er hér í heimsókn stelpa sem er búið að hleypa inn í jarðfræðina, n.t.t. í líf-jarðefnafræðiprógrammið hjá leiðbeinandanum mínum. Hún kom hingað á fimmtudaginn, er búin að vera í stífu prógrammi að hitta fólk og kynna sig, og fer svo aftur heim á morgun. Í gær þvældist hún um allan kampus í fylgd framhaldsnema, fór á fyrirlestra og lauk deginum á skemmtistað í bænum í boði deildarinnar. Allir eru að sýna sitt besta andlit og vera sem almennilegastir til að hún ákveði nú að taka tilboðinu héðan; það er sennilega jafnmikil samkeppni milli skóla um góða nemendur eins og það er mikil samkeppni meðal nemenda um skóla.
Eftir að fylgjast með, mest til utan frá, hvernig svona kynnisheimsókn fer fram er ég alveg rosalega fegin að ég fór ekki í heimsóknir sem þessar þegar ég var að sækja um í fyrra!! Ekki það að ég sé svona ósósíal, ég bara hefði snappað á einhverjum tímapunkti yfir allri kurteisinni og innihaldslausa hjalinu. Á barnum í gær slysaðist ég til að spyrja hana hvað hún væri að vinna við þar sem hún er núna. Til baka fékk ég þvílíkan þjáningarsvip, svo afsökunarbros og eitthvað muldur. Allt í einu þagnaði hún í miðju kafi og baðst afsökunar, hún væri bara búin að fara með þessa rullu svo oft þennan daginn að hún gæti það ekki aftur. Grey stelpan. Hún er mjög indæl og væri kærkomin viðbót við labbið okkar, nú er bara að vona að hún velji okkur fram yfir Kaliforníu! Ég vona líka að hún hafi átt aðeins afslappaðri dag í dag.
Hjá mér byrjaði dagurinn snemma, allt of snemma miðað við hvað ég var lengi úti í gær. Fór á skíði með nokkrum félögum mínum, í þetta skipti að telemarka í brekkunum í Greek Peak (öfunda aðra félaga mína, sem nú eru á Telemark-hátíð í Vermont, svo mikið :)). Ég fékk lánuð "alvöru" telemark-skíði og það er svona milljón sinnum viðráðanlegra en að telemarka á gönguskíðum. Íhá, ekkert smá gaman!
fimmtudagur, mars 11, 2004
miðvikudagur, mars 10, 2004
Kósí á þriðjudagskvöldum í vor
Hann Don í útiklúbbnum á heitan pott. Ekkert smá notalegt að fara í pottinn eftir jógatíma og klúbbfund og kjafta sig inn í nóttina!
þriðjudagur, mars 09, 2004
Spínatípínat
Á einhver idjótprúf uppskrift að einhverju spínatípínatírínatí? Það er víst indverskt í matinn á morgun og fólk beðið að koma með í púkkið. Ábendingar vel þegnar!
Skemmtilegt líf aðstoðarkennara
Ein af mínum helstu skyldum hér þetta árið er að kenna verklegt í inngangskúrsi í haffræði og haf-jarðfræði. Í Bandaríkjunum byrjar fólk háskólanám þegar það er 18 ára, ekki tvítugt eins og heima, og því líður mér yfirleitt frekar eins og ég sé að tala við bekk af menntskælingum en háskólanemum. Þar að auki þurfa krakkarnir að taka heilan haug af kúrsum sem hafa ekkert með aðalfagið þeirra að gera, svona svipað og þegar máladeildarfók heima þurfti að taka jarðfræði og eðlisfræðikrakkar að taka þýsku út í það óendanlega. Þetta veldur því að inngangskúrsarnir eru þéttsetnir fólki sem hefur engan áhuga á efninu en verður að taka kúrsinn.
Þetta var skemmtilega augljóst í labbinu í gær. Við vorum að skoða set og grjót af hafsbotni og vinna verkefni um það hvernig setmyndun í hafinu á sér stað. Þar sem ég er skrýtinn jarðfræðingur sem elskar allt grjót og alla drullu finnst mér þetta alveg massa spennandi. Yfirleitt tekst mér ágætlega að fá fólk til að fá smá áhuga á viðfangsefninu þegar ég er með hóp af túristum úti í náttúrunni og get útskýrt hlutina í sínu rétta samhengi. Með míníatúr sýnishorn af grjóti á borði inni í skólastofu verður þetta hins vegar meiriháttar áskorun, sérstaklega þegar áheyrendahópurinn samanstendur af 18 ára krökkum sem hreinlega gæti ekki staðið meira á sama.
Það er svo sannarlega gaman að vera aðstoðarkennari...
Þetta var skemmtilega augljóst í labbinu í gær. Við vorum að skoða set og grjót af hafsbotni og vinna verkefni um það hvernig setmyndun í hafinu á sér stað. Þar sem ég er skrýtinn jarðfræðingur sem elskar allt grjót og alla drullu finnst mér þetta alveg massa spennandi. Yfirleitt tekst mér ágætlega að fá fólk til að fá smá áhuga á viðfangsefninu þegar ég er með hóp af túristum úti í náttúrunni og get útskýrt hlutina í sínu rétta samhengi. Með míníatúr sýnishorn af grjóti á borði inni í skólastofu verður þetta hins vegar meiriháttar áskorun, sérstaklega þegar áheyrendahópurinn samanstendur af 18 ára krökkum sem hreinlega gæti ekki staðið meira á sama.
Það er svo sannarlega gaman að vera aðstoðarkennari...
sunnudagur, mars 07, 2004
Þjóðlegt tjútt
Írsk þjóðlagatónlist setti endapunktinn aftan við ágæta helgi. Ótrúlega flinkt tónlistarfólk, allir mussuhipparnir í Íþöku og nágrenni og dansandi börn og gamalmenni og allt þar á milli upp um alla veggi; gott mál. Takk fyrir mig.
laugardagur, mars 06, 2004
Ísí on ðe pepsí, görl!!
Fight Club!
What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
Svei mér þá, ég er alveg til í að vera svona hræðileg ef ég fæ á móti að vera í eins og einni mynd með ofurhönkinu honum Brad Pitt!!
Bó
Það er Íslendingapartý í kvöld í Íþöku. Allir að halda sér fast! Sit heima að fara yfir próf og reyni að hita upp fyrir tjúttið með því að hlusta á Bó og Röggu Gísla. Íha!! "Þú ert einn á leið sem enginn maður fer, aleinn á ferð og óljóst hvert á endanum þig ber. Bara akstur á undarlegum vegi óræðri nóttinni í, akstur í áttina að degi ef hann þá kemur á ný..." já, það er magnað hvað maður leggur á sig til að vera Íslendingur á erlendri grund ;)
Horfði annars á snilldarverkið "Brazil" í gær. Myndin fær bestu meðmæli, samt kannski aðallega fyrir þau sýrðari af ykkur.
Horfði annars á snilldarverkið "Brazil" í gær. Myndin fær bestu meðmæli, samt kannski aðallega fyrir þau sýrðari af ykkur.
Óperusaungkona eða stórskáld?
Í Íþöku um hæð og hól
hún Herdís litla skoppar,
þrjátíu ára' og enn í skól-
a er og aldrei stoppar!
Sérleg ammælisvísa frá frú Veinólínu
hún Herdís litla skoppar,
þrjátíu ára' og enn í skól-
a er og aldrei stoppar!
Sérleg ammælisvísa frá frú Veinólínu
Fíbbl, bjánar og fæðingarhálfvitar
Sótti slædsmyndir úr framköllun í gær. Þessir andskotans eymingjar og aular höfðu það af að eyðileggja hálfa filmuna með því að klippa myndirnar í tvennt og setja tvo mismunandi helminga in í hvern ramma. AAARRRRRGGGGGGHHHHHHH!!!!! Ætla aldrei aftur að biðja um innrammaðar slædsmyndir. Djövulsins asnar.
P.S. Ekki fara að segja mér hvað digital sé miklu betra, ok? Verð bara að fá að vera sérvitur eins og alltaf :)
P.S. Ekki fara að segja mér hvað digital sé miklu betra, ok? Verð bara að fá að vera sérvitur eins og alltaf :)
Vel þegið á laugardagsmorgni
Nokkrar þýðingar á íslenskum málvenjum:
Stolið frá fyndnu víólustelpunni
The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.
Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
On with the butter!!! = Áfram með smjörið.
Hahahahahaha = Hehehehehe
Stolið frá fyndnu víólustelpunni
föstudagur, mars 05, 2004
Geturðu gert mér greiða?
Er einhver til í að fara á þessa tónleika fyrir mig á morgun?
Ég hef aldrei heyrt neitt eftir hana svo ég viti og ég hef aldrei heyrt yngri systur hennar (hún var fyrsta vinkona mín!!) syngja neitt síðan við vorum 7 ára eða eitthvað álíka. Nú eru þær systur orðnar meiri snillingar en nokkru sinni fyrr. Bein útsending á morgun vel þegin!
Á laugardaginn kemur kl. 15:15 á Nýja sviði Borgarleikhússins mun CAPUT
flytja 5 verk eftir Alfred Schnittke og frumflytja nýtt verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur. Verk Hildigunnar, sem er fyrir sópran og 10
hljóðfæri, heitir "Kemur kvöld" og er við ljóð Guðmundar Böðvarssonar.
Einsöngvari í verkinu er Hallveig Rúnarsdóttir og stjórnandi er Daníel
Bjarnason, en þetta er frumraun þeirra beggja með CAPUT hópnum.
Verk Schnittkes efnisskránni á laugardaginn verða Hymn I fyrir selló, hörpu
og pákur (1974), Hymn II fyrir selló og kontrabassa (1974), Hymn III fyrir
selló, fagott, sembal og rörklukkur (1975), Hymn IV fyrir selló,
kontrabassa, fagott, hörpu, sembal, rörklukkur og pákur (1977) og Kanon
fyrir strengjakvartett, tileinkaður minningu Stravinskys (1977).
Ég hef aldrei heyrt neitt eftir hana svo ég viti og ég hef aldrei heyrt yngri systur hennar (hún var fyrsta vinkona mín!!) syngja neitt síðan við vorum 7 ára eða eitthvað álíka. Nú eru þær systur orðnar meiri snillingar en nokkru sinni fyrr. Bein útsending á morgun vel þegin!
This monkey´s gone to heaven
fimmtudagur, mars 04, 2004
Dísa rokkar!
Djövullrégglár!! Fékk 77 stigum hærra á stærðfræðiprófinu en á sama prófi í fyrra. Það eru tæp 4 staðalfrávik. Vei!!!!
miðvikudagur, mars 03, 2004
Andlitslyfting
Meðan ég er of upptekin/framtakslaus til að fullgera heimasíðuna mína læt ég þessa smá andlitslyftingu á blogginum mínum duga. Núna eru gömlu linkarnir, auk nokkurra nýrra, komnir aftur upp, og mynd af undirritaðri við uppáhaldsiðju sína þessa dagana. Meira síðar.
mánudagur, mars 01, 2004
Nýjasta útgáfan
af leiðarvísinum er komin, með mynd af leiðinni okkar og allt! Sjá hlekk í megafærslu gærdagsins.
A sandolum i ermalausum bol...
Ja uff, thad er bara ad koma vor. For ut a CTB adan berfaett i sandolum, reyndar ekki a ermalausum bol en thad er nu sennilega ekki langt i thad. Rett kominn mars, thetta er alveg hrikalegt!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)